Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 16
Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann 0-6 stórsigur á slöku úrvalsliði Indónesíu í afar skrautleg- um leik í Yogyakarta í gær. Aðstæður voru afar erfiðar, sérstaklega í seinni hálfleik þegar völlurinn var eins og mýri. Þá þurfti að gera hlé á leiknum í seinni hálfleik vegna þrumuveðurs. Íslensku strákarnir létu aðstæð- urnar ekki á sig fá og gerðu það besta úr hlutunum. Staðan í hálfleik var 0-1, Íslandi í vil. Andri Rúnar Bjarnason skoraði markið með bakfallsspyrnu eftir hálftíma leik. Sautján mínútum áður hafði mark- vörður Indónesíu varið vítaspyrnu frá honum. Í seinni hálfleik opnuðust allar flóðgáttir. Kristján Flóki Finnboga- son kom Íslandi í 0-2 strax í upp- hafi seinni hálfleiks og eftir hléið sem þurfti að gera á leiknum komu mörkin á færibandi. Óttar Magnús Karlsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson komust allir á blað. Þess má geta að allir sex marka- skorarar Íslands í leiknum voru að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Besti leikmaður vallarins var samt Albert Guðmundsson sem lék sinn annan landsleik í gær. Hann lagði upp fjögur síðustu mörk Íslands, átti stóran þátt í því fyrsta og fiskaði víta- spyrnuna sem Andri Rúnar klúðraði. Ísland mætir U-23 ára liði Indó- nesíu í Djakarta á sunnudaginn. – iþs Flóðgáttirnar opnuðust í seinni hálfleik Handbolti Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalands- liðsins, er kominn aftur á upphafs- reitinn, þar sem langur og glæsilegur ferill hans á stórmótum hófst. Guð- jón Valur var tvítugur leikmaður KA þegar Þorbjörn Jensson valdi hann í íslenska landsliðshópinn fyrir EM í Króatíu árið 2000. EM, sem hefst í dag, fer einnig fram í Króatíu að þessu sinni. Og það er 21. stórmót Guðjóns Vals. Geri aðrir betur. „Mér finnst ekkert sérstakt að koma hingað aftur því ég hef oft spilað hérna með mínum félagsliðum í Meistaradeildinni. En þegar maður horfir til baka og hversu langyngstur ég var þá, það setur þetta í annað samhengi. Manni finnst maður ekki vera kominn á síðustu metrana. Ég er bara þakklátur og glaður að fá að vera hérna,“ sagði Guðjón Valur sem finnur alltaf fyrir fiðringi fyrir fyrsta leik á stórmóti. „Í hvert einasta skipti. Það er engin lygi. Hugsunin sem þú verður að temja þér er að það er bara næsti Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi 17.15 Svíþjóð - Ísland A-riðill 19.30 Króatía - Serbía A-riðill 17.15 H-Rússl. - Austurríki B-riðill 19.30 Frakkland - Noregur B-riðill EM-dagskráin Heimsmethafinn Guð- jón Valur Sigurðsson er á sínu 21. stórmóti á löngum og glæsi- legum ferli. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik sem er gegn skemmtilegu liði Svía. Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson hafa marga fjöruna sopið. Arnór er á sínu 13. stórmóti og Guðjón Valur á sínu 21. stórmóti. FRéttAblAðið/ERNiR Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið markahæstur í íslenska liðinu á sjö stór- mótum í röð, eða frá EM 2012 sem fór fram í Serbíu. FRéttAblAðið/ERNiR dagur sem telur. Það sem maður gerði fyrir einhverjum árum, og í mínu til- felli áratugum, hjálpar manni ekki.