Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 10
- áhrif nýrrar löggjafar Íslenskur heilbrigðisgeiri og persónuvernd Málþingið er hluti af fundaröð Persónuverndar um hið breytta regluverk og fer fram í Hringsal Landspítala, við Hringbraut, föstudaginn 12. janúar 2018 kl. 14:00-16:00. Málþingið er aðallega ætlað starfsmönnum í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Málþinginu verður streymt á vefsíðu Persónuverndar. Vinsamlegast skráið þátttöku á skraning@personuvernd.is. Persónuvernd og Landspítali, boða til málþings fyrir íslenskan heilbrigðisgeira um nýja Evrópu- reglugerð um persónuvernd sem mun taka gildi á þessu ári. Hið nýja regluverk markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Eftirfarandi er meðal þess sem verður rætt: • Áhrif nýrrar Evrópulöggjafar um persónuvernd á íslenskan heilbrigðisgeira • Vinnsla persónuupplýsinga í vísinda- og rannsóknarstarfi á heilbrigðissviði • Hvernig eiga heilbrigðisstofnanir að vinna eftir nýrri löggjöf? Föstudaginn 12. janúar 2018 í Hringsal Landspítala, við Hringbraut, kl. 14:00-16:00 Dagskrá: Áhrif nýrrar persónuverndarlöggjafar á heilbrigðisgeirann Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd Söfnun persónuupplýsinga í þágu vísindarannsókna á heilbrigðissviði Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs hjá Persónuvernd Raunhæf ráð um innleiðingu nýrrar persónuverndarreglugerðar Hörður Helgi Helgason, lögmaður hjá Landslögum Fundarstjórn og inngangserindi Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar Tilgangur skráningar er að áætla fjölda þátttakenda H E I L S U R Ú M ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 20-60% AFSLÁTTUR! A R G H !!! 1 00 11 8# 4 VAXTALAU SAR GREIÐSLUR Í 12MÁN. * OG FYRSTA GREIÐSLA Í APRÍL! (* Mi ða ð v ið 12 má na ða va xta lau sa n r að gr eið slu sa mn ing m eð 3, 5% lá nt ök ug jal di og 40 5 k r. g re iðs lug jal di) Bretland Nigel Farage, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks Bret- lands (UKIP), sagðist í gær opinn fyrir því að önnur þjóðaratkvæða- greiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, færi fram. Í viðtali við Channel 5 sagði Farage að það væri góð leið til þess að fá andstæðinga Brexit til að „hætta að kvarta og kveina“ og að ný atkvæðagreiðsla myndi „drepa“ andstöðuhreyfinguna. Farage var einn helsti baráttu- maðurinn fyrir Brexit og hefur jafn- framt gagnrýnt Evrópusambandið ítrekað. Vinna hans og annarra baráttumanna skilaði sér í óvæntum sigri í júní 2016 þegar 51,9 prósent kjósenda greiddu atkvæði með því að ganga út úr ESB. Allar götur síðan hafa Bretar verið klofnir í afstöðu sinni. Krafan um nýja atkvæðagreiðslu hefur ítrekað heyrst og sumir, til að mynda Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins, hafa hvatt til þess að útgönguferlið yrði stöðvað. Þá hefur einnig verið deilt um hvernig brotthvarfinu sé háttað og er ýmist talað um „hard“ eða „soft“ Brexit í því samhengi. Í hinu harða Brexit er fólgið algjört brotthvarf úr hinum sam- eiginlega innri markaði Evrópusam- bandsins sem og úr tollabandalagi þess. Fengju Bretar því fulla stjórn á eigin landamærum og þyrftu að gera sína eigin fríverslunarsamninga. Þeir sem aðhyllast mjúkt Brexit myndu hins vegar vilja að samband Breta og Evrópusambandsins yrði eins náið og hægt er eftir brott- hvarfið. Til að mynda með áfram- haldandi aðild að hinum sameigin- lega innri markaði. Þetta framtíðarsamband er helsta viðfangsefnið sem samninganefndir Breta og ESB ræða nú á öðru stigi aðskilnaðarviðræðna. Á fyrsta stiginu var einkum