Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR2 -fréttir pósturu vf@vf.is Komu að stórskemmdum bíl XuErlendum ferðamönnum, sem brugðið höfðu sér í Bláa lónið á sunnudag brá heldur betur í brún þegar þeir komu að bílaleigubifreið sinni sem þeir höfðu lagt í rúmgott stæði. Stór dæld var komin í framhurð bifreiðarinnar, að líkindum eftir ákeyrslu, en enginn sást sökudólgurinn. Fólkið leitaði til öryggisvarða á staðnum og tilkynntu að auki lögreglunni á Suðurnesjum um atvikið. Málið er í rannsókn. Ók á girðingu og stakk af XuLögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af allnokkrum öku- mönnum um helgina vegna brota á umferðarlögum. Einn þeirra ók sviptur ökuréttindum og sýnatökur á lögreglustöð staðfestu jafnframt að hann hafði neytt kannabisefna. Annar ók á girðingu og fór af vett- vangi. Lögregla hafði fljótlega upp á viðkomandi, sem var vistaður í fangaklefa vegna gruns um ölvun við aksturinn. Sá þriðji ók með útrunnin réttindi. Loks voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 138 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Sektaður um 168 þúsund XuBifreið, sem ungur ökumaður ók nýverið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, mældist á 146 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Að auki var bifreiðin með stóra kerru í eftir- dragi. Sektin við broti af þessu tagi nemur 168 þúsund krónum, þar sem bannað er að aka með kerru hraðar en á 80 km. á klukkustund. Þá verður ökumaðurinn sviptur ökuréttindum í tvo mánuði. Trampólín á ferð og flugi XuÓhætt er að segja að trampólín hafi verið á ferð og flugi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í óveðrinu sem gekk yfir á sunnudag. Þannig var lögreglu tilkynnt um trampólín á miðri götu í Njarðvík. Loka varð götunni að hluta meðan björgunarsveitarmenn náðu yfir- höndinni í baráttunni við trampólínið og gátu bundið það við ljósa- staur. Þá fuku tvö trampólín á hús og var ekkert vitað hvaðan annað þeirra kom. Grunur leikur á að það hafi fokið utan í bifreið, sem á vegi þess varð og skemmt hana. Fjórða trampólínið fauk á grindverk á sólpalli, þar sem það stöðvaðist. Hið fimmta fauk í hlutum og voru eigendurnir að taka saman grindurnar af því þegar lögreglu bar að garði. Ekki er vitað hvort ferðalag grindanna ollu einhverju tjóni á bifreiðum. Nú, þegar búast má við fyrstu haustlægðunum brýnir lögregla fyrir fólki að festa niður lausamuni og ganga tryggilega frá fyrir veturinn. Fengu hliðið í framrúðuna XuErlendir ferðamenn á bílaleigubíl óku á hlið sem lokar námunum við Stapafell í síðustu viku. Framrúðan í bifreiðinni brotnaði, auk fleiri skemmda sem á henni urðu við atvikið. Hliðið skemmdist tölu- vert. Dottaði og ók niður skilti XuBetur fór en á horfðist þegar ökumaður bifreiðar í umdæmi lög- reglunnar á Suðurnesjum dottaði undir stýri með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði þversum á akbrautinni. Áður hafði hún farið yfir umferðareyju, lent á móti umferð, farið yfir aðra umferðareyju og þar yfir umferðarskilti. Byggja nýtt fisk- vinnsluhús í Sandgerði Bæjarráð Sandgerðis hefur samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi af hafnarsvæði Sandgerðishafnar, svokallaðan Vesturbakka. Tillagan var unnin af VSÓ og gerir ráð fyrir að sameina lóðir að Strandgötu 16 og Sjávarbraut 29- 37 í eina 7.050 m2 lóð og afmarka nýjan 2.000 m2 byggingarreit á lóðinni. Framkvæmdir eru hafnar á þeirri lóð við byggingu á nýju fisk- vinnsluhúsi. Einnig er gert ráð fyrir að sameina lóðir og byggingarreiti við Sjávar- braut 1-7 í eina lóð og einn bygg- ingarreit. Jafnframt er gert ráð fyrir að einfalda götunúmer við Sjávar- braut. „Það hefði kannski enginn trúað því fyrir fimmtán árum að við værum enn að sækja í okkur veðrið fimmtán árum síðar. Á þessum árum hefur ýmislegt slíp- ast. Við höfum haldið góðum við- burðum áfram og jafnvel stækkað þá og sleppt úr því sem minna merkilegt var. Sú skemmtilega áhersla sem við lögðum strax á í byrjun, var að gera Ljósanótt, fjölskyldu- og menningarhá- tíð Reykjanesbæjar, að öðruvísi bæjarhátíð. Það gerum við með mikilli menningaráherslu í tón- list og myndlist,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir menningarfull- trúi Reykjanesbæjar í samtali við Víkurfréttir. Ljósanótt í Reykja- nesbæ, bjartasta fjölskyldu- og menningarhátíð landsins, verður nú haldin í 15. sinn. Hátíðin