Morgunblaðið - 26.08.2017, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017
Vistvænna prentumhverfi
og hagkvæmni í rekstri
Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri
og fyrsta flokks þjónusta.
www.kjaran.is | sími 510 5520
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Peter Madsen, danski uppfinninga-
maðurinn sem er grunaður um að
hafa myrt blaðakonuna Kim Wall og
sundurlimað lík hennar, neitar öllum
ásökunum á hendur sér. Þetta kom
fram í tilkynningu sem lögreglan í
Kaupmannahöfn sendi frá sér í gær.
Madsen hefur nú verið í haldi lög-
reglunnar í tvær vikur, en hann var
handtekinn 12. ágúst síðastliðinn
vegna gruns um að hafa valdið and-
láti Wall af gáleysi. Ákæruvaldið í
Danmörku mun hins vegar hafa í
hyggju að ákæra Madsen fyrir morð,
en gæsluvarðhald yfir honum rennur
út hinn 5. september næstkomandi.
Neitar að hafa vanhelgað líkið
Wall sást síðast á lífi um borð í
kafbátnum Nautilus sem Madsen
smíðaði með aðstoð sjálfboðaliða ár-
ið 2008. Wall, sem meðal annars
hafði skrifað greinar í Guardian og
New York Times, var að vinna að
umfjöllun um Madsen þegar hún
hvarf sporlaust hinn 10. ágúst síðast-
liðinn.
Madsen sagði í fyrstu að hann
hefði sett Wall í land heila á húfi, en
breytti síðar sögu sinni á þann veg
að hún hefði látist af slysförum um
borð í Nautilus, og hann varpað lík-
inu í sjóinn. Madsen neitar því hins
vegar að hann hafi „vanhelgað líkið“,
líkt og sagði í tilkynningu lögregl-
unnar. Þeir sem rannsaka málið
halda því hins vegar fram að líkið
hafi verið sérstaklega skorið í sund-
ur og vanvirt að öðru leyti til þess að
gulltryggt yrði að það myndi ekki
koma aftur upp á yfirborðið. Meðal
annars hafi búkurinn verið bundinn
við málmstykki.
Sendur í sálfræðirannsókn
Madsen mun verða sendur í sál-
fræðirannsókn vegna málsins, en
honum hefur verið lýst af fyrrver-
andi samstarfsmönnum sínum sem
skapstyggum og bráðlátum, en Mad-
sen lenti í útistöðum árið 2014 við þá
sem aðstoðuðu hann við að smíða
kafbátinn Nautilus. Mun hann þá
meðal annars hafa sagt „bölvun“
hvíla á bátnum, sem væri hann sjálf-
ur.
Leit að öðrum líkamsleifum Kim
Wall hélt áfram í gær, en lögreglan
sækist einnig eftir öðrum vísbend-
ingum eins og fötunum sem hún var í
þegar hún fór um borð í Nautilus.
Þar á meðal eru appelsínugul flís-
pleysa, pils og hvítir strigaskór.
Kanna 31 árs gamalt morðmál
Þá hefur mál Kim Wall leitt til
þess að danska lögreglan hefur hafið
á ný athugun á morðmáli sem kom
upp árið 1986, þegar líkamsleifar
Kazuko Toyonaga, 22 ára gamals
japansks ferðamanns, fundust í
nokkrum hlutum við Íslandsbryggju
í Kaupmannahöfn.
Jens Møller Jensen, yfirmaður
morðdeildar lögreglunnar, sagði að
það væri venja að kanna tengsl við
eldri óupplýst mál. Í dönskum fjöl-
miðlum hefur hins vegar verið bent
á, að Madsen hafi verið 15 ára gamall
þegar það mál kom upp, og því ólík-
legt að hann hafi komið þar nærri.
Madsen neitar allri sök
Líklegt að Madsen verði ákærður fyrir morð í stað manndráps Verður send-
ur í geðrannsókn Lögreglan rannsakar möguleg tengsl við fyrri morðmál
AFP
Víðtæk leit Fjöldi fólks hefur tekið þátt í leit að vísbendingum um afdrif
sænsku blaðakonunnar Kim Wall í nágrenni Kaupmannahafnar.
Að minnsta kosti 32 létust í óeirðum í borginni Panch-
kula í norðurhluta Indlands eftir að dómstóll dæmdi
trúarleiðtogann Ram Rahim Singh í fangelsi fyrir að
hafa nauðgað tveimur fylgjendum sínum. Mörg þúsund
af stuðningsmönnum hans höfðu safnast saman í borg-
inni og tóku þeir tíðindunum illa þegar þau spurðust út.
