Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ólíklegt er að þar verði hægt að sækja fjár­ muni sem einhverju máli skipta nema þá að stjórnin gangi á sama tíma gegn eigin stjórnar­ sáttmála. Senuþjófurinn Viðar Viðar Guðjohnsen, einn fimm frambjóðenda í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins, er strax orð- inn frekur til fjörsins í baráttunni og stal kastljósinu í gær. Félagarnir Frosti Logason og Máni Pétursson áttu hressilegt spjall við hann í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem frambjóðandinn sló hvergi af. Hann boðaði harðlínu- stefnu sína af slíkri einurð og festu að netmiðlarnir stukku til í kjöl- farið og greindu frá því geggjaðasta sem Viðar hafði fram að færa. Viðar fékk því veglega kynningu. Hvort hún er góð eða slæm er allt önnur saga en af athugasemdum netmiðlanna er ljóst að skoðanir hans fara öfugt ofan í fjöldann. Eyþór öflugur í netkosningu Útvarp Saga er með daglegar net- kosningar á heimasíðu sinni. Þar eru þær að vísu kallaðar „skoðana- kannanir“ þrátt fyrir að vera eins óvísindalegar og hugsast getur. Í gær var spurt hvern fólk vildi sjá leiða lista Sjálfstæðismanna í borginni. Eyþór Arnalds kom best út með 43,89%. Á eftir honum kom Áslaug Friðriksdóttir með 21,67%. Sjálfur Viðar Guðjohn- sen fékk 18,33% sem má teljast nokkuð gott þar sem hann nýtur takmarkaðrar hylli hlustenda stöðvarinnar. Vilhjálmur Bjarna- son fylgir Viðari eftir með 10,56% en Kjartan Magnússon rekur lestina með 6,67% sem sætir nokk- urri furðu þar sem hann er tíður aufúsugestur í síðdegisþættinum á stöðinni. thorarinn@frettabladid.is Ríkisstjórnin hefur boðað að taka veiðigjöldin til endurskoðunar á árinu með það að markmiði að lækka þau á lítil og meðalstór fyrirtæki. For-sætisráðherra hefur hins vegar á móti sagt að til greina komi að gjöldin verði hækkuð á „stóru“ útgerðirnar. Ólíklegt er að þar verði hægt að sækja fjármuni sem einhverju máli skipta í stóra samhenginu nema þá að stjórnin gangi á sama tíma gegn eigin stjórnarsáttmála þar sem meðal annars segir að tryggja þurfi „samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum“. Ekki er um það deilt að framlegð í sjávarútvegi var með eindæmum góð fyrstu árin eftir fall fjármálakerfisins 2008. Góð afkoma gaf atvinnugreininni færi á að greiða hratt niður skuldir og styrkja eiginfjárstöðu sína og þann- ig gera fyrirtækjum kleift að ráðast síðar í nauðsynlegar fjárfestingar. Ytri þættir hjálpuðu einkum til. Raungengið var sögulega lágt og afurðaverð á mörkuðum hátt. Núna hefur staðan sumpart snúist við. Gengið og laun hafa hvort tveggja hækkað mikið sem hefur þýtt að launakostnaður fyrirtækja hérlendis, mældur í sömu mynt, hefur aukist um fjörutíu prósent meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands frá 2015. Sú þróun hefur þýtt lakari afkomu og þverrandi samkeppnishæfni sjávarútvegsfyrirtækja. Arðsemi eigna í sjávarútvegi var um þrettán prósent 2016 og hafði þá helmingast á fjórum árum, eins og greint var frá í Markaðnum í vikunni. Þótt arðsemin hafi dregist mikið saman þá er hún nokkru meiri en almennt í atvinnu- lífinu enda þótt sumar atvinnugreinar, svo sem ferðaþjón- ustan og smásala, séu að skila svipaðri arðsemi. Allt bendir til að arðsemi í sjávarútvegi hafi lækkað enn frekar á liðnu ári samhliða versnandi rekstrarskilyrðum. Útlit er fyrir að veiðigjöld á sjávarútvegsfyrirtæki meira en tvöfaldist á núverandi fiskveiðiári og verði um tíu til tólf milljarðar. Þegar við bætist 20 prósenta tekjuskattur þá eru horfur á því að nærri 60 prósent af hagnaði greinarinnar fari til greiðslu opinberra gjalda en til samanburðar var hlutfallið um og yfir 40 prósent 2013 til 2016. Hjá mörgum fyrirtækjum eru veiðigjöldin orðin næststærsti