Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 30
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Stuttan tíma tekur að útbúa sitt eigið hummus en galdurinn er að smakka það vel til og ná rétta bragðinu. Petrea Ingileif Guð- mundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Gló. Hjá Gló hefur ávallt verið lögð mikil áhersla á ljúffenga grænmetis- og veganrétti og er Gló leiðandi í þróun veganrétta á Íslandi. Sem dæmi má nefna að fimm vinsælustu réttir okkar á Gló á Laugavegi eru allir vegan,“ segir Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Gló, en staðurinn kynnir nýjungar á matseðli. „Nýverið tókum við matseðilinn hjá okkur alveg í gegn og hafa Solla og hennar teymi lagt nótt við dag við að setja saman nýjar skálar, hverja annarri betri. Nú þarf viðskiptavinurinn ekki lengur að hafa fyrir því að ákveða hvaða hráefnum hann vill blanda saman. Sérfræðingarnir hafa séð um það og búið til frábæra rétti með næringargildi og bragð í huga,“ segir Petrea. Nýi matseðillinn er kominn í gagnið á þremur af fjórum stöðum Gló, í Hæðar- smára, á Laugavegi og á Engjateig. Á næstu vikum verður matseðli Gló í Fákafeni einnig breytt. Samfara þeim breytingum ætlum við að opna nýjan kaffi- og morgunverðarbar þar sem verslun Gló var áður. Petrea segir vinsældir ólíkra rétta hafa spilað inn í breyting- arnar. „Gló var bæði með „street food“ staði og matsölustaði með mis- munandi rétti á à la carte seðli. Við skoðuðum einfaldlega hvað það er sem viðskiptavinir okkar vilja og teljum okkur vera búin að setja saman matseðil sem inniheldur alla vinsælustu réttina okkar ásamt nýjum skálum. Á à la carte seðlinum má nefna spínatlasagne og grænmetisborg- ara sem dæmi um afar vinsæla rétti og þeir eru báðir vegan. Við erum með nokkrar vegan skálar og svo er hægt að skipta kjúklingi út fyrir oumph! í öðrum skálum til að gera þær vegan. Hrákökurnar okkar eru mjög vinsælar og þær hafa verið vegan frá byrjun. Nú bjóðum við upp á frábært kaffitilboð þar sem hægt er að fá sér kaffi og kökubita á aðeins 590 krónur. Djúsarnir á Gló eru einn- ig allir vegan og mjög vinsælir. Eftirspurnin eftir þeim hefur náð nýjum hæðum nú á nýju ári. Landinn er greinilega að djúsa sig upp eftir jólin en djúsarnir okkar eru frábær leið til að núllstilla sig eftir óhóflegt át sem oft vill ein- kenna desember,“ segir Petrea að lokum. Spennandi nýjungar hjá Gló Veitingastaðurinn Gló hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn helsti grænmetis- og vegan veitingastaður landsins. Nýir réttir á matseðli kitla bragðlaukana. 15 % afsláttur af öllum vegan réttum Gló út janúar. 8 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVeGANúAR Hummus smakkast vel með pítubrauði og grænmeti. Hummus hentar vel sem ídýfa með grænmeti eða pítu-brauði og er ekki síður gott sem álegg á brauð. Það er ómiss- andi hluti af miðausturlenskum smárétta platta sem kallast meze og samanstendur oftast af mismunandi grænmetisréttum, hverjum öðrum betri. Stuttan tíma tekur að útbúa sitt eigið hummus en galdurinn er Ljúffengt, heimalagað hummus Hummus er ein- staklega gott kjúklingabauna- mauk sem á ræt- ur sínar að rekja til Mið-Austurlanda og er sneisafullt af hollustu. að smakka það vel til og ná þannig fram því bragði sem hverjum og einum líkar best. Hummus hentar vel fyrir þá sem vilja bæta vegan mat inn í matar æði sitt. Hummus með pítubrauði 700 g kjúklingabaunir, tilbúnar til matreiðslu 140 ml ólífuolía 2-3 hvítlauksgeirar 1 msk. tahini Safi úr 1 sítrónu, eða meira ef vill Salt á hnífsoddi Til skrauts ½ tsk. reykt paprika ½ tsk. sumac krydd (má sleppa) 2-3 msk. steinselja 40 g granatepli Pítubrauð eða langskornar papr- ikur, gulrætur, gúrkur eða sellerí Setjið um 600 g af kjúklingabaun- um, 120 ml af ólífuolíu, hvítlauk, tahini og sítrónusafa í matvinnslu- vél og maukið vel saman. Gott er að blanda sítrónusafanum smátt og smátt saman við og smakka til svo hummusið verði ekki of súrt á bragðið. Ef hummusið er of þykkt má bæta smá vatni út í það. Þerrið vel það sem eftir er af kjúklingabaununum. Hitið það sem eftir er af olíunni á pönnu við meðalhita og ristið baunirnar þar til þær hafa tekið lit, eða um 4 mín. Stráið salti saman við baunirnar að smekk. Setjið hummusið í skál, bætið ristuðum baunum saman við og skreytið með reyktri papriku, sumac kryddi, steinselju og fræjum úr grantaepli. Berið fram með volgu pítubrauði. Einnig er gott að borða hummusið með grænmeti á borð við gulrætur, gúrkur, paprikur eða sellerí. Fallegt er að skera grænmetið langsum og bera fram. 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B 9 -3 4 C 0 1 E B 9 -3 3 8 4 1 E B 9 -3 2 4 8 1 E B 9 -3 1 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.