Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2004, Síða 4

Víkurfréttir - 26.02.2004, Síða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ S V E I TA R F É L A G I Ð G A R Ð U R ➤ T Ó N L I S TA R S K Ó L A R N I R Á S U Ð U R N E S J U M Dagur tónlistarskólanna er orðinn árvissviðburður hérlendis, en tilgangur þessdags er að vekja athygli á því mikla og fjölbreytta starfi sem unnið er í tónlistarskólum landsins og til að vekja athygli á gildi tónlistar- menntunar. Að þessu sinni er Dagur tónlistar- skólanna haldin hátíðlegur laugardaginn 28. febrúar n.k. Í tilefni dagsins hafa tónlistarskólarnir á Suðurnesj- um hrint af stað samstarfsverkefni, sem lýkur með stór-tónleikum í Kirkjulundi, félagsheimili Kefla- víkurkirkju. Efnisskrá fyrri hluta tónleikanna samanstendur af tónlistaratriðum frá hverjum tónlistarskóla fyrir sig en seinni hlutinn er tileinkaður söngleikjum, en þá munu söngnemendur Tónlistarskólans í Garði, Tón- listarskólans í Grindavík, Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar og Tónlistarskóla Sandgerðis, sameinast og flytja lög úr þekktum söngleikjum við undirleik hljómsveitar, eins og til dæmis úr West Side Story, My Fair Lady og Sound of Music. Ágætt samstarf er á milli tónlistarskólanna á Suður- nesjum og hafa þeir nokkrum sinnum áður hleypt af stokkunum samstarfsverkefni í tilefni af Degi tón- listarskólanna. En nokkur ár eru síðan það var síðast gert og eru tónleikarnir n.k. laugardag því sérstakt fagnaðarefni. Tónleikarnir hefjast kl.14. Suðurnesjamenn eru eindregið hvattir til að gera sér dagamun n.k. laugardag, koma á skemmtilega tón- leika í Kirkjulundi kl.14 og njóta þess að hlusta á tónlistarflutning ungra og efnilegra tónlistarmanna. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Fyrsti fundur bæjarráðs Garðs varhaldinn á miðvikudag í síðustu viku.Fyrsta verk fundarins var að kjósa formann bæjarráðs, varaformann og rit- ara. Ingimundur Þ. Guðnason var kosinn formaður, Einar Jón Pálsson var kosinn varaformaður og Arnar Sigurjónsson rit- ari. Þessir þrír aðilar skipa bæjarráð Garðs. Auk þeirra situr fundi bæjarráðs Sigurður Jónsson bæjarstjóri. Fyrsti fundur bæjarráðs í Garðinum Meðfylgjandi mynd er af bæjarráðinu í Garði. F.v.: Ingimundur Þ. Guðnason, Jón Pálsson, Sigurður Jónsson og Arnar Sigurjónsson. Neðri mynd af ráðinu að störfum. Halda sameiginlega tónleika á Degi tónlistarskólanna Nú er yfirstandandi sér-stök þemavika í Tón-listarskóla Reykjanes- bæjar. Þemað er „Út í bæ“. Eins og það ber með sér, þá eru nemendur skólans þessa dagana víðs vegar um bæinn að spila og eru kennarar skól- ans á „ferð og flugi“ með þá að heimsækja stofnanir bæj- arins. Nemendum og kennur- um hefur alls staðar verið af- skaplega vel tekið, en meðal þeirra stofnana sem nemend- ur heimsækja í vikunni eru allir leikskólar bæjarins, bæj- arskrifstofur Reykjanesbæjar og félagsaðstaða eldri borg- ara. Í þemavikunni stendur Tón- listarskólinn einnig fyrir hljóðfærakynningum fyrir alla nemendur í 2. bekk grunnskólanna, en þeir eru nemendur Forskóladeildar Tónlistarskólans og munu ljúka námi úr þeirri deild í vor. Strax að lokinni þemavikunni, heldur Tónlistarskóli Reykja- nesbæjar upp á Dag tónlistar- skólanna, sem er laugardag- inn 28. febrúar n.k., með stór- tónleikum í Kirkjulundi fé- lagsheimili Keflavíkurkirkju, ásamt öllum hinum tónlistar- skólunum á Suðurnesjum. Sjá greinina hér að neðan. Þemavikan „Út í bæ“ T Ó N L I S TA R S K Ó L I R E Y K J A N E S B Æ J A R 9. tbl. 2004 umbrot hbb 25.2.2004 14:01 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.