Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 4
Allsherjaratkvæðagreiðsla Tillögur uppstillingarnefndar og stjórnar Verkalýðsfélagsins Hlífar um stjórn, skoðunarmenn reikninga, stjórn sjúkrasjóðs og stjórn orlofsheimilasjóða félags- ins fyrir árið 2018, liggja frammi á skrifstofu Hlífar frá og með 11. janúar 2018. Kosið er samkvæmt A-lið 22. gr. laga Hlífar í eftirtaldar stöður: 1. Formann, ritari og tvo meðstjórnendur til tveggja ára 2. Tvo varamenn í stjórn til tveggja ára 3. Tvo félagslega skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs. 4. Stjórn sjúkrasjóðs, formann, varaformann og ritara til eins árs og jafn marga til vara. 5. Stjórn orlofsheimilasjóðs, formann, varaformann og ritara til eins árs og jafn marga til vara. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 19. janúar 2018 og er þá framboðsfrestur útrunninn. Til þess að bera fram lista þarf skrifleg meðmæli eða stuðning 1/10 hluta fullgildra félagsmanna þó ekki fleiri en 250. Kjörstjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar Fangelsismál Dómsmálaráðherra hefur synjað Barry Van Tuijl, alvarlega líkamlega fötluðum fanga, um náðun. Barry missti fótlegg í umferðarslysi og notar gervifót, en vegna tíðra sýk­ inga í stúfnum þarf hann oft að notast við hjólastól. Hann afplánar nú átta og hálfs árs langan fangelsisdóm á Kvía­ bryggju. Íslensk fangelsi eru illa í stakk búin til að vista fanga með fötlun á borð við þá sem Barry er með. Aðgengi fyrir hjólastóla er ekki fyrir hendi og stigar og tröppur hamla mjög för Barrys. „Það er hvergi í fangelsiskerfinu gert ráð fyrir fötluðu fólki,“ segir Barry og furðar sig mjög á þeim aðbúnaði sem honum er boðið upp á. Hann seg­ ist hafa skoðað löggjöfina bæði hér á landi og sam­ kvæmt dómafordæmum Mannréttindadómstóls Evrópu og er sannfærður um að lagaleg réttindi hans hafi verið þver­ brotin. Einfættur fangi fær ekki náðun Fangelsið Kvíabryggja er illa búið fyrir alvarlega fatlaða fanga eins og Barry Van Tuijl. FréTTaBlaðið/PjeTur Barry Von Tuijl, refsifangi á Kvía- bryggju, missti fótlegg í slysi og er ósáttur við aðbúnað í íslenskum fangelsum. Forsendur synjunarinnar Tillaga Náðunarnefndar: Nefndin telur það meginreglu að refsingum beri að fullnægja eftir efni þeirra og að náðun komi aðeins til greina í sérstökum undan- tekningartilvikum, þar sem sterk rök mæli með því að fella refsingu niður með náðun, t.d. ef talin er hætta á að fullnusta hennar komi til með að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir velferð dómþola. Nefndin telur að ekki séu nægileg rök til að mæla með náðun á grundvelli þeirra gagna sem fram hafa komið. Hún telur því að ekki séu fram komin næg rök til að mæla með að Barry Van Tuijl verði veitt náðun af eftirstöðvum 8 ára og 6 mánaða fangelsisrefsingar. Niðurstaða ráðherra: Með vísan til þess sem greinir í framanritaðri til- lögu náðunarnefndar og til þess er fram kemur í fyrirliggjandi gögnum málsins hefur dómsmála- ráðherra ákveðið að hafna fyrrgreindri beiðni um náðun. Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráð- herra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvar- legar afleiðingar fyrir velferð fanga.   