rætt um réttindi Breta búsettra í ESB-ríkjum og öfugt, landamæragæslu á milli Írlands og Norður-Írlands og aðskilnaðar- greiðslur Breta til ESB. Forsætisráðuneytið í Downing- stræti tíu hefur hins vegar verið afar skýrt. Ekki verður gengið til nýrrar atkvæðagreiðslu. Undir það taka fyrrverandi samherjar Farage hjá UKIP. „Nei, nei, nei! Ný atkvæðagreiðsla þýðir móralskan sigur andlýð- ræðissinna á borð við Blair, Clegg og Adonis. Þeir myndu aldrei gef- ast upp og myndu jafnvel krefjast þriðju, fjórðu eða fimmtu atkvæða- greiðslunnar,“ sagði Peter Whittle, borgarfulltrúi UKIP í Lundúnum, sem vitnaði auk Blairs til þeirra Nicks Clegg, fyrrverandi formanns Frjálslyndra demókrata, og And- rews Adonis baróns, fyrrverandi þingmanns Verkamannaflokksins. Gerard Batten, Evrópuþingmaður fyrir hönd UKIP, sagði enga þörf á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. „Vitaskuld myndu aðskilnaðar- sinnar fá meirihluta aftur. En það eitt að ræða um þessa hugmynd hjálpar samninganefnd Evrópusam- bandsins. Brexit núna!“ Andstæðingar Farage tóku öllu betur í þessa nýju skoðun. „Trúlega hefur Farage, í fyrsta skipti á ævinni, eitthvað til síns máls,“ sagði Chuka Umunna, þingmaður Verkamanna- flokksins, og bætti við: „Í lýðræði líkt og okkar eiga Bretar rétt á því að halda hug sínum opnum í þessum málum.“ Í yfirlýsingu frá Frjálslyndum demókrötum sagði að flokkurinn myndi áfram berjast gegn Brexit. „Farage ætti ekki að vera svona sigurviss. Fólk er nú meðvitaðra um kostnaðinn af Brexit og lygar aðskiln- aðarsinna.“ thorgnyr@frettabladid.is Farage opinn fyrir því að greiða atkvæði á ný Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, er opinn fyrir annarri þjóðaratkvæða- greiðslu um Brexit. Forsætisráðuneytið hafnar slíku og núverandi UKIP-liðar eru ósammála Farage. Stjórnarandstaðan hrifin af þessari afstöðu Farage. Evrópuþingmaðurinn Farage var reffilegur þegar hann fundaði með framkvæmdastjórn ESB á mánudag. Hann kveðst nú opinn fyrir þeirri hugmynd að boðað verði til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit-málið. NordicpHotoS/AFp Evrópusinnar munu halda áfram að kvarta, kveina og væla. Ég er að hugsa um hvort við ættum að halda aðra þjóð- aratkvæðagreiðslu um Brexit og klára málið þannig. Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP 51,9% greiddu atkvæði með Brexit í júní 2016. dÓMSMÁl Kona á þrítugsaldri var undir lok síðasta árs dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir, fíkniefnabrot og til- raun til þjófnaðar. Hún var sýknuð af ákæru um þriðju árásina. Konan var annars vegar dæmd fyrir að ráðast á aðra konu inni á Café Amour á Akureyri. Togaði hún hana í gólfið, sparkaði í höfuð hennar og hárreytti. Brotaþoli hlaut margs konar mar og tognun á hálsi af líkamsárásinni. Hins vegar var konan dæmd fyrir að stinga lögreglumann, sem ekki var á vakt, með sprautunál í sept- ember 2016. Lögreglumaðurinn hitti hana fyrir í annarlegu ástandi fyrir utan veitingastað á Akureyri og ætlaði að aðstoða hana. Konan vildi ekkert með nærveru hans hafa og reyndi að hrekja hann á brott með fyrrgreindum afleiðingum. Konan var í þriðja lagi ákærð fyrir líkamsárás á annan í jólum 2016. Var hún sökuð um að hafa stungið aðra konu í andlitið með skærum en var líkt og áður segir sýknuð í héraði af þeirri ákæru. – jóe Dæmd fyrir tvær árásir á Akureyri 1 2 . j a n ú a r 2 0 1 8 F Ö S t U d a G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 9 -4 D 7 0 1 E B 9 -4 C 3 4 1 E B 9 -4 A F 8 1 E B 9 -4 9 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.