Morgunblaðið - 26.08.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017
EÐALSALT
Eðalsaltið inniheldur að
lágmarki 50%minna natríun
klóríð en venjulegt matarsalt.
Það samanstendur af blöndu
af natríumklóríð (40-50%) og
magnesíum söltum (1-16%)
auk snefilefna úr sjó (1%).
Þessi samsetning gerir
Eðalsaltið einstakt og stuðlar
að lækkun blóðþrýstings
samkvæmt rannsóknum
vísindamanna.
Náttúruleg, hágæða, alíslensk
afurð unnin úr hafsjó og jarðsjó
úr háhitasvæði Reykjaness.
Eðalsalt er góður kostur fyrir
fólk sem er annt um heilsuna
Eðalsaltið frá okkur eru ómissandi í matreiðsluna hjá ykkur
Andrés Magnússon hittir oftnaglann á höfuðið í fjölmiðla-
rýni sinni í Viðskiptablaðinu. Í
blaðinu á fimmtudag fjallaði hann
um fréttaflutning af því að Helgi
Magnússon, einn af
stofnendum Við-
reisnar, og félög
honum tengd hefðu
í fyrra samtals lagt
til flokksins 2,4
milljónir króna, sem
er langt umfram
lögbundið hámarks-
framlag ein-
staklings og
tengdra aðila til
stjórnmálaflokks:
Sagt var frá því ífréttum að fjár-
framlög til stjórn-
málaflokksins Við-
reisnar hefðu tæplega verið í góðu
samræmi við anda ef ekki bókstaf
laga um fjármál stjórnmálaflokka.
Samt sem áður var eins og flestirmiðlar væru hálffeimnir við
málið og sérstaklega kom rósemi
Ríkisútvarpsins á óvart. Þar var t.d.
birt viðtal við Svein Arason
ríkisendurskoðanda, sem hafði það
helst að segja að lögin væru voða
flókin og kannski þyrfti að skýra
þau betur fyrir flokkunum. Um það
var ekkert spurt nánar, þó fyrir því
sé nú frekar einhlítt dómafordæmi
að ókunnugleiki um lög eða mögu-
legur óskýrleiki þeirra dregur ekki
úr skyldu manna til þess að fara að
lögum eða ábyrgð fyrir dómstólum.
Látum það þó liggja milli hluta,fjölmiðlar eiga vafalaust eftir
að ganga nánar eftir slíku næstu
daga. En menn geta samt spurt sig
þeirrar spurningar hvort Ríkis-
útvarpið hefði verið svona pollró-
legt ef komið hefði á daginn að ein-
hver kaupfélagsstjórinn hefði dælt
peningum í Framsóknarflokkinn
kortéri fyrir kosningar undir ýms-
um aðskiljanlegum kennitölum í
hans fórum.“
Andrés
Magnússon
Skylda manna til
að fara að lögum
STAKSTEINAR
Helgi
Magnússon
Veður víða um heim 25.8., kl. 18.00
Reykjavík 13 alskýjað
Bolungarvík 11 alskýjað
Akureyri 13 skýjað
Nuuk 11 léttskýjað
Þórshöfn 13 léttskýjað
Ósló 18 léttskýjað
Kaupmannahöfn 19 léttskýjað
Stokkhólmur 14 skúrir
Helsinki 12 skýjað
Lúxemborg 21 heiðskírt
Brussel 24 heiðskírt
Dublin 17 skýjað
Glasgow 16 skúrir
London 22 léttskýjað
París 20 skúrir
Amsterdam 21 léttskýjað
Hamborg 20 léttskýjað
Berlín 22 heiðskírt
Vín 30 heiðskírt
Moskva 14 skýjað
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 33 heiðskírt
Barcelona 29 léttskýjað
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 30 heiðskírt
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 20 léttskýjað
Montreal 18 þoka
New York 23 heiðskírt
Chicago 19 léttskýjað
Orlando 29 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
26. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:54 21:06
ÍSAFJÖRÐUR 5:50 21:20
SIGLUFJÖRÐUR 5:32 21:04
DJÚPIVOGUR 5:21 20:38
Um síðustu helgi hóf nýtt fyrirtæki á
sviði íþróttafjölmiðlunar, Sport-
miðlar ehf., starfsemi sína með sjón-
varpsútsendingum SportTV, sjón-
varpsarms fyrirtækisins.