Aðspurður segist Páll Winkel, for­ stjóri Fangelsismálastofnunar, ekki geta tjáð sig um einstök mál. „En það er alveg ljóst að húsnæði opnu fang­ elsanna á Sogni og Kvíabryggju var ekki hannað með þarfir mikið líkam­ legra fatlaðra fanga í huga,“ segir Páll. Þá er ljóst að Barry hefur ekki raun­ hæfan kost á að afplána eftirstöðvar dóms síns á áfangaheimilinu Vernd, en hann á rétt á að fara á Vernd 18. janúar næstkomandi. Hús Verndar er hins vegar á þremur hæðum og engin lyfta er í húsinu. Af umsókn Barrys um náðun er að skilja að for­ svarsmenn Verndar treysti sér ekki til að fá Barry til sín. Þá kemur fram í umsókninni um náðun að vegna fötlunar hans og erlends þjóðernis sé ólíklegt að hann geti aflað sér lífs­ viður væris sem er nauðsynlegt öllum sem fá að ljúka afplánun sinni á Vernd. Fötlun Barrys er kostnaðarsöm enda þarf hann hann á mikilli stoð­ tækjaþjónustu að halda en hann er ekki sjúkratryggður hér á landi og hefur heilsu hans hrakað mjög í fang­ elsisvistinni. Þá á Barry ekki rétt á örorkubótum á Íslandi og er heldur ekki tryggður fyrir þeim kostnaði sem hlýst af fötlun hans. Hann er heldur ekki tryggður í hollenska sjúkratrygg­ ingakerfinu meðan hann afplánar dóm hér á landi. Annar möguleiki Barrys gæti verið að ljúka afplánun í Hollandi en þarlendar reglur gera hins vegar ekki ráð fyrir því að hann geti fengið reynslulausn eftir helming afplánunar líkt og íslenskar reglur heimila í hans tilviki. Barry þarf því að velja á milli þess að afplána í heima­ landi sínu með þeirri þjónustu sem hann gæti fengið þar eða afplána við lakari kost hér á landi en eiga þó kost á reynslulausn mun fyrr en ella. Í umsókn Barrys um náðun kemur fram að hegðun hans í fangelsinu hafi verið til fyrirmyndar og samfangar hans leiti mikið til hans eftir ráðum og sálgæslu og hann hafi lagt sig fram um að byggja unga afplánunarfanga upp andlega, aðstoðað þá við nám og verið til staðar í andlegum erfiðleikum þeirra. Um þetta geti fangaverðir á Kvíabryggju vitnað. Í svari náðunarnefndar segir að náðun komi aðeins til greina í sér­ stökum undantekningartilvikum, til dæmis ef hætta er á að fullnusta dóms geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir velferð dómþola. Nefndin telur þó fötlun og aðstæður Barrys ekki nægileg rök fyrir því að veita honum náðun. adalheidur@frettabladid.is stjórnmál „Þá bara tökum við þann slag,“ segir Vilhjálmur Bjarna­ son, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni, og svarar að það verði engin fyrirstaða að þurfa að flytja til Reykjavíkur fari svo að hann hreppi oddvitasæti flokksins fyrir sveitarstjórnarkosn­ ingarnar 26. maí næstkomandi. Vil­ hjálmur er sem kunnugt er búsettur í Garðabæ og einn af þekktustu íbúum bæjarins eftir vasklega fram­ göngu fyrir hans hönd í Útsvari. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna yrði Vilhjálmur að flytjast búferlum til Reykjavíkur, að minnsta kosti þremur vikum fyrir kosningarnar. „Ég er í Reykjavík fjórtán til sextán klukkutíma á dag og legg mig stund­ um í Garðabæ í sex til átta tíma. Mér finnst þetta smáatriði miðað við vandamál borgarinnar.