Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 04.09.2014, Blaðsíða 22
fimmtudagurinn 4. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR22 Vantar konu á saumastofu í Reykjanesbæ. Áhugasamir hafa samband við Láru í verslun í Reykjanesbæ eða á netfangið kef@alnabaer.is ATVINNA tillaga að starfsleyfi FYRIR FISKELDISSTÖÐ ICEAQ VIÐ GRINDAVÍK Akureyri - Egilsstaðir - Hella - Ísaörður - Mývatn Patreksörður - Reykjavík - Snæfellsnes - Vestmannaeyjar Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir fiskeldisstöð IceAq ehf., á reit i-5 á aðalskipulagi vestan Grindavíkur, Reykjanesi til eldis á allt að 3.000 tonnum samanlagt af bleikju og borra til manneldis, sem og seiðaeldi sömu tegunda. Leyfið gildir til fiskeldis en nær ekki til slátrunar. Um nýja eldisstöð er að ræða og áætlað er að stöðin byggist upp í nokkrum áföngum á 5 ára tímabili. Mun stöðin nýta jarðhitavökva, affall frá orkuverinu í Svartsengi sem leiddur verður til sjávar um iðnaðarsvæðið. Seiðaframleiðsla mun fara fram í fiskeldisstöðinni í Fellsmúla eða þau keypt af öðrum seiðaframleiðendum. Verður fiskurinn fluttur lifandi til vinnslu inn í Grindavíkurbæ. Niðurstaða Skipulagsstofnunar, frá 13. ágúst 2013, var sú að eldi á allt að 3.000 tonnum á bleiku og borra í fiskeldisstöð IceAq, vestan Grindavíkur, sé ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Starfsleyfistillagan er auglýst á tímabilinu 3. september 2014 til 31. október 2014. Gögn varðandi tillöguna liggja á umhverfisstofnun.is og á bæjarskrif- stofu Grindavíkurbæjar. Frestur til að gera athugasemdir við til- löguna er til 31. október 2014. Listamennirnir Fjóla Jóns og Trausti Trausta sýna á Ljósa- nótt 4.-7. sept. Sýningin, sem verður haldin á Icelandair hót- eli Hafnargötu 57 Reykjanesbæ verður opnuð á fimmtudaginn kl 19:00. Verkin eru öll unnin með akrýl og saman stendur sýningin bæði af alvarleika og húmor. Viðfangsefni sýningarinnar eru villt dýr í útrýmingarhættu ásamt keisararmörgæsinni og ætti hún í raun að vera á lista yfir dýr í útrým- ingarhættu, samkvæmt skýrslu sem blaðið Independent hefur greint frá. Ísinn við Suðurskautslandið bráðnar það hratt að hætta er á að keisaramörgæsum fækki um helm- ing fyrir lok þessarar aldar. Með verkum sýnum vill Trausti vekja athygli á ástandi villtra dýra í útrýmingarhættu og um leið vonar hann að fólk verði meðvitaðra um mikilvægi þess að passa upp á nátt- úruna og snúi við þeirri neikvæðu þróun sem á sé stað í heiminum í dag. „Umhverfið er þitt hverfi.” Skaðist umhverfið skaðast þú. Bæði fíllinn og nashyrningurinn eru í svo mikilli útrýmingarhættu vegna veiðiþjófnaðar að þeir geta verið útdauðir í kringum 2020-2025. Einnig má nefna að tígrisdýr eru í gífulegri hættu, aðeins 3000 vilt dýr eftir í heiminum í dag. Keisarmörgæsir eru stórkostleg dýr segir Fjóla, þær eru klárlega hetjur náttúrunnar. Keisaramör- gæsirnar lifa eingöngu á Suður- skautslandinu og líklega mestu baráttudýr á jörðinni, einnig held ég að þær séu miklir húmoristar og fluggáfaðar (þótt þær geti ekki flogið) Keisarmörgæsin er fyrir- myndin mín og ég er alltaf að líkjast þeim meira og meira með aldrinum, bæði í vaxtar- og göngu- lagi, segir Fjóla. Einnig er ég mjög hrifin af þeirri skýru verkaskiptingu sem ríkir á milli karl- og kvennfuglsins. Kven- fuglinn verpir einu eggi og skilur það eftir hjá karlfuglinum sem heldur á því hita yfir veturinn, í verstu veðrum sem þekkjast á jörðinni, án þess að nærast. Hita- stigið yfir köldustu mánuðina getur farið niður fyrir -60°C á Suður- heimskautinu. Á meðan fer kven- fuglinn í u.