Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 32
Knattspyrnumaðurinn Berg­sveinn Ólafsson, leikmaður FH, gerðist vegan í ágúst 2015 og sér svo sannarlega ekki eftir því, fyrst og fremst því að það hefur ótrúlega marga kosti í för með sér að borða ekki dýr og dýraafurðir. „Helsta ástæðan var þó sú að á sínum tíma komst ég að því að plöntufæði gæti bætt frammistöðu mína í íþróttum. Mér fannst það mjög áhugavert þar sem ég er til í að skoða alla þætti sem bæta mig sem íþrótta­ mann. Ég ákvað að slá til og prófa að vera vegan í mánuð. Þennan mánuð leið mér það vel að mér fannst engin ástæða til að byrja að borða kjöt og mjólkurvörur aftur.“ Hann segist reyndar hafa þyngst fyrst en sennilega af því að hann hafi borðað alltof mikið. „Ég hélt ég þyrfti að borða miklu meira en það er kannski ekki alveg raunin. Mér finnst líkaminn ekki líta beint öðruvísi út en ég get vel merkt að ég verð minna stífur í líkamanum og mér líður almennt betur í honum.“ Finnur mun Sjálfsagt eru ekki margir íþrótta­ menn sem eru vegan og segir Bergsveinn að ákvörðun hans hafi vakið mikla athygli á sínum tíma meðal annarra fótboltamanna. „Flestir höfðu áhyggjur af mér og voru með ákveðna skoðun á þessu. Með tímanum og meiri þekkingu á plöntufæði hafa samt flestir skipt um skoðun og margir orðnir opnari fyrir plöntufæði. Það hafa a.m.k. nokkrir bætt meira af plöntufæði inn í mataræði sitt þannig að ég hlýt að vera búinn að smita nokkra í liðinu.“ Ýmsir eru þeirrar skoðunar að vegan fæði og íþróttir passi illa saman og segir Bergsveinn sjálfur hafa hugsað þannig á sínum tíma. „Sennilega heldur þessi hópur að ekki sé nóg af próteini og næringu í plöntumat. Það er hins vegar ekki rétt, heldur þvert á móti. Plöntu­ fæði inniheldur nóg af próteini og er stútfullt af næringu. Plöntufæði passar mjög vel fyrir íþróttafólk þar sem það hefur góð áhrif á orku, þol og úthald og endurheimt. Þetta eru allt lykil atriði fyrir íþróttafólk. Ég finn mestan mun á mér hvað varðar endurheimt þar sem ég jafna mig mun fyrr eftir æfingar. Það gerir mér kleift að æfa meira og á áhrifaríkari hátt án þess að verða fyrir ofþjálfun.“ Góð þróun Bergsveinn lýsir dæmigerðu matar­ æði hjá sér. „Ég fæ mér alltaf einn lítra af grænum hræringi á hverjum degi, þar af hálfan lítra í morgunmat. Í honum er fæða eins og grænkál, spínat, bananar, bláber, paprika, engifer, túrmerik, möndlusmjör, hampfræ og chiafræ. Í hádegismat fæ ég mér eitthvað einfalt eins og t.d. baunir og kínóa eða tófú með sætum kartöflum. Ég gríp mér líka oft hádegismat á matsölustöðum eins og Gló þegar ég nenni ekki að elda. Í millimál borða ég aðallega hummus, ávexti, grænmeti, möndlusmjör, hnetur, möndlur, hræring eða soja­ jógúrt. Í kvöldmat reyni ég oftast að fá mér eitthvað gott eins og karrírétt, burrito, indverskan linsubaunarétt, grænmetisborgara, súpu, svartbauna bolognese með linsubaunum eða aðra grænmetisrétti.“ Hann er ánægður með þá þróun sem hefur átt sér stað varðandi fram­ boð af vegan mat. „Í dag er nánast hægt að fara á hvaða veitingastað sem er og panta vegan. Úrvalið hefur líka aukist mikið í matvöru­ verslunum og vil ég hrósa þessum aðilum fyrir það, mjög vel gert. Það spilar mikið inn í að mikil vitundar­ vakning hefur orðið hér síðustu tvö árin og það að vera vegan er að verða vinsælla með hverjum degi.“ Vegan hentar íþróttafólki vel Knattspyrnumaðurinn Bergsveinn Ólafsson gerðist vegan árið 2015 þegar hann komst að því að plöntufæði gæti bætt frammistöðu hans í íþróttum. Hann finnur mikinn mun á sér. Starri Freyr Jónsson starri@365.is „Helsta ástæðan var þó sú að á sínum tíma komst ég að því að plöntufæði gæti bætt frammistöðu mína í íþróttum,“ segir Bergsveinn Ólafsson, leik- maður FH í fótbolta. MYND/VILHELM Ljúengir og trearíkir hrökkbitar án viðbætts sykurs, einungis sykur frá náttúrunnar hendi. Hrökkbitinn er gómsætt millimál, sem er gott að grípa eitt og sér, með áleggi, osti, hummus eða salati. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA 10 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVEGANúAR 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B 9 -4 8 8 0 1 E B 9 -4 7 4 4 1 E B 9 -4 6 0 8 1 E B 9 -4 4 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.