Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.01.2007, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 18.01.2007, Qupperneq 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Í kvöld klukkan 19.30-22.00 verður fyrsta fræðslukvöldið í tengslum við átakið Heilsu- efling á Suðurnesjum. Mark- miðið með fræðslukvöldinu er að stuðla að hollara líferni bæj- arbúa og draga þannig úr tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Þrír sérfræðingar munu flytja erindi á fræðslukvöldinu. Fyrst verður Sveinbjörg Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og mun hún fara í gegnum helstu áhættu- þætti hjarta og æðasjúkdóma. Fjallað verður um helstu þætti sem hægt er að hafa áhrif á; s.s hár blóðþrýstingur, hátt kól- esteról, hár blóðsykur, ofþyngd, reyk ing ar og fleira. Einnig fer hún í gegn um ein kenni kransæðastíflu og heilablóðfalls. Á eftir Sveinbjörgu tekur til máls Kristjana Hildur Gunnars- dóttir íþróttafræðingur. Krist- jana mun fjalla um áhrif hreyf- ingar fyrir líkamsstarfsemina og leggja áherslu á hvaða hreyfing og hversu mikil hreyfing, skili árangri. Einnig mun Kristjana fara í gegnum hvaða hreyfing standi Suðurnesjamönnum til boða á svæðinu. Að lokum tekur til máls dr. Ingi- björg Gunnarsdóttir næringar- fræðingur. Ingibjörg mun fjalla um tengsl mataræðis við áhættu- þætti hjarta- og æðasjúkdóma. Hún mun ræða fæðuval en auk þess leggja áherslu á umfjöllun um orkujafnvægi og líkams- þyngd. Erum við að borða of mikið og/eða lélega fæðu? Við hvetjum alla Suðurnesja- menn, sérstaklega þá sem eru yfir 40 ára til þess að koma og hlýða á þessa skemmtilegu og fróðlegu fyrirlestra. Allir eru velkomnir - Aðgangur ókeypis. Fimmtudaginn 18. janúar kl. 20:00 - 22:00 munu leiðsögumennirnir Sigrún Franklín, Iða Brá Vilhjálms- dóttir og Hildur Harðardóttir bjóða íbúum og öðru áhuga- sömu fólki upp á sagnakvöld í Byggðasafninu á Garðskaga í boði sveitarfélagsins Garðs. Saga svæðisins er mjög áhuga- verð. Leiðsögumenn Reykja- ness kynntu sér söguna og fyllt- ust miklum áhuga vegna þess hversu athyglisverð hún er og vilja miðla hluta hennar áfram til íbúa og annarra gesta. Sigrún sýnir myndir og segir frá merkum minjum, letursteinum sem sagnir eru um að m.a. hafi verið á leiði fornmanna og séu allt frá fyrstu öldum búsetu. Nokkrir þeirra hafa fundist í Garði í seinni tíð og eru á vett- vangi, aðrir eru í geymslu á Þjóð- minjasafni og nokkrir eru enn ófundnir. Iða Brá segir frá skipsströndum sem orðið hafa í flösinni, skerja- garðinum sem umlykur strand- lengjuna við Garð en mörg skip hafa strandað þar og víða má sjá minjar af þeim. Hildur segir sögur af sr. Sigurði B. Sívertsen sem var prestur á Útskálum í um hálfa öld frá 1831-1887 og skrifaði m.a. Suð- urnesjaánnál sem er með merk- ustu heimildum af mönnum og málefnum fyrri tíðar. Á milli atriða verður fjölda- söngur. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. www.leidsogumenn. is Sagnakvöld í Byggða- safninu á Garðskaga Fræðslukvöld í Íþróttaakademíunni

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.