Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Qupperneq 51

Víkurfréttir - 18.12.2003, Qupperneq 51
vegna málaferla við Rainbow Navigation eins og frægt er orð- ið. „Samskip“ fékk þessa flutn- inga og í kjölfarið var ég gerður að svæðisstjóra í Bandaríkjunum með aðsetur í Norfolk í Virginíu þar sem ég var í eitt og hálft ár. Ég kom aftur heim til Íslands síð- ari hluta ársins 1993 um það leyti sem Landsbankinn var að taka yfir rekstur Samskipa og Sam- band Íslenskra Samvinnufélaga var að leysast upp.“ Skemmtilegur tími Eftir að Björn kom heim frá Bandaríkjunumveitti han dóttur- fyrirtæki Samskipa sem hét Sigla forstöðu með það verkefni að reka skip í eigu Samskipa sem ekki voru í hefðbundnum sigl- ingum á vegum Samskipa. „Á þessum tíma átti sér stað mikil endurskipulagning hjá fyrirtæk- inu og mikið af fólki var sagt upp. Þessi tími var mjög erfiður og krefjandi, en um leið mjög skemmtilegur. Þarna voru mjög færir stjórnendur sem voru að stíga sín fyrstu skref, s.s. Baldur Guðnason eigandi Sjafnar ehf , sem situr í stjórn Eimskipafé- lagsins SH og fleiri fyrirtækja í dag og Róbert Wessman forstjóri Pharmaco sem á þessum tíma var að byrja sinn stjórnunarferil. Skútunni stýrði Ólafur Ólafsson stjórnarformaður Samskipa, sem oft er nefndur í íslensku við- skiptalífi,“ segir Björn. Hálfleiddist í Færeyjum Björn fluttist til Færeyja árið 1994 þar sem verkefni hans var að setja upp samsiglingakerfi Samskipa og Skipafélags Fær- eyja „Það var lagt geysilega hart að mér að fara út og ég sló til. Ég bjó í Færeyjum í 14 mánuði og mér hálfpartinn leiddist mér þar. Það var líka erfitt að taka fjöl- skylduna með þarna út og má segja ópraktískt, því börnin fara að læra tungumál sem þau geta bara nýtt sér þarna úti,“ segir Björn en eftir nokkurra mánaða starf í Færeyjum hefur gamall kunningi Björns samband við hann og bíður honum starf. „Í gegnum starf mitt hjá Skipadeild Sambandsins kynntist ég Svía sem var að vinna að sérverkefn- um um alla Evrópu í flutninga- bransanum og þessi ágæti maður hafði samband við mig síðla árs 1995 og bauð mér vinnu í Ástral- íu. Svíinn hafði nýtekið við sem forstjóri skipafélags sem starfaði í Ástralíu og Nýja Sjálandi, sem var í eigu franskra aðila og dótt- urfyrirtæki mjög stórs fyrirtækis þar í landi.“ Bauðst vinna í Ástralíu „Mér fannst verkefnið mjög spennandi og sló til, en þetta var erfið ákvörðun því ég hafði unn- ið hjá Skipadeild Sambandsins og síðar Samskipum frá því ég var 15 ára gamall,“ segir Björn þegar hann er spurður hvort það hafi verið erfið ákvörðun að taka við starfi hjá skipafélagi í Ástral- íu. „Ég leit á þetta sem tækifæri og hugsaði með mér að það væri hollt hverjum manni að söðla um. Ég hugsaði einnig til föður míns sem starfaði sem stöðvar- stjóri hjá Esso á Keflavíkurflug- velli í 47 ár. Pabbi sagði við mig að hefði hann mátt ráða þá hefði hann kannski viljað breyta til um vinnu. Hann hvatti mig til þess að stökkva á tækifærin sem ég og gerði í þessu tilviki,“ segir Björn og tekur fram að hann sjái ekki eftir þessari ákvörðun sinni. Flugið tekur sólarhring Í febrúar 1996 hélt Björn af stað til Ástralíu, en hann fór til að byrja með án fjölskyldunnar. „Ég samdi við fyrirtækið um að ég fengi þriggja vikna frí á þriggja mánaða fresti, en í raun má segja að ég hafi verið að vinna þessar þrjár vikur þegar ég var í fríi. Í samningnum var kveðið á um að ég tæki við föxum í fríum á Ís- landi og faxtækið stoppaði ekki. Tímamismunurinn á milli Íslands og Ástralíu eru 11 tímar og á milli Nýja Sjálands og Íslands 13 tímar þannig að föx voru að ber- ast á nóttunni. Ég þurfti að ein- angra faxið hjá mér svo við gæt- um sofið á nóttunni,“ segir Björn og bætir því við að vinnuálagið haf i verið mikið, enda voru stjórnendur þess að taka ærlega til í rekstri félagsins. Björn ferð- aðist í tvö ár á milli Íslands og Ástralíu á þriggja mánaða fresti, en ferðalagið á milli þessara landa tekur rúman sólarhring. „Vegna anna komst ég ekki heim til Íslands í frí og var í 6 mánuði í Ástralíu. Fjölskyldunni var þá flogið til Ástralíu þar sem þau voru hjá mér í 3 vikur. Álagið var mikið á þessum tíma.“ Þegar Björn horfir til baka segir hann að þessi tími hafi verið hvað viðburðarríkastur í lífinu. „Ég ferðaðist mikið vegna starfs míns og kom á framandi staði sem flestir Íslendingar hafa ekki heyrt minnst á. Ég kom á eyjuna Nauru sem komst í fréttirnar þeg- ar Ástralir vildu ekki taka við flóttamönnum frá Afganistan, en eyjaskeggjar á Nauru veitti fólk- inu landvist.“ Ævintýri á Fiji Í starfi sínu þurfti Björn Ingi oft VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2003 JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 51 Keflavíkurflugvöllur tekin í notkun. Ljósmynd frá Friðþóri Eydal. Big John, ráðherran sem aðstoðaði Björn á Fiji eyjum. Þeir eru gamlir skólafélagar. Björn Ingi á skrifstofu sinni á Keflavíkurflugvelli. Í golfi á Fiji eyjum. Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 13:14 Page 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.