Fréttablaðið - 12.01.2018, Side 1

Fréttablaðið - 12.01.2018, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 0 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 1 2 . j a n ú a r 2 0 1 8 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Lilja Alfreðsdóttir skrifar um eflingu iðnnáms. 12 Menning Sex lista- menn standa að sýningunni Myrkraverk sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun. 26 plús 2 sérblöð l Fólk l  veganúar *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Ókeypis kynningartími Ókeypis kynningartími • 17. janúar skráning á dale.is Copyright © 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. dcc_Ad_121817_iceland saMFélag „Þetta veldur mér mikl- um áhyggjum. Ég hugsa um þetta á hverjum degi,“ segir Rebekka Júlía Magnúsdóttir, íbúi í Laugarnesi, sem ekki kemur dóttur sinni að hjá dagforeldri. Hún hefur frá því á meðgöngunni leitað að dagforeldri en fæðingarorlofi hennar lýkur eftir næsta mánuð. Samkvæmt skóla- og frístunda- sviði Reykjavíkurborgar er staðan „erfið“. Þangað hringi foreldrar í vanda í miklum mæli.  Erfið- leikar við mönnun á leikskólum borgarinnar hafi tafið fyrir inn- töku barna á leikskóla og það ýti undir vandann. Því eru afar fá, ef einhver, pláss laus. Dagforeldrum í Reykjavík hefur fækkað úr 170 í 140 á tveimur árum. Að sögn leitandi foreldra er um neyðarástand að ræða. Rebekka segir ómögulegt að komast að nema þekkja til einhvers. Það sé dagforeldrum í sjálfsvald sett hvaða börn þeir taki inn. „Ég er búin að hringja út um allt og taldi mig vera á biðlistum. En það eru engir bið- listar. Það er ekkert kerfi. Þegar ég hringdi aftur í desember kannaðist enginn við mig.“ 300 manns skráðu sig á einum degi í nýjan Facebook-hóp fyrir fólk í leit að dagforeldrum. Rebekka segir hugsanlegt að brúa bilið í tvo mánuði með sumarfríum þeirra foreldranna. En það leysi ekki vandann. „Ég veit ekki hvað ég ætti þá að gera við eldri stelpuna í júlí.“ Að henni hefur hvarflað að segja upp vinnunni en hún segir að það gangi ekki upp. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, er starf- andi dagmóðir. Ellefu börn eru á biðlista hjá henni og sennilega kemst ekkert þeirra að. Hún segir að þessi mikli vandi sé nýtilkom- inn, hún hafi til að mynda ekki verið með fullt hjá sér fyrr en í nóvember. Manneklu á leikskólum borgarinnar sé um að kenna en hún nefnir einnig að margir for- eldrar sæki um með engum fyrir- vara. „En þetta stoppar hjá leik- skólunum,“ segir hún. – bg Neyðarástand hjá foreldrum ungra barna Langir biðlistar hjá dagforeldrum setja foreldra í mikinn vanda. Fækkun í stéttinni og manneklu hjá leikskólum um að kenna. Móðir og íbúi í Laugarnesi í Reykjavík hefur íhugað að segja upp vinnunni. Ég er búin að hringja út um allt og taldi mig vera á biðlistum. En það eru engir biðlistar. Það er ekkert kerfi. Þegar ég hringdi aftur í desember kannaðist enginn við mig. Rebekka Júlía Magnúsdóttir Liðsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta æfðu sig í gær fyrir komandi átök á EM í Króatíu. Þar mæta strákarnir okkar skemmtilegu liði Svía í fyrsta leik klukkan 17.15. Sjá síðu 16. Fréttablaðið/Ernir Mannréttindi Tæp 77 prósent nemenda við Háskóla Íslands hafa annaðhvort mjög eða frekar jákvætt viðhorf til dánaraðstoðar. Aðeins voru um fimm prósent frekar eða mjög neikvæð. Þetta kemur fram í nýrri íslenskri  rannsókn Súsönnu R. Sæbergsdóttur, sem kannaði við- horf til líknardráps og aðstoðar við sjálfsvíg í meistararitgerð sinni í félagsráðgjöf. Þátttakendur voru einnig spurðir hvort þeir vildu eiga kost á því að óska eftir slíkri aðstoð læknis ef kæmi upp sú staða að þeir greind- ust með ólæknandi sjúkdóm og upplifðu miklar þjáningar. Tæp 93 prósent þátttakenda vilja eiga kost á því, í stað þess að þjást og deyja af völdum sjúkdómsins. Þátttakend- um fannst mikilvægt að sjúklingur- inn óskaði sjálfur eftir aðstoðinni. Ekki var um jafn mikinn stuðning að ræða þegar spurt var um aðstoð við sjálfsvíg en tæp 45 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. – la / sjá síðu 8 Tæp 77% styðja líknardráp lÍFið Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona sem ætlar í ófrjósemis aðgerð síðar í þessum mánuði. Ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. „Þetta er einfaldasta leiðin til að koma í veg fyrir b a r n e i g n i r , “ s e g i r Tinna og bætir við að hún hafi lengi vitað að barneignir yrðu aldrei á dagskrá. Hún kveðst hafa fengið nokkuð góð viðbrögð frá fólki þegar hún greindi frá ákvörðuninni í blogg- færslu. „Konur hafa val og mega hafa þetta val,“ segir Tinna. – gha / sjá síðu 34 Barnlaus og vill verða ófrjó tinna Haraldsdóttir hefur bloggað um ákvörðun sína um að fara í ófrjó- semisaðgerð. 1 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B 9 -1 2 3 0 1 E B 9 -1 0 F 4 1 E B 9 -0 F B 8 1 E B 9 -0 E 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.