Morgunblaðið - 26.08.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.08.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017 VEISLUÞJÓNUSTA MARENTZU www.marentza.is - 553 8872 - info@marentza.is Allar gerðir af veislum sérsniðnar að þínum þörfum • Fermingarveislur • Brúðkaup • Erfidrykkjur • Veitingar fyrir fundi • Móttökur • Útskriftir Opnunartíminn á pósthúsinu á Hvolsvelli hefur verið styttur nið- ur í fjóra tíma. Pósthúsið verður nú einungis opið frá 11 til 15 á virkum dögum. Sveitarstjórn Rangárþings eystra er ósátt við ákvörðun Íslandspósts hf. og ályktaði á fundi sínum í vikunni að reyna fá ákvörðuninni hnekkt. Lilja Einarsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórninni, segir póstþjón- ustu á landsbyggðinni ekki við- unandi. „Málið er í vinnslu og við erum að vinna í því að fá þessari ákvörð- un hnekkt. Póstþjónusta í dreifðari byggðum og á landsbyggðinni al- mennt er ekki einu sinni viðunandi eins og hún er í dag, hvað þá ef á að skerða hana meira,“ segir Lilja. Morgunblaðið óskaði eftir svör- um frá Íslandspósti um hvers vegna opnunartíminn var styttur á Hvolsvelli og segir fyrirtækið að minnkandi umsvif skipti þar mestu máli. „Við horfum alltaf til umsvifa og hvað hentar dreifikerfinu hverju sinni. Við höfum litið svo á að fjögurra tíma opnun sé heppileg á minni stöðum miðað við umsvifin sem eru þar.“ Lilja segir það hins vegar afleitt að ekki sé hægt að sækja eða senda póst fyrr en klukkan 11 á hverjum degi. „Við búum úti á landi þar sem iðnaðarmenn og verkstæði eru til dæmis að fá sendingar sem þau þurfa. Að nálg- ast sendingar eða senda frá sér klukkan 11 er afleitt.“ mhj@mbl.is Sveitarstjórnin mótmælir breyttum opnunartíma Pósturinn Pósthúsið á Hvolsvelli er nú ekki opnað fyrr en klukkan 11.  Pósthúsið á Hvolsvelli verður opið í 4 tíma á dag Baldur Arnarson baldura@mbl.is Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönn- um, segir eftirspurn frá sumum löndum vera minni en í fyrra. Vegna styrkingar krónunnar og aukins inn- lends kostnaðar sé Ísland að verða of dýrt fyrir sum markaðssvæði. Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru eitt stærsta fyrir- tæki landsins á sínu sviði. Það býður dagsferðir og lengri ferðir fyrir einstaklinga og hópa. „Áhrifin af styrkingu krón- unnar á eftir- spurnina eru mis- jöfn eftir mark- aðssvæðum. Áhrifin eru mest á eftirspurn hópa og þá helst frá Frakklandi og Þýska- landi. Þar hefur orðið samdráttur. Bandaríkjamarkaður hefur verið stöðugri. Við höfum þurft að endur- skoða okkar söluáætlanir. Þær hafa ekki gengið eftir,“ segir Arnar Már. Færa sig yfir í ódýrari ferðir „Fólk er að færa sig í ódýrari ferð- ir. Við höfum reynt að bregðast við því með ódýrari vörum. Það kemur fleira til en styrking krónunnar. Það hafa verið miklar innlendar kostn- aðarhækkanir á fáum árum. Laun hafa hækkað og kostnaður við að- föng. Lagður var 11% virðisauka- skattur á ferðaþjónustu 2016. Það má segja að fastakostnaður við dæmigerða sex daga gönguferð hafi hækkað um 25%-30% hjá okkur síð- ustu tvö til þrjú ár.“ Arnar Már bendir svo á að ekki aðeins hafi verð á ferðum hækkað um 25-30% í krónum heldur hafi krónan líka styrkst. Fyrir vikið hafi verðið hækkað um 70-75% í evrum. „Mér er minnisstætt þegar við áttum neyðarfundi með okkar við- skiptavinum á alþjóðlegri ferða- ráðstefnu fyrr á þessu ári. Rætt var um leiðir til að lækka verðið. Það var enda engin eftirspurn eftir ferðum til Íslands, miðað við það sem var. Skömmu síðar var tilkynnt að hækka ætti virðisaukaskatt á ferða- þjónustu úr 11% í 24%. Það voru hamfarir í okkar huga. Ef þessar skattahækkanir verða að veruleika erum við búin að verðleggja okkur út af markaðnum fyrir stóran hóp okkar viðskiptavina. Ísland er orðið of dýrt. Erlend fyrirtæki munu síður vilja versla við okkur,“ segir Arnar Már og bendir á að vegna hækkandi verðlags á Íslandi séu erlendar ferðaskrifstofur í auknum mæli að skipuleggja ferðir til Íslands sjálfar. „Þær koma með eigin leiðsögu- menn, eigin bíla og uppfylla þar af leiðandi ekki kröfur um ökuleiðsögn eða meirapróf. Þær komast líka hjá því að greiða virðisaukaskatt.