Víkurfréttir - 28.05.2014, Side 19
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 28. maí 2014 19
Á gott tengslanet
Hafdís Eva er umvafin góðu
tengslaneti. Hún er dóttir Páls
Kristjássonar og hún á einnig
stjúpmömmu, Tinnu Fenger, og
stjúppabba, Óskar Inga Víglunds-
son. Framtíðin er björt hjá þess-
ari fjölhæfu stúlku. Ásamt því að
vera góð leikkona er hún afburðar-
nemandi sem fékk 10 í samræmdu
prófunum og hefur hlotið verð-
laun sem sundkona. „Ég æfi sund
sex daga vikunnar. Annar pabbi
minn, Óskar, er Íslandsmeistari í
bekkpressu og hann er duglegur
að taka mig með á hreystivöllinn.
Svo hefur hinn pabbi minn, Páll,
mikinn áhuga á kvikmyndagerð og
leiklist og hvetur mig áfram í því.“
María bætir við að svo sé hlutverk
sitt að láta allt ganga upp og minna
hana á að vera líka tíu ára. Frá unga
aldri hafi Hafdís Eva sýnt leikræna
tilburði í daglegu lífi. „Þegar hún
horfði á barnaefni horfði hún ekk-
ert bara eða söng með. Hún sýndi
öll leikrænu tilþrifin sem hún sá á
skjánum og lék helst alla í leikritum
sem hún horfði á. Svo þegar slökkt
var á sjónvarpinu sá hún spegil-
mynd sína þar og var mjög glöð.
Hún ætlaði sér alltaf í sjónvarpið,“
segir María.
Mikill skilningur hjá skólanum
Þær mægður segja að hjá Háaleitis-
skóla hafi henni verið sýndur
mikill skilningur og sveigjan-
leiki við gerð Vonarstrætis og
hafi m.a. grínast með að það
væri kominn rauður dregill fyrir
framan skólann. María bætir við
að það hafi auðveldað fjarveruna
hversu góður námsmaður dóttir
hennar er. „Mér finnst líka svo
gaman að geta náð að hitta vini
mína, staðið mig í skólanum og
verið í þessu. Markmiðið er að
fara til Hollywood. Ég er mjög
sjálfstæð og svo gengur mér
bara svo rosalega vel,“ segir
Hafdís Eva, sem ætlar að láta
alla sína drauma rætast.
Það þarf
ekki að segja
mikið til að vera
góður leikari,
heldur nota
svipi og slíkt.
HAFIÐ SAMBAND
sími 420 1030 • hljomaholl.is • info@hljomaholl.is
MERKINES Í HLJÓMAHÖLL
Erum byrjuð að taka á móti bókunum fyrir salinn Merkines í Hljómahöll
fyrir fermingar 2015. Salurinn tekur 120 manns í borðhald.
Innifalið í leigu á salnum eru stólar, borð, dúkar, hljóðkerfi, hljóðnemar, skjávarpi,
sýningartjald, aðgangur að eldhúsi og kælum, borðbúnaður og þrif eftir veisluna.
Í hlutverki Kollu í Vonarstræti.