“ Guðjón Valur er sem kunnugt er nýbakaður heimsmethafi. Í vináttu- leiknum gegn Þýskalandi á sunnu- daginn skoraði hann sitt 1.798 lands- liðsmark. Hann sló þar með met Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk skoruð frá upphafi. „Ég er rosalega feginn að þetta sé búið,“ sagði Guðjón Valur. „Blaða- menn eru búnir að vera duglegir að halda þessu að manni og auðvitað er maður stoltur að eiga möguleika á að slá met. Það sem gleður mann enn meira eru viðbrögð strákanna. Við vorum mikið undir gegn Þýskalandi en þeir stóðu upp og samglöddust manni. Ég fæ enn gæsahúð að hugsa um það.“ Svíar eru andstæðingar Íslendinga í fyrsta leik á EM. Þjálfari þeirra er Kristján Andrésson, fyrrverandi sam- herji Guðjóns Vals í íslenska lands- liðinu. Kristján tók við sænska liðinu haustið 2016 og undir hans stjórn endaði það í 6. sæti á HM 2017. „Hann er búinn að standa sig frá- bærlega sem þjálfari og gera merki- lega hluti með þetta lið,“ sagði Guð- jón Valur. „Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem þekkja til þessa liðs en ungu strákarnir þeirra eru að fara í topplið í Þýskalandi. Þetta eru góðir handboltamenn og með þjálfara sem hefur gert mjög skemmtilegt lið úr þessu,“ sagði landsliðsfyrirliðinn sem deilir stöðu vinstri hornamanns hjá Rhein-Neck- ar Löwen með sænska ungstirninu Jerry Tollbring. Þrátt fyrir að árangurinn gegn Svíum hafi verið misjafn í gegnum tíðina segir Guðjón Valur alltaf skemmtilegt að spila á móti þeim. „Það er ótrúlega gaman fyrir okkur Íslendinga að spila við Svía, Norð- menn og Dani. Það var alltaf þessi Svíagrýla en svo tókst okkur að leggja hana. Það eru hæðir og lægðir í þessu og þeir eru núna á hraðri uppleið eftir nokkur mögur ár. Það verður gaman að eiga við þá. Ég hlakka mikið til,“ sagði Guðjón Valur að lokum. ingvithor@frettabladid.is Manni finnst maður ekki vera kominn á síðustu metrana. Guðjón Valur Sigurðsson Maltbikar kvenna, undanúrslit Skallagr. - Njarðvík 75-78 Skallagrímur: Ziomora Morrison 25/15 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 17, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/9 fráköst, Jeanne Sicat 5, Heiðrún Harpa Ríkharðsdottir 5, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3, Bríet Lilja Sigurðardóttir 1. Njarðvík: Shalonda Winton 31/15 frá- köst, Hrund Skúladóttir 14, Erna Freydís Traustadóttir 11, María Jónsdóttir 9, Björk Gunnarsdóttir 6/8 fráköst/7 stoðs., Heiða Björg Valdimarsdóttir 6, Karen Dögg Vil- hjálmsdóttir 1. Keflavík - Snæfell 83-81 Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 15, Embla Kristínardóttir 9, Thelma Dís Ágústsdóttir 8, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/8 fráköst, Kamilla Sól Vikt- orsdóttir 4, Irena Sól Jónsdóttir 2 Snæfell: Kristen McCarthy 40/18 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 26, Rebekka Rán Karlsdóttir 6, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Sara Diljá Sigurðardóttir 1. Úrslitaleikurinn fer fram klukkan 16:30 á laugardaginn. ARON VERðUR MEð Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu gegn því sænska í dag. Aron meiddist í baki fyrir seinni vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi um helgina og á tímabili var óvíst hvort hann myndi ná sér í tæka tíð. „Það tók einhverja 72 tíma að laga þetta. Ég er alveg klár. Þetta er ekkert sem var að plaga mig áður en ég kom en ég fékk tak út í Þýskalandi. Það er gott að þetta er búið.“ Aron missti af síðasta stórmóti vegna nárameiðsla. 1 2 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö S t U d a G U r16 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 9 -2 1 0 0 1 E B 9 -1 F C 4 1 E B 9 -1 E 8 8 1 E B 9 -1 D 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.