Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 22
Elín Albertsdóttir elin@365.is Ulla Breth Knudsen, yfir-læknir á sjúkrahúsinu í Horsens, segir að pör ættu að skipuleggja barneignir og reyna að eignast sitt fyrsta barn áður en konan verður þrítug, sérstaklega ef parið íhugar að eignast fleiri börn. Það er þó ekki einungis aldur kvenna sem skiptir máli í sam- bandi við vandamál við getnað. Rannsóknir sýna að sæðisgæði karla eru almennt lakari en áður. Samkvæmt stórri alþjóðlegri rannsókn sem gerð var af Human Reproduction Update minnkuðu gæði sæðis hjá karlmönnum um nær helming á árunum 1973-2011. Karlar sem mælast með lélegt sæði geta bætt gæði þess með því að létta sig, séu þeir of þungir, æfa meira, hætta reykingum og minnka áfengisdrykkju, að því er Tine Kold Jensen prófessor greinir frá á vef Jyllands Posten. Hvenær fór mamma á breytingaskeiðið? Misjafnt er hvenær konur fá tíða- hvörf en eftir það geta þær ekki búist við frekari barneignum. Konur ættu að líta til mæðra sinna og spyrja hvenær tíðahvörfin hóf- ust hjá þeim. Oft fara dæturnar á svipuðum tíma á breytingaskeiðið, segir Ulla Breth við TV2 á Austur- Jótlandi og Jyllands Posten greinir einnig frá. „Ef kona fer á breytinga- skeiðið upp úr fimmtugu má búast við að erfitt geti verið fyrir hana að verða barnshafandi með sitt fyrsta barn um 35 ára aldurinn. Í Danmörku er ein af hverjum tíu konum sem getur aldrei fætt barn eða eignast færri börn en óskað er eftir. Vandræði við barneignir Snorri Einarsson, kvensjúkdóma- og fæðingalæknir hjá IVF-klínik Reykjavík, segir að ástandið hér á landi sé mjög svipað og hjá öðrum norrænum þjóðum. Þó fæði íslenskar konur sitt fyrsta barn að meðaltali tveimur árum yngri en stallsystur þeirra á Norðurlöndum að. „Almennt talið hefur lífsmynst- ur fólks breyst og meðalaldur kvenna við fyrsta barnsburð hefur verið að skríða upp á við á undan- förnum árum í öllum vestrænum löndum,“ segir Snorri. „Það hefur því aukist að konur lendi í vand- ræðum vegna þess að barneignir fara of seint af stað. Ekki hafa verið gerðar sérstakar rannsóknir hér á landi á ástæðu þess að konur eru eldri að eiga börn í dag en áður tíðkaðist. Hins vegar vitum við að þetta er lífsval, fólk vill koma undir sig fótunum, mennta sig, ferðast og njóta lífsins áður en til barneigna kemur. Sann- leikurinn er sá að ef kona ætlar að eignast þrjú börn og ekki treysta 90% á glasafrjóvgun þá þarf hún að ala fyrsta barnið um 23 ára aldur. Það er mikilvægt að kenna ungum stúlkum í grunnskóla að forðast þungun en það er jafnmik- ilvægt að segja stúlkum um tvítugt að þær geti lent í vandræðum ef þær ætla að eignast sitt fyrsta barn eftir þrítugt. Frjósemin minnkar hægt frá 30-35 ára en eftir þann aldur fer hún hratt niður. Talið er að frjósemi minnki um 3-4% á ári eftir 35 ára aldur. Eftir fertugt getur reynst mjög erfitt fyrir konu að verða þunguð. Á þeim aldri getur frjósemin verið komin vel undir 10% í hverjum tíðahring,“ segir Snorri. Einfalt að gefa egg „Við finnum fyrir fjölgun kvenna í glasafrjóvgun þegar þær eru komnar um og yfir fertugt. Á þeim aldri þurfa þær að vera opnar fyrir öðrum valkostum líka, eins og gjafaeggi eða ættleiðingu. Það væri reyndar óskandi ef fleiri íslenskar konur væru tilbúnar að gefa egg. Mörg íslensk pör eiga í vandræð- um og það er mikil eftirspurn eftir gjafaeggjum. Það er einfalt að gefa egg og miklu einfaldara en margar konur halda. Við finnum að það skortir vitneskju varðandi eggja- gjöf í þjóðfélaginu,“ segir Snorri. Þegar Snorri er spurður um lélegra sæði hjá karlmönnum kannast hann við það vandamál. „Rannsóknir sýna að gæðin hafa minnkað og lífsstíll fólks er þar samhangandi. Tóbaksreykingar og dagleg áfengisneysla, skortur á hreyfingu og miklar setur hafa neikvæð áhrif á sæðið. Líkams- ræktarhormón hafa líka neikvæð áhrif á frjósemi. Við mælum því með almennum heilbrigðum lífs- Ekki bíða með barneignir Á síðustu tíu árum hefur tæknifrjóvgun aukist um 40% í Danmörku. Á frjósemismiðstöðinni í Horsens hefur fjölgað stórlega komum hjóna og einstaklinga sem vilja eignast barn með glasa- eða tæknifrjóvgun. Læknir segir vandamálið það sama hér á landi og erfitt fyrir konur að fá egg. „Mörg íslensk pör eiga í vandræðum og það er mikil eftirspurn eftir gjafaeggjum. Það er einfalt að gefa egg og miklu einfaldara en margar konur halda,“ segir Snorri Einarsson, kven- sjúkdóma- og fæðingalæknir. Ráð sem bæta sæði: l Hætta að reykja l Minnka áfengisdrykkju l Stunda æfingar en forðast ofþjálfun l Borða hollan mat l Forðast hormónabætta fæðu og velja lífrænt l Forðast streitu og álag l Taka inn vítamín l Forðast stera stíl. Svo er það áhyggjuefni og erfitt að útskýra af hverju sæðisfram- leiðsla skuli almennt vera að dala í heiminum,“ segir Snorri Einarsson læknir. KONUR Í ATVINNULÍFINU Blaðið er unnið í samtarfi við FKA - Félag kvenna í atvinnulífinu. Daginn fyrir útgáfu blaðsins fer fram árleg viðurkenningarhátíð FKA þar sem þrjár glæsilegar konur fá sérstakar viðurkenningar fyrir að hafa verið öðrum konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Í blaðinu verða ítarleg viðtöl við allar þrjár konurnar sem hljóta FKA viðurkenningu í ár. Auk þess verður áhugavert viðtal við félags og jafnréttismálaráðherra. Öll fyrirtæki og stofnanir sem eru stolt af því að hafa jafnrétti kynjanna í hávegum stendur til boða að taka þátt í þessu blaði með auglýsingu eða umfjöllun. Fimmtudaginn 1. febrúar mun Fréttablaðið gefa út aukablaðið Nánari upplýsingar um auglýsingar og umfjallanir í blaðinu veitir Ólafur H. Hákonarson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Hægt er að senda honum póst á netfangið olafurh@frettabladid.is eða hafa samband í síma 512-5433. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 9 -5 C 4 0 1 E B 9 -5 B 0 4 1 E B 9 -5 9 C 8 1 E B 9 -5 8 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.