þ.b. 2ja mánaða langan og erfiðan veiðitúr í leit að mat. Þegar hún kemur til baka er unginn kominn í heiminn ef hann lifir af biðina eftir mömmu. Þetta eru allt ótrúlegar skepnur og oft og tíðum mun vandaðri per- sónuleikar en við mennirnir. Fjóla og Trausti stefna á að heim- sækja vini sína á Suðurskautinu og í Afríku í náinni framtíð. „Við ætlum að gera allt það sem í okkar valdi stendur til að bjarga þessum einstöku vinum okkar. Hluti af seldum verkum mun síðan renna til hjálpar og fræðslu um dýr í út- rýmingarhættu. Sýningin verður opin fimmtudag kl 19:00 - 23:00, föstudag kl 13:00 - 23:00, laugardag kl. 13:00 - 23:00 og sunnudag kl: 13:00 - 17:00. -mannlíf pósturu vf@vf.is -fréttir pósturu vf@vf.is Sýningin Born to be Wild á Ljósanótt Við leitum að þjónustufulltrúa til starfa hjá okkur á Keflavíkurflugvelli Helstu verkefni eru upplýsingagjöf til ferðamanna, sala ferða, innritun farþega ásamt öðrum tilfall- andi verkefnum. Góð enskukunnátta og þekking á Íslandi er nauðsynleg ásamt mikilli þjónustulund og sveigjanleika. Önnur tungumálakunnátta er kostur. Um er að ræða vaktavinnu. Sendu okkur umsókn á atvinna@grayline.is merkt „Þjónustufulltrúi“ fyrir 7. september 2014. Nánari upplýsingar gefur Guðný Erla Guðnadóttir, þjónustustjóri söluskrifstofu, í síma 660 1302 eða gudnyerla@grayline.is Gray Line Iceland er alhliða ferðaþjónustufyrirtæki og ferðaskrifstofa í örum vexti. Fyrirtækið kappkostar að veita góða og persónulega þjónustu við ferðamenn á Íslandi. Við leitum að drífandi einstaklingum sem vilja verða hluti af skemmtilegum hóp í góðu starfsumhverfi. Viltu vinna í ferðaþjónustu? ■■ Íbúum Sandgerðis fjölgar á milli ára: 132 nýir Sandgerðingar - þar af 20 nýburar – Langflestir með íslenskan uppruna. „Hér hafa 112 manns eignast lög- heimili í fyrsta sinn frá síðustu Sand- gerðisdögum og 20 börn til viðbótar fæðst. Fleiri fluttu til bæjarins en frá því á þessu tímabili. Það er mjög já- kvætt,“ segir Sigrún Árnadóttir, bæjar- stjóri Sandgerðisbæjar, í samtali við Víkurfréttir. Starfsmenn og íbúar Sand- gerðis hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði við að undirbúa ár- lega Sandgerðisdaga sem lauk svo um síðustu helgi. Boðin velkomin á persónulegan hátt Nokkur ár eru síðan Sandgerðisbær hóf að senda bréf til nýrra íbúa og bjóða þeim til móttöku þar sem fólk er boðið á persónulegan hátt velkomið í bæjar- félagið. Boðsbréf fór til þeirra sem eignast hafa lögheimili hér í fyrsta sinn og fjölskyldna barna sem fæðst hafa frá síðustu Sandgerðisdögum. „Þetta er nokkuð stór hópur eða 132 manns og af þeim eru 20 börn sem fæddust á þessu tímabili. Flestir sem hingað fluttust eru Íslendingar og Pólverjar,“ segir Sigrún. Fjölmenningarlegt samfélag Í Sandgerði búa rétt rúmlega 1600 manns frá 14 þjóðlöndum. Eins og nærri má geta eru flestir af íslenskum uppruna eða 84% og um 12% eru af pólskum uppruna, 4% íbúanna koma frá Þýskalandi (6), Danmörku (18), Noregi (1), Írlandi (2), Litháen (4), Lettlandi (1), Slóvakíu (1), Portúgal (8), Bandaríkjunum (3), Tælandi (13), Filippseyjum (4) og Nígeríu (1). „Íbúa- samsetningin sýnir okkur að hér er fjöl- menningarlegt samfélag, þ.e. hér býr fólk af ólíkum uppruna, með ólíka siði, hefðir, menningu og tungumál. Það er mikilvægt að við mætum hvert öðru á jafnréttisgrundvelli og berum virðingu fyrir því sem greinir okkur hvert frá öðru. Við viljum auðvitað að allir fái að njóta sín í samfélaginu og í skólanum er leitast við að veita nemendum innsýn í fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn nemenda,“ segir Sigrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.