Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 24
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Júlía Sif Liljudóttir heldur úti veganblogginu Veganistur.is ásamt systur sinni, Helgu Maríu Ragnarsdóttur. Þær hafa þróað dýrindis vegan súkkulaðitertu í samstarfi við Fabrikkuna. MYND/EYÞÓR VEGAN BARBÍKJÚ 120 g Oumph í dúnmjúku sesambrauði, hvítlauksristaðir sveppir, bræddur vegan ostur, Boston kál, tómatar og barbíkjúsósa Fabrikkunnar. VEGAN UNG- FRÚ REYKJAVÍK 120 g Oumhp! í dúnmjúku sesambrauði, sólþurrkað tómatmauk, mesquite sósa, Boston kál, tóm- atar, rauðlaukur og vegan mæjó. VEGAN SALATVEFJUR Þú vefur himnesku hráefni inn í salatblað og borðar með fingrunum. Oumph!, gulrætur, paprika, gúrkur, wakame (japanskur þari), íslenskt bankabygg og mangósalsa. Þrjár sósur til hliðar: sæt teriyaki sósa, hnetusósa og Fabrikkudressing. VEGAN NEYÐARLÍNA 120 g Oumph! í dúnmjúku sesambrauði, jalapenjóchili- piparmauk, mesquite sósa, vegan ostur, Boston kál, tómatar, rauðlaukur og vegan mæjó. Að mínu mati er fullkominn vegan réttur svo góður að sá sem er ekki vegan geti hæg­ lega elskað hann. Það var leiðarljós okkar þegar að við hófum þróun á veganvalkostunum okkar,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eig­ enda Hamborgarafabrikkunnar. Hamborgarafabrikkan er ham­ borgarastaður allra landsmanna. Frá opnun fyrsta staðarins á Höfða­ torgi árið 2010 hefur nýjungagirni og framþróun í matreiðslu fært landsmönnum ótal fjölbreytta og frumlega hamborgara, nú síðast Vilborgarann, sem er indverskur eðalhamborgari, tileinkaður Vil­ borgu Örnu Gissurardóttur, pólfara og ævintýrakonu. Undanfarin miss­ eri hafa vinsældir vegan lífsstílsins farið ört vaxandi og eigendur Hamborgarafabrikkunnar ákváðu að bregðast við þeirri þróun – og vanda til verksins. „Við tókum okkur góðan tíma í þetta, fengum til okkar fólk sem er mjög framarlega í vegan menn­ ingunni og hefur mikinn metnað fyrir því að fjölga veganvalkostum á veitingastöðum. Ef þú ert vegan þá viltu ekki þurfa að vera viðskipta­ vinurinn með vesenið – og þess vegna vildum við útbúa frábæra 100% vegan rétti sem vegan fólk getur treyst.“ Oumph! var lykilinn „Við höfum prófað alls kyns útgáfur af grænmetisborgurum en við höfum aldrei fallið fyrir neinum þeirra. Það var ekki fyrr en við kynntumst Oumph! hráefninu sem við fundum réttu leiðina,“ segir Jói, en Oumph er nýtt sojakjöt sem er framleitt í Svíþjóð og kom á markað árið 2015. Áferðin er keimlík kjúkl­ ingakjöti og bragðið frábært. Niðurstaðan varð sú að þrír af vinsælustu borgurum Fabrikkunn­ ar voru hannaðir í vegan útgáfu. Um er að ræða Ungfrú Reykjavík, Barbíkjú og Neyðarlínuna. „Við völdum þessa hamborgara af því okkur fannst þeir halda karakter einkennum sínum best þegar búið var að skipta út hrá­ efnum sem ekki eru vegan fyrir vegan hráefni. Þarna fá viðskipta­ vinir okkar hamborgara sem halda sinni upprunalegu bragðsamsetn­ ingu þrátt fyrir að vera orðnir 100% vegan,“ segir Jói. Auk veganborgaranna er hægt að fá hinar vinsælu salatvefjur í vegan útgáfu, og einnig geta viðskipta­ vinir sett saman sína eigin vegan rétti með því að