“ Arnar Már segir að skattahækk- anir muni því draga úr tekjum rík- isins. Umsvifin í greininni muni ekki aukast í takt við væntingar. Það sé alvörumál ef embættismenn hafi stuðst við ranga talningu á ferða- mönnum þegar fyrirhuguð skatta- hækkun á gistingu var undirbúin. Samdráttur hjá fjallaleið- sögumönnum  Fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögu- menn endurskoðar söluáætlanir ársins Morgunblaðið/RAX Fjallaferðir Ísland er orðið dýrara heim að sækja. Það hefur áhrif. Dregur úr örygginu » Arnar Már kveðst hafa spurnir af því að erlendar ferðaskrifstofur séu farnar að fara sjálfar með ferðamenn á jökla í ísgöngur. Þjónusta ís- lenskra fyrirtækja þyki of dýr. » Óvíst sé hvaða reynslu þeir leiðsögumenn hafi, t.d. við björgun úr íssprungum. Það geti haft alvarleg áhrif á gæði og öryggi í ferðaþjónustunni. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íslenski miðasöluvefurinn Tix.is hef- ur opnað útibú í þremur löndum undanfarna mánuði; Danmörku, Svíþjóð og nú síðast Noregi. Stofn- andi vefsins, Sindri Már Finnboga- son, hefur unnið hörðum höndum að útrásinni og náð í bitastæð verkefni. Tix.is var opnaður 1. október 2014 og fljótlega náðust samningar við stóra viðskiptavini. Að sögn Sindra samdi Tix við tónlistarhúsið Hörpu í febrúar árið 2015 og Borgarleikhús- ið bættist í hópinn þá um haustið. Sumarið 2016 var samið við Þjóð- leikhúsið. Auk þess selja flestir sjálfstæðir tónleikahaldarar hjá Tix. Fram að stofnun Tix var Miði.is allsráðandi á markaðnum. „Ætli við séum ekki með í kring- um 95 prósenta markaðshlutdeild núna,“ segir Sindri. Útrásin til Skandinavíu á sér nokkra forsögu. Sindri starfaði í Danmörku um árabil undir merkj- um Billetlugen og síðar Venuepoint. „Í apríl í fyrra keypti þýska fyrir- tækið EventIM helming í fyrirtæk- inu og ákvað að hætta þróun gamla miðasölukerfisins sem ég gerði og nota í staðinn sitt kerfi. Þá fóru margir gamlir viðskiptavinir að hafa samband við mig og lýsa yfir áhuga á því að fá Tix til Skandinavíu. Það er nú ástæðan fyrir þessu öllu – ég sá gat á markaðnum. Þetta stóð ekkert til.“ Opnuðu í Noregi í vikunni Sindri og hans fólk hófust því handa við að kynna sig og þjónustu sína fyrir tónlistar- og menningar- húsum á Norðurlöndunum. 1. júní opnaði Tix skrifstofu í Kaupmanna- höfn og þar er búið að ráða tvo starfsmenn. Síðar bættist við skrif- stofa í Gautaborg með tvo starfs- menn og nú síðast í Stafangri með einn starfsmann. „Við opnuðum tix.no bara nú í vikunni,“ segir Sindri. Í Noregi selur Tix miða fyrir Arendal Kulturhus, en þar á bæ eru seldir um 35 þúsund miðar á ári. Í Svíþjóð selur fyrirtækið fyrir Lorensbergsteatern. Þar eru seldir um 100 þúsund miðar á ári, sem er svipað og Þjóðleikhúsið. „Við erum svo í viðræðum við fleiri viðskiptavini. Ég geri ráð fyrir því að í lok árs verðum við með um sex viðskiptavini í Skandinavíu. Við einbeitum okkur alfarið að leikhús- um og tónlistarhúsum,“ segir Sindri. Útrás Sindri Már Finnbogason hefur opnað útibú frá Tix.is í þremur löndum; Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Sá gat á miðasölu- markaði og fór í útrás  Sindri Finnbogason selur miða á viðburði í fjórum löndum Tix hefur vaxið hratt frá stofn- un fyrir tæpum þremur árum. Nú eru ellefu starfsmenn hjá fyrirtækinu. Tveir eru í Danmörku, tveir í Svíþjóð og einn í Noregi. Þá eru sex á Ís- landi en fyrir hálfu ári voru þeir þrír. Framkvæmdastjóri Tix miðasölu er Hrefna Sif Jónsdóttir, sem áður var miða- sölustjóri Hörpu. Höfuðstöðv- arnar eru í gömlu skrifstofum Baugs við Túngötu í miðborg Reykjavíkur. Er þetta arðbær bransi? „Já, hann getur verið það. En hann er samt aðallega skemmtilegur. Það er gaman að vinna fyrir leikhúsin og tónlistarhúsin. Þar er skemmtilegt fólk og þetta er skemmtilegur bransi,“ segir Sindri Már Finnbogason. Getur gefið vel af sér HRAÐUR VÖXTUR TIX Arnar Már Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.