Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 0 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 1 2 . j a n ú a r 2 0 1 8 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Lilja Alfreðsdóttir skrifar um eflingu iðnnáms. 12 Menning Sex lista- menn standa að sýningunni Myrkraverk sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun. 26 plús 2 sérblöð l Fólk l  veganúar *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Ókeypis kynningartími Ókeypis kynningartími • 17. janúar skráning á dale.is Copyright © 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. dcc_Ad_121817_iceland saMFélag „Þetta veldur mér mikl- um áhyggjum. Ég hugsa um þetta á hverjum degi,“ segir Rebekka Júlía Magnúsdóttir, íbúi í Laugarnesi, sem ekki kemur dóttur sinni að hjá dagforeldri. Hún hefur frá því á meðgöngunni leitað að dagforeldri en fæðingarorlofi hennar lýkur eftir næsta mánuð. Samkvæmt skóla- og frístunda- sviði Reykjavíkurborgar er staðan „erfið“. Þangað hringi foreldrar í vanda í miklum mæli.  Erfið- leikar við mönnun á leikskólum borgarinnar hafi tafið fyrir inn- töku barna á leikskóla og það ýti undir vandann. Því eru afar fá, ef einhver, pláss laus. Dagforeldrum í Reykjavík hefur fækkað úr 170 í 140 á tveimur árum. Að sögn leitandi foreldra er um neyðarástand að ræða. Rebekka segir ómögulegt að komast að nema þekkja til einhvers. Það sé dagforeldrum í sjálfsvald sett hvaða börn þeir taki inn. „Ég er búin að hringja út um allt og taldi mig vera á biðlistum. En það eru engir bið- listar. Það er ekkert kerfi. Þegar ég hringdi aftur í desember kannaðist enginn við mig.“ 300 manns skráðu sig á einum degi í nýjan Facebook-hóp fyrir fólk í leit að dagforeldrum. Rebekka segir hugsanlegt að brúa bilið í tvo mánuði með sumarfríum þeirra foreldranna. En það leysi ekki vandann. „Ég veit ekki hvað ég ætti þá að gera við eldri stelpuna í júlí.“ Að henni hefur hvarflað að segja upp vinnunni en hún segir að það gangi ekki upp. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, er starf- andi dagmóðir. Ellefu börn eru á biðlista hjá henni og sennilega kemst ekkert þeirra að. Hún segir að þessi mikli vandi sé nýtilkom- inn, hún hafi til að mynda ekki verið með fullt hjá sér fyrr en í nóvember. Manneklu á leikskólum borgarinnar sé um að kenna en hún nefnir einnig að margir for- eldrar sæki um með engum fyrir- vara. „En þetta stoppar hjá leik- skólunum,“ segir hún. – bg Neyðarástand hjá foreldrum ungra barna Langir biðlistar hjá dagforeldrum setja foreldra í mikinn vanda. Fækkun í stéttinni og manneklu hjá leikskólum um að kenna. Móðir og íbúi í Laugarnesi í Reykjavík hefur íhugað að segja upp vinnunni. Ég er búin að hringja út um allt og taldi mig vera á biðlistum. En það eru engir biðlistar. Það er ekkert kerfi. Þegar ég hringdi aftur í desember kannaðist enginn við mig. Rebekka Júlía Magnúsdóttir Liðsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta æfðu sig í gær fyrir komandi átök á EM í Króatíu. Þar mæta strákarnir okkar skemmtilegu liði Svía í fyrsta leik klukkan 17.15. Sjá síðu 16. Fréttablaðið/Ernir Mannréttindi Tæp 77 prósent nemenda við Háskóla Íslands hafa annaðhvort mjög eða frekar jákvætt viðhorf til dánaraðstoðar. Aðeins voru um fimm prósent frekar eða mjög neikvæð. Þetta kemur fram í nýrri íslenskri  rannsókn Súsönnu R. Sæbergsdóttur, sem kannaði við- horf til líknardráps og aðstoðar við sjálfsvíg í meistararitgerð sinni í félagsráðgjöf. Þátttakendur voru einnig spurðir hvort þeir vildu eiga kost á því að óska eftir slíkri aðstoð læknis ef kæmi upp sú staða að þeir greind- ust með ólæknandi sjúkdóm og upplifðu miklar þjáningar. Tæp 93 prósent þátttakenda vilja eiga kost á því, í stað þess að þjást og deyja af völdum sjúkdómsins. Þátttakend- um fannst mikilvægt að sjúklingur- inn óskaði sjálfur eftir aðstoðinni. Ekki var um jafn mikinn stuðning að ræða þegar spurt var um aðstoð við sjálfsvíg en tæp 45 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. – la / sjá síðu 8 Tæp 77% styðja líknardráp lÍFið Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona sem ætlar í ófrjósemis aðgerð síðar í þessum mánuði. Ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. „Þetta er einfaldasta leiðin til að koma í veg fyrir b a r n e i g n i r , “ s e g i r Tinna og bætir við að hún hafi lengi vitað að barneignir yrðu aldrei á dagskrá. Hún kveðst hafa fengið nokkuð góð viðbrögð frá fólki þegar hún greindi frá ákvörðuninni í blogg- færslu. „Konur hafa val og mega hafa þetta val,“ segir Tinna. – gha / sjá síðu 34 Barnlaus og vill verða ófrjó tinna Haraldsdóttir hefur bloggað um ákvörðun sína um að fara í ófrjó- semisaðgerð. 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B 9 -1 2 3 0 1 E B 9 -1 0 F 4 1 E B 9 -0 F B 8 1 E B 9 -0 E 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.