Útsendingarnar eru á rásum 13 í
sjónvarpi Símans og 29 í sjónvarpi
Vodafone. SportTV hefur til þessa
verið með útsendingar á vefnum.
Á vef Fjölmiðlanefndar er til-
kynnt um stofnun hinna nýju
íþróttafjölmiðla. Þar kemur fram að
Giggs ehf. á allt hlutafé í Sport-
miðlum ehf. Eigandi Giggs ehf. er
skráður Einar Páll Tamimi.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu
kemur fram að það muni fyrst um
sinn vera með beinar útsendingar
frá leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni.
Um síðustu helgi voru sýndir fjórir
leikir. Umsjónarmenn helgardag-
skrárinnar voru Valtýr Björn Val-
týsson og Snorri Sturluson. Um
þessa helgi verða sömuleiðis sýndir
fjórir leikir beint frá ítölsku deild-
inni.
„Á næstu vikum mun dagskrá
SportTV aukast og bætast við hana
bæði innlent og erlent efni, beinar
útsendingar og dagskrárgerð,“ segir
í tilkynningu frá Sportmiðlum ehf. Á
síðustu leiktíð var SportTV með út-
sendingar frá úrvaldsdeildinni í
handbolta og meistaradeild Evrópu í
handbolta.
Útsendingar SportTV eru opnar
og gjaldfrjálsar.
Síðar í þessum mánuði er áformað
að útvarpsstöð Sportmiðla ehf.,
SportFM, og netmiðill þess,
Sport.is, fari í loftið.
sisi@mbl.is
Giggs ehf. eig-
andi SportTV
Sýnir beint frá ítölsku deildinni
AFP
Ítalski boltinn Sýnt var frá leik Int-
er Milan og Fiorentina um helgina.
„Fólk hér hefur einna helst verið að
velta fyrir sér þjónustu póstsins og
nettengingu. Þessi þjónusta er að
okkar mati ekki eins góð í dreifbýli
Kjalarness og á öðrum íbúasvæðum í
Reykjavík.“
Þetta segir Sigríður Pétursdóttir,
formaður hverfisráðs Kjalarness, en
íbúar þar hafa óskað eftir útskýr-
ingum á því hvort munur sé á þjón-
ustu og réttarstöðu íbúa Reykjavíkur
í þéttbýli og dreifbýli, en fyrirspurn-
inni var beint til umhverfis- og skipu-
lagssviðs Reykjavíkur (USK).
„Við höfum verið að leita leiða í
borgarkerfinu, en það er sko ekki ein-
falt,“ segir Sigríður og bendir á að
Kjalnesingar hafi einnig sett sig í
samband við borgarfulltrúa í von um
að fá svör við sínum spurningum.
Spurð hvort Reykjavíkurborg hafi
brugðist við erindi íbúanna svarar
Sigríður: „Við fengum stutt svar [frá
USK] með skilgreiningu á því hvar
þessi svæði eru. En aðallega var
fjallað um Hólmsheiðarsvæðið og ör-
lítið minnst á skotsvæðið á Álfsnesi
sem tilheyrir Kjalarnesi. Það var hins
vegar ekkert talað um þá þjónustu
sem við viljum fá umræðu um.“
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi
Vinstri grænna, segist kannast við
málið. „Þetta eru íbúar Reykjavíkur
og það á að gæta jafnræðis í þjónustu.
Við verðum því að hugsa um þennan
aðstöðumun,“ segir hún.
Kjalnesingar tala fyrir daufum eyrum
Vilja vita hvort munur er á þjónustu við íbúa Reykjavíkur í þéttbýli og dreifbýli
Morgunblaðið/Þórður
Byggð Íbúar vilja bætta þjónustu.