Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.2005, Síða 27

Víkurfréttir - 03.03.2005, Síða 27
VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 3. MARS 2005 I 27 Hafnargötu 49 • 230 Kefl avik • Sími 421 5757 • Fax 421 5657 Harpa Gunnarsdóttir Foreldrar: Gunnar Þorvarðarson og Hrafnhildur Hilmarsdóttir Aldur: 22 Kærasti: Á lausu Nám/Atvinna: Ég er búin með stúdentinn og er nýkomin frá Spáni þar sem ég var að læra spænsku í eitt ár. Nú er ég að vinna í hlutastarfi á skemmtistaðnum Traffic. Framtíðaráform: Ég stefni á há- skólanám í ferðamálafræði. Áhugamál: Ferðalög þar sem ég kynn- ist siðum og menningu annarra landa, íþróttir og útivist og lestur góðra bóka. Lífsmottó: Leitaðu ráða hjá öðrum, en taktu ákvarðanir sjálfur. Hvað metur þú mest í fari annarra? Tryggð, heiðarleika og ákveðni. Þrír hlutir sem þú myndir taka með þér á eyðieyju: Snekkja, stýrimaður og Njála til að hafa eitthvað að lesa á heimleiðinni. Uppáhaldshlutur: Hálsmenið mitt. Ein ósk: Má maður nokkuð segja því annars rætist hún ekki. Herdís Ósk Unnarsdóttir Foreldrar: Valdís Valgeirsdóttir og Unnar Magnússon, en hann er látinn. Aldur: 23 Kærasti: Á lausu Nám/Atvinna: Ég er að vinna í Fríhöfn- inni og í Ragnarsseli hjá Þroskahjálp. Framtíðaráform: að læra þroskaþjálfann eða eitthvað sem tengist umönnun. Áhugamál: Líkamsrækt, ferðalög og list. Lífsmottó: Lífið er dans á rósum en maður verður að kunna dansinn Hvað metur þú mest í fari annarra? Hreinskilni fyrst og fremst. Þrír hlutir sem þú myndir taka með þér á eyðieyju: Þyrlu, flugmann og áttavita. Uppáhaldshlutur: Sængin mín. Ein ósk: Ég myndi reyna að breyta henni í margar óskir. H arp a G unn ars dó tti r H erd ís Ó sk U nna rsd ótt ir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.