Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 35
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 4. september 2014 35 Strákarnir voru meira og minna lasnir á meðan Steinunn stundaði nám en hún kláraði stúdentspróf í fjarnámi í háskólabrú Keilis. „Miðað við aðstæður gekk mér vel að klára stúdentsprófið. Ég var oft ein taugahrúga með myglusvepp og tvö grátandi börn í íbúðinni.“ Leiðin liggur svo í háskólann í haust hjá Steinunni. „Ég vil klára að mennta mig sem fyrst,“ segir Stein- unn sem ætlar sér að leggja stund á félagsfræði. Hún hefur verið meira og minna heima síðan synir hennar fæddust en hún hlakkar til að byrja í staðarnámi við Háskóla Íslands. Guðný móðir Steinunnar fór einnig í háskólabrú Keilis þegar hún var rúmlega fertug og kláraði svo félagsfræði í háskóla. Steinunn segir að Guðný móðir sín hafi veitt sér mikinn innblástur og sé alveg hreint æðisleg fyrirmynd. Sjálf vill Steinunn vera fyrirmynd fyrir syni sína og því kom ekkert annað til greina en að halda áfram mennta- veginn. „Ég þarf að vera fyrirmynd og geta séð fyrir fjölskyldunni í framtíðinni. Ég ætla mér að gera það, ég er staðráðin í því. Ég ætla að mennta mig, þar sem mig langar til þess að ganga vel í framtíðinni.“ Hugsarðu um það að þú sért að missa af einhverju í félagslífinu? „Það kemur alveg fyrir að ég hugsi um það hvað vinkonurnar eru að gera. Maður sér alveg unga foreldra sem eru alltaf á djamminu og í raun eru engar hömlur á mér að mínu mati. Ég fer alveg með mínum vin- konum út ef mig langar. Spurn- ingin er bara hvort mann langi til þess. Mér finnst það persónulega ekki heillandi. Þetta er alltaf eins, ég er ekkert að missa af neinu. Það er nokkuð þroskandi að geta ekki bara gert það sem maður vill þegar mann langar til þess.“ Ungar mæður stimplaðar Ungar mæður eru oft stimplaðar fyrir ótímabærar barneignir, þær hafi ekki menntað sig og séu jafnvel ekki í traustum samböndum. Stein- unn segist vita til þess að ungar mæður fái oft að heyra það úti í samfélaginu að þær ráði ekki við verkefnið. Jafnvel sé komið dóna- lega fram við þær hjá opinberum stofnunum „Það er litið niður á þær af mörgum, sem er ekki fal- legt. Eins og þær séu verri fyrir vikið, bara af því að þær eru ungar.“ Sjálf fékk Steinunn að heyra það á meðgöngunni að þetta yrði henni erfitt. „Ji, ertu ólétt af tvíburum, guð hjálpi þér,“ sagði fólk oft við mig. Ég finn það líka mjög mikið að þegar ég er ein með foreldrum mínum og strákunum að þá er mikið verið að horfa á mig. Mér finnst eins og fólk hugsi að þarna fari einstæð ung móðir,“ en þetta hefur lítil áhrif á Steinunni. Ef þú nærð að vera eins og tann- stöngull eftir meðgöngu þá ertu algjör hetja. Mér finnst þetta ljót og asnaleg pressa að setja á fólk Steinunn segist hafa heyrt það að fólk sé mikið að spá í það hvernig konur líti út eftir barneignir og hversu fljótt þær nái að skafa af sér kílóin. „Ég fékk t.d. að heyra það frá stelpu sem sá mig í Bónus, hvað ég liti nú hræðilega illa út. Ég varð brjáluð, enda þekkti fólk ekkert til aðstæðna minna á þeim tíma. Mér finnst ömurlegt að eftir að maður eignast börn, og hefur engan tíma til þess að spá í annað en að sinna þeim, þá sé verið að spá í því hvernig maður líti út. Það virðist vera aðal málið og maður sér það í öllum fjölmiðlum. Ef þú nærð að vera eins og tannstöngull eftir meðgöngu þá ertu algjör hetja. Mér finnst þetta ljót og asnaleg pressa að setja á fólk. Maður hugsar auðvitað um útlitið en auðvitað er fáránlegt að fólk sé að velta þessu fyrir sér. Annað mál er að hugsa um líkamann og hvað þú setur ofan í þig, en að hugsa til þess að hafa bætt á þig nokkrum kílóum á með- göngu.“ Steinunn er sjálf dugleg í líkamsræktinni en hún segist hafa farið að hreyfa sig eftir meðgöngu bæði vegna pressu frá samfélaginu og vegna þess að henni vildi líða betur. „Mig langaði alveg að líta út eins og einhver Hollywood stjarna en ég hef alveg fengið það í bakið að setja á mig einhverjar óraun- hæfar kröfur,“ viðurkennir hún. Ráðleggur ungum foreldrum að mennta sig Vissulega er það erfitt verkefni fyrir foreldra á öllum aldri að ala upp börn. Hvað þá þegar um tvíbura er að ræða. Sem ung móðir þá hefur Steinunn nokkur ráð handa verð- andi foreldrum. „Ég myndi ráðleggja ungum for- eldrum að halda sínu striki. Það eru engar hömlur á þér þótt þú eignist barn ungur. Þú þarft vissu- lega að leggja aðeins meira á þig og skipleggja þig betur. Ég myndi ráðleggja fólki að halda áfram að mennta sig. Það er erfitt að mennta sig með lítil börn en það er vel þess virði held ég. Þegar ég er svo orðin fertug þá á ég tvítuga stráka, það hljómar alveg vel í mínum eyrum,“ segir Steinunn að lokum og brosir. Var unglingur sem fékk níu mánuði til þess að þroskast Það að eignast tvö börn á unga aldri breytti Steinunni talsvert. „Þetta breytti mér þannig að ég fór loks að taka ábyrgð. Ég var langt því frá að vera ábyrgðarfull manneskja áður en ég átti börn. Mér gekk illa í námi. Ég nennti ekki að læra og mæta í skólann. Ég vissi heldur ekkert hvað mig langaði að gera í fram- tíðinni. Allt í einu þurfti ég að bera ábyrgð á tveimur litlum manneskjum, heimili okkar og fjölskyldu. Ég var í raun bara unglingur sem fékk níu mánuði til þess að þroskast. Ég veit ekki hvort það er móðureðli eða hvað, en ég hafði allt í einu tilgang til þess að taka ábyrgð.“ Það er ekki svo auðvelt að fá tvo orkumikla stráka til að sitja kyrra...en það hafðist að lokum. Steinunn er staðráðin í að mennta sig og vera fyrirmynd fyrir strákana sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.