Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 26
Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Ég tel vera vakningu í heiminum. Við erum að berjast gegn órétt-læti hvers konar og vinna að rétt- læti og virðingu, óháð kyni, litarhætti og menningu og þá eru aðrar tegundir ekki undanskildar. Við þurfum að tala máli þeirra sem mállaus eru, dýranna, en veganismi er lífsháttur þar sem leitast er við að útiloka og forðast eftir fremsta megni hagnýtingu og ofbeldi gagnvart dýrum, hvort sem það á við um fæðu, fatnað, skemmtun eða aðra neyslu. Veganismi er mest vaxandi réttlætisbaráttuhreyfingin í heim- inum í dag,“ segir Valgerður Árna- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta á Íslandi, en samtökin standa fyrir Veganúar. Með Veganúar vilja samtökin vekja fólk til umhugs- unar um áhrif neyslu dýraafurða. „Veganúar er áskorun með það að markmiði að kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Skorað er á þátttakendur að neyta eingöngu vegan grænmetisfæðis í janúarmánuði og upplifa hversu gefandi, heilsueflandi og auðvelt það getur verið,“ útskýrir Valgerður. Veganúar er hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem hófst í Englandi í janúar 2014. SGÍ á Íslandi standa nú Vaxandi baráttuhreyfing Valgerður Árnadóttir er framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Hún gerðist vegan fyrir tveimur árum og heldur nú utan um Veganúar. Hún segir undirtektir aldrei hafa verið betri. fyrir Veganúar áskorun í þriðja skipti og meðal þess sem er á dagskrá eru fræðslufundir, málþing og kvik- myndasýning. Valgerður segir undir- tektir aldrei hafa verið betri. „Fjölmörg veitingahús og verslanir taka þátt í Veganúar í ár og við fengum t.a.m Nettó til liðs við okkur sem aðal- styrktaraðila Veganúar en þau leggja sig fram um að hafa frábært veganúr- val í verslunum sínum. Þátttaka fólks í Veganúar fer samhliða því stigvax- andi. Vegan Ísland-síðan á Facebook fór úr 2.500 manns í  rúmlega 20 þús- und manns á einungis tveimur árum. Ef við skoðum nærliggjandi lönd þá hefur grænkerum í BNA fjölgað úr 1% í 6% landsmanna á þremur árum og grænkerar í Svíþjóð eru komnir í tæplega 10% landsmanna á örfáum árum,“ útskýrir Valgerður. Vilja sjálfbært Ísland „Í Samtökum grænmetisæta á Íslandi eru nokkur hundruð manns. Fyrir utan að sjá um Veganúar standa þau fyrir fræðslufundum í skólum og stofnunum um veganisma og grænan lífsstíl. Þá hittum við stjórnmála- flokka fyrir kosningar í haust og hvöttum þá til að auka stuðning og styrki við grænmetis- og kornrækt á Íslandi með það að markmiði að gera Ísland sjálfbært og tryggja fæðuöryggi okkar en eins og er eru um 80% grænmetis sem við borðum innflutt og nánast allt korn. Það er sorglegt að nýta ekki hreina orku og hreint vatn frekar til lífrænnar ræktunar,“ segir Valgerður og hvetur fólk til þess að ganga í félagið og taka þátt í Veganúar. „Ég vil hvetja fólk fyrst og fremst til að fræðast um áhrif dýraafurða- iðnaðarins á umhverfið, heilsuna og dýrin. Við erum með ógrynni upp- lýsinga á veganuar.is. Svo mætti líka horfa á heimildarmyndarþrennuna Cow spiracy – um umhverfisáhrif dýraafurðaiðnaðarins, Forks Over Knives – um heilsusamlegan ávinn- ing plöntufæðis og síðast en ekki síst Earthlings – um aðbúnað dýra í iðnaðinum. Það er sagt að það taki okkur a.m.k. 21 dag að venja okkur á nýja hætti og fyrir þá sem vilja prófa vegan þýðir það 22 dagar á plöntufæði. Gott er að hafa í huga að veganismi er ekki heilsuátak, það er ógrynni til af vegan ruslfæði á veitingahúsum og í verslunum, borg- urum, frönskum, pitsum og alls konar girnilegu gúmmelaði sem er vegan. Við erum með yfirgripsmikinn lista með uppskriftum og yfir veitingahús á síðunni okkar,“ bendir Valgerður á. Fyrir dýrin Ástæður þess að fólk gerist vegan er ólíkar. „Sumir gera það fyrir umhverf- ið, aðrir fyrir heilsuna en flestir fyrir dýrin. Ég varð vegan vegna þess að ég er dýravinur og ég áttaði mig á því að mig langaði ekki að skaða aðrar lifandi verur að óþörfu með tilvist minni. Ég tók því þátt í Veganúar 2016 og fann hvað mér leið vel líkamlega og andlega. Ég er hraustari, orkumeiri, fæ mun sjaldnar kvef eða flensur, losnaði nánast alveg við mígreni sem var að hrjá mig svo og exem sem hefur ekki sést síðan ég varð vegan. Það eina sem mér fannst erfitt við að vera vegan voru viðbrögð annarra. Ég þurfti endalaust að útskýra þetta val mitt, lenti í rökræðum hvert sem ég fór og fékk oft niðrandi athuga- semdir. En þetta hefur mikið skánað, það vita nánast allir hvað er að vera vegan í dag og flestir taka manni vel og vilja fræðast. Í gegnum Vegan Ísland á Facebook kynntist ég öðrum veganistum og svo fjölgar hratt vinum og fjölskyldumeðlimum sem taka skrefið. Í dag er þetta ekkert mál.“ Nánari upplýsingar á veganuar.is. Valgerður Árnadóttir er dýravinur og gerðist vegan fyrir tveimur árum. mynd/Eyþór Hollusta fyrir alla Yogafood býður upp á hollan og bragðgóðan mat sem nærir alla. Grænmetis- og veganréttir, orkuríkir þeytingar og djúsar, kökur og nammilaði, allt án viðbætts sykurs og 100% glútenlaust. Við erum ávallt með gott kaffi, te og meðlæti og safa, samlokur og millibita í kælinum. Komdu við á Grensásvegi 10 og gefðu kroppinum gott að borða. YOGAFOOD • Grensásvegi 10 • www.yogafood. is • 519 2290 Hágæða jurtamjólk 100% Vegan Bragðgóð og næringarík. Lima jurtamjólkin fæst í öllum helstu matvöruverslunum. Glúteinlaus og trefjarík haframjólk 100% Vegan 100% Lífræn Enginn viðbættur sykur Bragðgóðar einar og sér Henta í alla matargerð 4 KynnInGArBLAÐ 1 2 . jA n úA r 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVEGAnúAr 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 9 -4 3 9 0 1 E B 9 -4 2 5 4 1 E B 9 -4 1 1 8 1 E B 9 -3 F D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.