Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.2014, Side 14

Víkurfréttir - 22.05.2014, Side 14
fimmtudagurinn 22. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR14 -fréttir pósturu vf@vf.is Kjörskrá Sveitarfélagsins Garðs vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 31. maí liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Garðs frá 21. maí fram að kjördegi Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Garðs SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR LAUGARDAGINN 31. MAÍ 2014 KJÖRFUNDUR vegna sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Vogum 31. maí 2014 Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00 Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, gengið inn frá leikvelli Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna sveitarstjórnarkosninga liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga fram að kjördegi. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga Grunnskólakennarinn og verkefnastjórinn Jóhanna Helgadóttir bauð leikskóla- börnum í fylgd með leikskóla- kennurum sínum upp á leik- sýningu í Holtaskóla á dögunum. Leiksýningin sem fékk nafnið „Nemo segir frá“ var hluti af sýningunni „Fiskar og furðu- skepnur“ sem Jóhanna setti upp í Holtaskóla vikuna 12. – 16. maí. Þar voru til sýnis fiskabúr sem nemendur í Holtaskóla bjuggu til fyrr í vetur og var liður í lestrará- taki við skólann. Jóhönnu þótti mikið til fiskabúranna koma og þótti við hæfi að sýna þau. Hún Ósvífinn ökumaður uÖkumaður um tvítugt var staðinn að ótal brotum á umferðarlögum í m i ð b æ Ke f l a - víkur í vikunni sem leið. Háttarlag hans vakti athygli lögreglunnar á Suðurnesjun þegar hann reykspólaði við Keflavíkurhöfn, þannig að það söng og hvein í bílnum og mikinn reyk lagði frá honum. Síðan gaf ökumaður í af staðnum og mældist bifreið hans þá á 102 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km á klukkustund. Lögreglumenn stöðvuðu för hans og bifreiðin sem hann ók reyndist vera ótryggð, án skráningarnúmera og sjálfur hafði hann ekki ökuskírteini meðferðis . Lögreglumenn lásu honum pistilinn og gerðu honum grein fyrir því að at- hæfið kostaði hann 90 þúsund krónur, 3ja mánaða ökuleyfis- sviptingu og þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá. skráði því sýninguna sem viðburð á Barnahátíð Reykjanesbæjar og ákvað að ganga skrefinu lengra og setja upp leiksýningu í fiskabúr- inu sem nemendur hennar í 9. JH bjuggu til. Fiskabúr þeirra var stærra en önnur og var strax hugsað sem leikbúr. Nemendur hennar bjuggu til fígúrur í fiskabúrið úr þekktum teiknimyndum á borð við Svamp Sveinsson, Dóru og Nemo. Allar fígúrurnar voru gerðar úr pappa og sumar þeirra voru festar á prik til þess að nota sem leikbrúður í búrinu. „Ég gat ekki sleppt því að nýta af- rakstur vinnu nemenda minna á einhvern hátt,“ segir Jóhanna. Leikskólar Reykjanesbæjar fengu boð frá Jóhönnu um leiksýninguna og var fljótt að fyllast. Í fyrstu var boðið upp á 5 sýningar, en vegna mikillar eftirspurnar þurfti að bæta 3 sýningum við. Í hvert skipti mættu á milli 24 - 30 börn. Þó voru tveir stærstu hóparnir 36 og 40 börn. Það mættu því í kringum 160 börn á leiksýninguna „Nemo segir frá“ þessa þrjá daga sem sýnt var. Leiksýningin var endursögn á Disney sögunni Leitin að Nemo, þannig að Jóhönnu fannst við hæfi að gefa leikskólunum bókina að gjöf í lok sýningar. Bókargjöfin er styrkt af Landsbankanum og Edda útgáfu. Með bókinni fylgir upp- lestur á sögunni á geisladisk. Það var samstarfsfólk Jóhönnu í Holtaskóla sem hjálpaði henni að setja upp sýninguna og tvær sam- starfskonur hennar sem máluðu hana í hlutverk hafmeyjarinnar Jó- hönnu sem tók á móti börnunum í anddyri Holtaskóla, með bleiku bókina sína og grænu töskuna. Börnin voru leidd upp í kennslu- stofuna hennar Jóhönnu þar sem ævintýraheimur Nemo beið þeirra. Tónlist úr hafinu ómaði um stof- una sem undirspil, börnin sátu á gólfinu á teppum og fylgdust með af miklum áhuga þegar Nemo sagði frá ævintýri sínu. Leikskóla- börn fylltu átta sýningar n Leiksýningin Nemo segir frá: Hlutavelta til styrktar Rauða krossinum Þeir Aron Darri Hilmarsson, Arnþór Ingi Arnarsson og Jón Arnar Birgisson héldu tombólu og gáfu Rauða krossinum á Suðurnesjum andvirðið. Einnig komu þeir með fullan poka af leikföngum sem var komið áleiðis til Fjölsmiðjunnar. Rauði krossinn á Suðurnesjum sendir þessum duglegu drengjum þakkarkveðjur.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.