“ – smj Ætlar að flytja nái hann kjöri Heilbrigðismál Tuttugu rúm á Landspítalanum hafa verið tekin úr notkun nýverið vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkra­ liðum, segir Jón Magnús Kristjáns­ son, bráðalæknir á Landspítalanum. Greint var frá því á síðasta ári að um 500 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Að auki vantar fjölda sjúkra­ liða. Jón Magnús segir vandann sífellt vera að aukast. „Síðast var sex rúmum lokað á hjartadeildinni núna í desember og við finnum mikið fyrir því þegar kemur að inn­ lögnum sjúklinga. Það er að mynd­ ast mjög alvarlegt ástand,“ segir Jón. Hann segir þessi 20 legupláss bætast við þá hundrað eldri einstaklinga sem hafa lokið sérhæfðri sjúkrahús­ meðferð en bíða eftir því að komast að á dvalarheimilum og hjúkrunar­ heimilum. „Þannig að í raun og veru erum við með um 120 færri sjúkrahús­ rúm en við þyrftum að vera. Þetta er á bilinu ¼ til � af öllum sjúkra­ rúmum spítalans. Þarna verður vítahringur sem verður verri og verri nema að stjórnvöld grípi inn í,“ segir hann. Niðurstaðan sé lengri legutími sjúklinga og hins vegar aukið álag á starfsfólk sem leiðir aftur til þess að fleiri hætta störfum. „Þannig að starfsmannaveltan verður meiri og það verður enn þá erfiðara að manna þau rúm sem eftir eru.“ – jhh Tuttugu sjúkrarúm tekin úr notkun jón M. Kristjánsson segir útlit fyrir mjög alvarlegt ástand. FréTTaBlaðið/aNToN Viðskipti Verslunarfyrirtækið Hagar var rekið með 401 milljónar króna hagnaði frá septemberbyrjun til loka nóvember í fyrra. Sömu mánuði 2016 var fyrirtækið rekið með 874 milljóna króna hagnaði. Samkvæmt árshlutareikningi sem Hagar birtu í gær nam rekstrarhagn­ aður fyrir afskriftir (EBITDA) 894 milljónum samanborið við 1.398 milljónir árið á undan. Þegar níu mánaða tímabilið frá 1. mars er skoðað dróst afkoman saman um 1.306 milljónir eða 29 prósent. Velt­ an minnkaði um 5,2 prósent. – hg Hagnaður Haga dregst saman Vilhjálmur Bjarnason. Dómsmál Ökumanni hjólabáts hefði verið mögulegt að afstýra banaslysi við Jökulsárlón, sem varð í ágúst 2015, hefði hann sýnt af sér meiri aðgát við stjórnun bátsins. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í fyrradag. Fyrir dómi bar maðurinn því við að hann hefði ekki getað sýnt af sér meiri aðgát við stjórnun bátsins. Bakkmyndavél hafi verið biluð og hann hafi treyst á annan starfsmann ferðaþjónustufyrir­ tækis síns til að vera augu sín og eyru varðandi það sem gerðist fyrir aftan bátinn. Þá hafi hávaði frá þyrlu, sem var að lenda skammt frá slysstað, gert honum erfitt um vik að heyra það sem fram fór. Að mati dómara málsins gaf nærvera og hávaði þyrlunnar ástæðu til að sýna enn meiri aðgát. Bátnum var ekið um 50 metra leið áður en slysið varð og hefði öku­ maðurinn getað stöðvað reglulega til að kanna nærumhverfi bátsins. Þá hefði einnig verið unnt að biðja samstarfsmann um að vakta svæð­ ið betur í ljósi þess að myndavélin var biluð. Þrátt fyrir að erfiðar aðstæður leystu ökumanninn ekki undan ábyrgð voru þær metnar honum til refsimildunar. Þá var einnig litið til þess að hann var ungur að árum á slysdag og að hann hafi tekið atvikið mjög nærri sér. Var refsing hans því skilorðsbundin. – jóe Hefði getað sýnt af sér meiri aðgát með því að stoppa reglulega Slysið varð á plani við jökulsárlón í ágúst 2015. FréTTaBlaðið/Valli 1 2 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö s t U D a g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 9 -2 A E 0 1 E B 9 -2 9 A 4 1 E B 9 -2 8 6 8 1 E B 9 -2 7 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.