kostnaðar- liðurinn á eftir launakostnaði. Gjaldtakan mun í óbreyttri mynd bitna hvað harðast á litlum og meðalstórum fyrir- tækjum, sem verða þá tekin yfir af þeim stærri, og þannig hraða þeirri samþjöppun sem þegar hefur orðið. Þótt sú þróun sé í sjálfu sér æskileg – og raunar mætti ganga lengra í þeim efnum með því að afnema eða hækka svonefnt kvótaþak – þá mun þessi sértæka skattlagning einnig hafa það í för með sér að draga úr fjárfestingagetu en ráðgjafar- fyrirtækið Deloitte hefur talið að fjárfestingaþörf í sjávar- útvegi sé um 20 milljarðar á ári. Afleiðingin yrði veikari samkeppnisstaða á erlendum mörkuðum. Oft vill gleymast að sjávarútvegurinn er besta dæmið – og í raun það eina – um atvinnugrein hérlendis sem hefur tekist að ná mikilli framleiðni vinnuafls og fjárfestingar. Þar kemur margt til. Hagkvæmt fyrirkomulag fiskveiða hefur hins vegar ekki síst skipt sköpum fyrir þá staðreynd að í alþjóðlegum samanburði er ekkert ríki í heiminum sem stenst samanburð við Ísland þegar kemur að verðmætasköpun í sjávarútvegi með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir þjóðarbúið. Vonandi ber núverandi ríkisstjórn gæfu til að skilja heildarmyndina þannig að íslenskur sjávarútvegur verði eftir sem áður í fremstu röð. Heildarmyndin Tæknibyltingin er í senn mikið tækifæri fyrir sam-félög en um leið áskorun. Þess er krafist af okkur að við tileinkum okkur ákveðna færni til að leysa vandamál á nýjan hátt og með skilvirkari leiðum en við þekkjum fyrir. Þess vegna er brýnt að menntakerfið okkar sé í fremstu röð til að geta sýnt þá framsýni sem nauðsynlegt er til að styrkja samkeppnishæfni þjóðar- innar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að efla eigi iðn-, verk- og starfsnám í þágu fjöl- breytni og öflugra samfélags og til að takast á við þær breytingar sem eru fram undan á vinnumarkaðnum. Stefna hefur verið mörkuð í þessum tilgangi og má skipta henni upp í þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi er horft til uppbyggingar náms og hvernig megi efla það. Í öðru lagi á að styrkja allt utanumhald með verk- og starfsþjálfun. Í þriðja lagi á að bæta og einfalda aðgengi nemenda að verk- og starfsnámi. Rafræn ferilbók er mikilvægur liður í því að einfalda utanumhald og auka gæði í verk- og starfsþjálfun. Raf- ræn ferilbók er hugbúnaður sem leysir af hólmi feril- bækur í pappírsformi. Ávinningurinn af því að innleiða rafræna ferilbók er mikill. Fyrir nemendur, þá mun hún auka fjölbreytni náms og námsmats í starfsþjálfun. Ferilbókin á að tryggja að nemandinn fái þjálfun í þeim verkþáttum sem hæfnikröfur gera ráð fyrir. Að auki mun þetta styrkja réttindi starfsnámsnemenda, þar sem ætlunin er að nemasamningar verði vistaðir í ferilbókinni. Fyrir atvinnulífið, er ábatinn sá að sam- skiptin við skólakerfið verða skilvirkari og einfaldari. Þetta mun auka gæði námsins, þar sem nemandinn fær viðeigandi þjálfun í öllum hæfniþáttum. Útkoman verður öflugra nám, sem styrkir atvinnulífið og fjölgar iðnmenntuðum í landinu. Til að innleiðing rafrænnar ferilbókar takist sem best þarf að koma til samstillt átak atvinnulífs, ráðuneytis og skóla. Þessi aðgerð endurspeglar tækniþróun og nýsköpun hjá hinu opinbera. Það er ánægjulegt að veita þessu máli brautargengi, þar sem þetta er í sam- ræmi við það markmið stjórnvalda að efla iðnnám í landinu. Efling iðnnáms Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmála- ráðherra Útkoman verður öflugra nám, sem styrkir atvinnulífið og fjölgar iðnmennt­ uðum í landinu. 1 2 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U r12 S k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 9 -3 9 B 0 1 E B 9 -3 8 7 4 1 E B 9 -3 7 3 8 1 E B 9 -3 5 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.