skipta út kjöti og kjúklingi fyrir Oumph!. Vegan súkkulaðikaka í sam- starfi við Veganistur Hamborgarafabrikkan hefur átt í skemmtilegu samstarfi við Veganisturnar og systurnar Helgu Maríu Ragnarsdóttur og Júlíu Sif Liljudóttur. Þær eru frumherjar í vegan menningunni og halda úti vefsíðunni Veganistur.is þar sem nálgast má frábærar vegan upp­ skriftir og ýmsan fróðleik tengdan vegan lífsstílnum. Þessa dagana stendur yfir þróun á nýrri vegan súkkulaðiköku sem stendur til að kynna á matseðli Hamborgara­ fabrikkunnar von bráðar. „Súkkulaðikakan, sem við systur erum að þróa með Hamborgara­ fabrikkunni, er ein af uppáhalds uppskriftum okkar því hún er svo einföld í bakstri og alveg einstak­ lega ljúffeng. Kakan kom sjálfum okkur stórkostlega á óvart þegar við reyndum að finna út hvort hægt væri að baka vegan súkkulaðitertu sem stæðist samanburð við venju­ lega, djúsí súkkulaðiköku. Þessi dísæta dásemd virkar alltaf, hún er að vísu engin hollustukaka og engan grunar að hún sé vegan þegar þeir smakka hana, sem okkur þykir einkar ánægjulegt,“ segir Júlía Sif um kökuna góðu sem samanstend­ ur af hráefnum sem almennt eru notuð í bakstur; hveiti, sykri, kakó og matarsóda. „Það er sumsé ekkert skrýtið í henni, eins og einhver gæti haldið um vegan bakstur.“ Og Jói veit hvað hann syngur þegar kemur að góðri súkkulaði­ tertu. „Þegar kemur að þróun súkkulaði­ kökunnar er markmiðið það sama og með hina vegan réttina. Hún á að vera það góð að sú staðreynd að hún sé vegan er í raun algjört aukaatriði.“ Um Hamborgarafabrikkuna Saga Hamborgarafabrikkunnar er sú að stofnendur og hugmynda­ smiðir staðarins, þeir Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálms­ son, Jói og Simmi, létu gamlan draum rætast og opnuðu sinn eigin veitingastað. Í miðri fjármálakreppu fannst þeim vanta nýjan stað þar sem gaman er að koma með vinum sínum eða fjölskyldu. Þar sem maturinn er frábær og borinn fram af brosandi og skemmtilegu fólki. Staður sem hefur sál og býður upplifun til viðbótar við sjálfan matinn. Hamborgarafabrikkan sló rækilega í gegn hjá Íslendingum og síðan þá hafa tveir staðir bæst við, í Kringlunni og á Akureyri. Fjórða Fabrikkan er svo á hjólum, en það er Fabrikkugrillbíllinn sem er vinsæll kostur í stærri veislur og hátíðir. Fabrikkusmáborgararnir hafa slegið í gegn sem fingramatur í veislum af öllum stærðum og gerðum og hafa einnig verið hluti af matseðli flug­ véla Icelandair. Vörur Fabrikkunnar eru einnig fáanlegar í verslunum Krónunnar fyrir þá sem vilja fara út að borða heima hjá sér. Borðapantanir í síma 5757575 og á www.fabrikkan.is. Framhald af forsíðu ➛ Gerðu þinn eigin vegan- rétt Skiptu út kjötinu á hvaða borgara sem er fyrir Oumph! eða hvítlauksgrill- aðan portobello svepp. Vegan sósur Fabrikk- unnar Vegan mæjó, vegan chili mæjó, barbíkjú- sósa og tómat- sósa. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . JA N ÚA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVEGANÚAR 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 9 -5 7 5 0 1 E B 9 -5 6 1 4 1 E B 9 -5 4 D 8 1 E B 9 -5 3 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.