Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.02.2005, Síða 26

Víkurfréttir - 10.02.2005, Síða 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Sendið okkur aðsendar greinar á: postur@vf.is Staðreyndir um fjármál Reykjanesbæjar 8 Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, skrifar: Þeg ar and stæð ing ar okkar sjálfstæðismanna í bæjarstjórn ræða um bæjarmálin virð- ist fátt kom ast að annað en yf- ir lýs ing ar um að fjármál bæj- arfélagsins séu í kalda kol um. Reynd ar segja mér eldri og reyndari menn í bæjarmálum hér að þetta sé ekkert nýtt. Þeir kannist ekki við annað en að bærinn hafi „alltaf ” verið að niðurlotum kominn í fjármálum að mati minnihluta hverju sinni. Þegar ég tók að mér að leiða bæj- arstjórnarmeirihlutann í júní 2002 sá ég tvennt mjög skýrt í fjármálum bæjarins. Bærinn átti miklar eignir umfram skuldir en rekstrarstaða hans var mjög veik, þ.e. útsvarstekjur og skatt- tekjur voru mjög lágar á hvern íbúa. Þessi niðurstaða var fengin með samanburði við stærstu sveitarfélögin á Íslandi. Hvers vegna er ekki hægt að bera öll sveitar- félög saman? Það er vegna þess að þjónusta í þeim er afar misjöfn. Minni sveitarfélög virka oft eins og svefnstaðir fyrir foreldra með skólum fyrir börnin. Það er ekki grundvöllur fyrir sjálf stæða sjúkraþjónustu, lyfjaverslanir eða stórverslanir, framhalds- menntun, kvikmyndahús, veit- ingastaði, eða þjónustufyrirtæki. Nánast öll þjónusta er sótt út fyrir bæjarmörkin í slíkum sveit- arfélögum og meira að segja bæj- arfulltrúarnir í þeim þurfa að leita sér að vinnu utan eigin bæj- arfélags. Þar getur samt verið ódýrt að búa fyrir þá sem það hentar. Slík samfélög er ekki hægt að bera saman við samfé- lög sem hafa kostað miklu til að bjóða fjölbreytta þjónustu. Þess vegna er æskilegt að bera saman stærstu sveitarfélögin sem búa yfir fjölþættri og sambærilegri þjónustu sem nútímafólk sæk- ist eftir. Fjárfesting er forsenda tekjuöflunar Þeg ar fjár hags staða fimm stærstu sveitarfélaga á Íslandi er borin saman og stuðst við síðustu samræmd gögn frá 2003 úr Árbók sveitarfélaga, kemur skýrt í ljós að við eigum vel fyrir skuldum en við verðum að styrkja reksturinn. Þetta þýðir að við höfum sterkt bak til að byggja á með það að markmiði að afla meiri tekna inn í rekst- urinn. Þetta þekkja allir sem standa í viðskiptum. „Það kostar fé að afla fjár” segir viðskipta- heimurinn. Með sveitarfélög er eins farið. Þetta hafa t.d. Kópa- vogur og Hafnarfjörður reynt. Allar þær framkvæmdir sem við höf um skipulega unnið að miða að því að gera Reykja- nesbæ aðlaðandi kost til búsetu. Það gerist með vel launuðum at- vinnutækifærum, aðlaðandi um- hverfi og góðri innri þjónustu. Við leggjum áherslu á að styrkja íþróttastarf og frístundastarf. Við höfum styrkt allt skólastarf og menntun, umferðaröryggi barna, stofnað unglingahús, stofnað Frístundaskóla og boðið ókeypis í strætó. Við höfum endurlífgað aðal verslunaræð- ina við Hafnargötu og Njarðar- braut. Við erum að skapa sterkt aðdráttarafl fyrir ferðamenn, höfum varið nánast alla strönd- ina fyrir sjóbroti, barist fyrir tvö- földun Reykjanesbrautar, lagað til í íbúðahverfum, störfum með Flugstöðinni og flugmála- stjórn að uppbyggingu á flug- vallarsvæðinu og höfum komið Helguvík á kortið með gatna- framkvæmdum og tilbúnum lóðum. Síðast en ekki síst erum við að gera lóðir fyrir nýtt íbúa- hverfi í Innri Njarðvík, ásamt þéttingu byggðar í nágrenni Hafnargötu og í Hlíðahverfi. Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðunum. Ný hverfi eru að rísa í bænum á næstu þremur árum sem eru stærri en Sandgerði og Garður til samans. Það kallar á stofnkostnað að byggja upp samfélög á örfáum árum sem eru á stærð við Garð og Sandgerði en kostnaður við þjónustu er að stærstum hluta þegar inni í stjórnkerfi okkar. Því munu koma hreinni tekjur til bæjarins af hverri nýrri fjöl- skyldu sem nýtur þjónustunnar og greiðir sína skatta og skyldur til samfélagsins. Því miður er pólitík ekki ólík baráttu íþróttafélaga. Sá sem er fylgismaður annars félagsins á keppnisleik, getur sjaldan sagt neitt gott um tilburði „andstæð- ingsins” í miðjum leik. Samt á ég mér þann draum að menn sjái sameiginlega hagsmuni af því að gera samfélagið áhuga- verðara og betra. Óvænt útgjöld Í rekstri verðum við alltaf að vera tilbúin að mæta óvæntum at lög um án þess að fall ast hendur. Þessi meirihluti hefur þurft að taka á sig að leiðrétta tvö stór mál sem hafa orðið til á löngum tíma en ekki verið leið- rétt fyrr en nú. Annað varðar líf- eyrisskuldbindingar bæjarfélags- ins gagnvart yfir 700 núverandi og fyrrverandi starfsmönnum. Á

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.