Auk þeirra sem létust særðust um 180 manns í óeirð-
unum, þar sem kveikt var í fjölda bíla. Þurfti að kalla út
sérstakt herlið til þess að hafa hemil á fólkinu, og hefur
útgöngubann nú tekið gildi í borginni.
AFP
Minnst 32 látnir í óeirðum eftir dóm
Yingluck Shina-
watra, fyrrver-
andi forsætisráð-
herra Taílands,
flúði land í gær,
en gert var ráð
fyrir að hún
myndi hlýða á
dómsuppkvaðn-
ingu í spilling-
armáli sem höfð-
að var gegn
henni. Hæstiréttur Taílands gaf út
handtökuskipun á hendur Shina-
watra í gær eftir að hún mætti ekki
fyrir dóm.
Samkvæmt heimildum innan
flokks hennar flúði Shinawatra lík-
lega til Singapúr, en ríkisstjórn
hennar var steypt af stóli árið 2014
af hernum. Yingluck og bróðir
hennar Thaksin, sem einnig var
forsætisráðherra landsins, eru nú
bæði í sjálfskipaðri útlegð.
Yingluck Shina-
watra flýr land
Yingluck
Shinawatra
TAÍLAND
Lee Jae-yong, að-
stoðarfram-
kvæmdastjóri
Samsung-
tæknirisans og
sonur stofnand-
ans, var í gær
dæmdur í fimm
ára fangelsi fyrir
mútur, meinsæri
og önnur brot í
tengslum við
greiðslur sem Samsung innti af hendi
til Choi Soon-sil, aðstoðarmanns Park
Geun-hye, þáverandi forseta Suður-
Kóreu. Park var sett af fyrr á árinu
vegna málsins og dæmd í fangelsi.
Auk Lees voru fjórir aðrir stjórn-
armenn í Samsung dæmdir fyrir að-
komu sína að málinu. Lee neitar enn
allri sök og sagði lögfræðingur hans
að málinu yrði áfrýjað.
Erfingi Samsung
dæmdur fyrir mútur
Lee
Jae-yong
SUÐUR-KÓREA
Stjórnvöld í Þýskalandi bönnuðu í
gær eina helstu heimasíðu her-
skárra aðgerðasinna af vinstri
vængnum, en gripið var til þessara
ráða í kjölfar óeirðanna sem fylgdu
fundi G-20 ríkjanna í Hamborg fyrr
í sumar.
Á heimasíðunni hefur verið hægt
í skjóli nafnleysis að tilkynna um
mótmæli og aðrar „aðgerðir“, en
þar hafa einnig verið settar inn
færslur þar sem ofbeldi gegn lög-
reglumönnum var hampað, auk
þess sem þar mátti finna leiðbein-
ingar fyrir framleiðslu bensín-
sprengna, sem einnig ganga undir
nafninu Molotoff-kokteilar.
Lokað á heimasíðu
aðgerðasinna
ÞÝSKALAND
Ríki íslams lýsti í gær yfir ábyrgð
sinni á sjálfsvígsárás sem gerð var
fyrr um daginn á mosku sjía í Kabúl,
höfuðborg Afganistan. Tuttugu
manns létust og um fjörutíu særðust
í árásinni, en fjöldi fólks var í mosk-
unni þegar árásin hófst.
Árásin stóð yfir í um fjórar
klukkustundir eftir að tveir víga-
menn hófu skothríð á gesti mosk-
unnar. Um hundrað þungvopnaðir
lögreglumenn umkringdu hana í
kjölfarið og náðu að bjarga um
hundrað manns úr bráðri lífshættu.
Þegar lögreglan þrengdi að víga-
mönnunum sprengdi annar þeirra
sig í loft upp inni í moskunni.
Samkvæmt frásögnum vitna og
fórnarlamba voru mennirnir tveir
einnig vopnaðir hnífum og sprengju-
vörpum.
Árásin þykir undirstrika það
hversu ótryggt öryggisástandið er í
Afganistan, en Donald Trump
Bandaríkjaforseti hefur nýlega
ákveðið að Bandaríkjaher muni
fjölga í herliði sínu í landinu.
Ráðist á
mosku sjía í
Kabúl
Tuttugu látnir
og um 40 særðir