Morgunblaðið - 26.08.2017, Side 1
!
" " #
$ %& #" " % ( )%
*
('
*% &' +,-
!
!"#$ % & %
L A U G A R D A G U R 2 6. Á G Ú S T 2 0 1 7
Stofnað 1913 205. tölublað 105. árgangur
ÁHERSLA Á GLEÐI
OG FJÖLBREYTNI
HJÁ MAK
KROSSVÍGT BÁRUJÁRN OG
BLÓM Í BÚÐARDAL
BOGA KRISTÍN KRISTINSDÓTTIR THORLACIUS 12JÓN PÁLL EYJÓLFSSON 45
AFP
Facebook Þar kennir ýmissa grasa.
Um 105 þúsund manns eru í
Brask og brall á Facebook, þeim
Facebook-hópi íslenskum sem
sennilega er fjölmennastur. „Þetta
vatt aðeins upp á sig,“ segir Frank
Höybye, stofnandi hópsins.
Að mörgu leyti eru Facebook-
hópar orðnir hluti af félagslífi
fólks, sem getur haldið sig heima,
en eigi að síður tekið þátt í umræðu
dagsins og sótt sér hjálp og ráð.
Þúsundir íslenskra Facebook-
hópa um ýmis mál eru til, svo sem á
vegum hverfahópa og íbúa-
samtaka. Einnig má nefna hópa þar
sem fjallað er um súrdeig, prjóna-
skap, gömul skip, snyrtivörur svo
eitthvað sé nefnt, en nánar er
fjallað um íslenska hópa á Face-
book í Sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins.
Þúsundir skráðar í
suma íslenska hópa
á Facebook
Hefur áhrif á hagvöxt
» Verði fjárfesting í hótelgeir-
anum minni en áætlað var gæti
þurft að endurmeta hagspár.
» Hagvöxtur verður þá minni
en ella og það munu skapast
færri störf en útlit var fyrir.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vísbendingar eru um að fjárfesting í
hótelum verði tugum milljarða króna
minni en fjárfestar höfðu áformað.
Styrking krónunnar og hækkandi
verðlag á Íslandi vegur þar þungt.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri
fasteignafélagsins Regins, segir
hótelmarkaðinn yfirverðlagðan.
Framundan sé aðlögunartími, draga
muni úr spennu á markaðnum. Ör-
vænting hafi gripið um sig á markaði
í vor þegar væntingar um hraðan
vöxt ferðaþjónustu brugðust.
Garðar Hannes Friðjónsson, for-
stjóri fasteignafélagsins Eikar, segir
mikla styrkingu krónunnar á fyrri
hluta árs hafa kælt hótelmarkaðinn.
Fjárfestar séu orðnir varkárari við
útlán til ferðageirans. Það rímar við
greiningu heimildarmanna Morgun-
blaðsins í fjármálakerfinu. Þeir
segja að sum hótelverkefni þyki nú
of áhættusöm. Lánsfé fáist ekki.
Arnar Már Ólafsson, markaðs-
stjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna,
segir þá hafa átt neyðarfundi með
viðskiptavinum í vor vegna minni
eftirspurnar eftir Íslandsferðum.
Hótelgeirinn á krossgötum
Útlit fyrir að fjárfesting í hótelum verði minni næstu ár en fjárfestar áformuðu
Íslenskir fjallaleiðsögumenn áttu neyðarfundi vegna minnkandi eftirspurnar
MFerðaþjónusta »4 og 14
Miðasöluvefurinn Tix.is hefur opnað
útibú í þremur löndum á síðustu mán-
uðum. Í vikunni var opnuð skrifstofa í
Noregi. Alls er fyrirtækið nú með
fimm starfsmenn í Noregi, Svíþjóð og
Danmörku og stefnir á frekari umsvif
þar á næstunni.
Sindri Már Finnbogason, stofnandi
Tix.is, segir að útrásin hafi ekki átt
sér langan aðdraganda. Hann starfaði
áður í Danmörku og gamlir viðskipta-
vinir settu sig í samband við hann og
óskuðu eftir samstarfi. „Ég sá gat á
markaðnum. Þetta stóð ekkert til,“
segir Sindri. Í Noregi selur hann miða
fyrir Arendal Kulturhus og í Svíþjóð
fyrir Lorensbergsteatern. Þá er
Sindri í viðræðum við fleiri menning-
arhús og býst við að verða kominn
með sex stóra viðskiptavini í árslok.
„Við einbeitum okkur alfarið að
leikhúsum og tónlistarhúsum,“ segir
Sindri.
Miðasöluvefurinn Tix.is var opn-
aður fyrir tæpum þremur árum. Í
dag hefur hann náð um 95% mark-
aðshlutdeild hér á landi, að sögn
Sindra. »4
Tix.is selur miða í
fjórum löndum
Sú fyrsta af þremur verslunum sænsku keðj-
unnar H&M, sem til stendur að opna hér á landi,
verður opnuð í Smáralind klukkan 12 í dag.
Á tíunda tímanum í gærkvöldi höfðu þær Fa-
biana Martons og Freydís Björg Óttarsdóttir
komið sér fyrir við dyr verslunarinnar. Þær
hugðust verja nóttinni þar og verða þar með
væntanlega fyrstu viðskiptavinirnir, en fyrstu
þúsund gestir verslunarinnar fá gjafabréf. »20
Voru mættar fyrir utan búðina löngu fyrir opnun
Morgunblaðið/Ófeigur
Úkraínu hefur
nú verið bætt á
lista yfir örugg
ríki af Útlend-
ingastofnun, að
undanskildum
þremur hér-
uðum. Landið sé
að öðru leyti lýð-
ræðislegt og án
kerfisbundinna ofsókna gagnvart
borgurunum.
Útlendingastofnun hefur fengið
öryggisvörslu í afgreiðsluna eftir
að hættulegur maður sem viðvörun
hafði áður borist út af birtist þar.
Búist er við um 2.000 hæl-
isumsóknum í ár. »10
Úkraína í öruggan
flokk að hluta
Til eru meðferðir til endurvaxtar á
hári sem virka vel. Þetta segir dr.
Panos Vasiloudes læknir í húðlækn-
ingum sem flytur erindi um endur-
vöxt á hári sem haldið verður í
heilsumiðstöðinni í Ármúla 9 í
Reykjavík í dag.
Vasiloudes vitnar til Lars Skjoth,
stofnanda Harklinikken, sem hefur
þróað meðferð í tuttugu ár. Reynsl-
an er góð, en til þessa er notaður
efnavökvi unninn úr jurtum og
mjólk. Hann er svo borinn á þau
svæði sem hár er að losna af.
Vasiloudes segir að meirihluti
þeirra sem leita til Harklinikken í
meðferð við hárlosi séu konur, sér-
staklega þær sem hafa farið í með-
ferð vegna veikinda, við tíðahvörf
eða vegna ýmiskonar hormónabreyt-
inga.
„Það tekur oft mikið á fólk að
missa hárið vegna til dæmis lækn-
isfræðilegra eða erfðafræðilegra
ástæðna,“ greinir Vasiloudes frá. Ár-
angurinn er, að hans sögn, oft kom-
inn í ljós eftir þrjá mánuði frá upp-
hafi meðferðar. »6
Hárið vex aftur við meðferð
Morgunblaðið/Hanna
Læknir Það tekur á fólk að missa
hárið, segir dr. Vasiloudes
Fyrirlestur um meðferð sem vinnur
gegn hárlosi Vökvi úr jurtum og mjólk