er sett í dag og stendur fram á sunnudagskvöld. Áherslan á listir og menningu Aðalsmerki Ljósanætur hefur ávallt verið áherslan á listir og menningu. Mikill metnaður er lagður í tón- listardagskrá, enda vel við hæfi í Bítlabænum, og fjölbreyttar mynd- listarsýningar teygja sig í gegnum allan miðbæinn með ríkulegri þátt- töku bæjarbúa. Í ár standa um 120 manns fyrir myndlistarsýningum á 30 mismunandi stöðum og um 170 taka þátt í tónlistarviðburðum á 25 ólíkum stöðum. Að auki er boðið upp á allt það sem prýðir góða bæjarhátíð, sölutjöld, leik- tæki, íþróttaviðburði og alls kyns uppákomur um allan bæ fyrir alla fjölskylduna. Það má segja að Ljósanæturhátíðin hafi hafist óformlega í gærkvöldi þegar húsfyllir var á hátíðartón- leikum Ljósanætur, Með blik í auga - Keflavík og kanaútvarpið. Há- tíðartónleikarnir eru nú haldnir í fjórða skiptið undir merkjum Með blik í auga. Hátíðartónleikarnir verða svo endurteknir á sunnudag á tveimur sýningum. 2000 blöðrum sleppt Setningarhátíð Ljósanætur er í dag þegar um 2000 grunn- og leik- skólabörn koma saman og sleppa til himins marglitum blöðrum og fagna með þeim hætti fjölbreyti- leikanum í samfélaginu. Í kvöld breytist svo bærinn í stóra opn- unarhátíð þegar myndlistarsýning- arnar opna hver á fætur annarri með tilheyrandi mannamótum. Á föstudegi er hátíðargestum boðið í ekta íslenska kjötsúpu og Bryggjuball er haldið á smábáta- höfninni. Þar koma fram Bjartmar og Bergrisarnir, Klassart og Stebbi og Eyfi. Dagskrá laugardags er þéttskipuð og hefst með Árgangagöngu þar sem árgangarnir sameinast í risa- stórri skrúðgöngu sem endar á hátíðarsvæðinu þar sem við tekur stanslaus dagskrá fram á kvöld. Hápunkti ná hátíðarhöldin með stórtónleikum á útisviði með úr- vali tónlistarfólks og björtustu flug- eldasýningu landsins. Fram koma hljómsveitirnar Pollapönk, Valdi- mar, Hjaltalín, AmabAdamA og Björgvin Halldórsson. Hátíðinni lýkur á sunnudegi, sem gjarnan er nýttur til að skoða allar þær sýningar og viðburði sem ekki hefur tekist að komast yfir þrjá fyrri dagana. Stefnumótastaur við Hafnargötu Meðal nýjunga á þessari Ljósanótt eru tónleikar í glænýju og glæsi- legu Rokksafni Íslands í Hljóma- höll. Þá verður kveikt á Stefnumó- tastaurnum, sem er ljósastaurinn sem unga stúlkan hallaði sér upp að í lagi Magnúsar Kjartanssonar, Skólaball. Loks verður Fjölskyldu- setur Reykjanesbæjar opnað, en það er einstakt á landsvísu, og er ætlað að skapa umgjörð fyrir fjöl- skyldur í bænum til að sækja sér jákvæða þekkingu og fræðslu af ýmsu tagi. „Það er óskaplega stór hópur sem kemur að Ljósanótt hverju sinni og margt af þessu fólki höfum við verið að vinna með árum saman, eins og björgunarsveitinni, slökkvi- liðinu, lögreglunni, allskyns menn- ingarhópum, íþróttafélögunum, tómstundahópum og svo fram- vegis. Ég vil þó sérstaklega minn- ast á tvo forkólfa sem gerðu sitt til að gera Ljósanótt að því sem hún er. Þá er annars vegar Steinþór Jónsson, sem er upphafsmaður að hátíðinni og svo ekki síður Ás- mundur Friðriksson sem kom inn með miklum krafti á sínum tíma. Við sem stöndum að þessu í dag erum ekki bara að halda í horfinu, við erum alltaf að reyna að gera betur en við höfum góðan grunn að byggja á,“ segir Valgerður. Þrjár nýjar sýningar opna í Duus- húsum á Ljósanótt. Fyrst má nefna sýningu Kristínar Rúnarsdóttur í Listasafninu. Hún er ung stúlka úr Reykjanesbæ og er að sýna sína fyrstu einkasýningu. Í bíósalnum er spennandi ljósmyndasýning í tilefni þess að Jón Tómasson hefði orðið 100 ára á þessu ári. Fjöl- skylda og vinir Jóns tóku sig saman og standa að sýningunni þar sem birtar eru samtíðarmyndir úr um- fangsmiklu safni Jóns, sem m.a. var ritstjóri Faxa um árabil. Þá er ný sýning frá Handverki og hönnun sem kallast Net. Þar hafa ungir hönnuðir búið til ýmsa muni sem tengjast sjónum og sjósókn. Í stofunni hjá mömmu Einn af viðburðum Ljósanætur sem vert er að vekja athygli á eru tónleikar sem Júlíus Guðmunds- son heldur heima í stofunni hjá mömmu sinni á Skólaveginum á hæðinni fyrir ofan hljóðver Geim- steins Dagskrá Ljósanætur má skoða í heild sinni á glænýjum vef, ljosa- nott.is, sem hannaður var af vef- hönnunarfyrirtækinu Kosmos & Kaos sem einmitt á aðsetur í Reykjanesbæ. X■ Ljósanótt, bjartasta fjölskyldu- og menningarhátíð landsins: Bæjarhátíð með sérstöðu – segir Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.