Morgunblaðið - 26.08.2017, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Einhverjusinni fyrirmörgum
árum voru ráðvillt
bandarísk hjón
stödd í vagni neð-
anjarðarlestar í
iðrum Parísar. Þau
störðu á skilti og
áletranir og botnuðu ekki neitt
í neinu. Að endingu sagði eig-
inmaðurinn: „Af hverju er þetta
ekki á ensku? Þeir vita að það
er von á okkur.“
Þessi ágætu hjón myndu ekki
eiga í neinum slíkum vandræð-
um í Reykjavík. Sums staðar í
borginni er jafnvel svo komið
að líklegra er að íslenskumæl-
andi vegfarendur lendi í vand-
ræðum, en enskumælandi og í
miðbænum getur vegfaranda
hæglega liðið eins og í útlandi.
Í Morgunblaðinu á fimmtu-
dag birtist grein undir fyrir-
sögninni „Enskan er orðin alls-
ráðandi í miðborginni“. Fylgdi
greininni fjöldi mynda þar sem
sést hvernig enskan hefur hald-
ið innreið sína á auglýsinga-
skiltum og áletrunum. Ekki er
nóg með að auglýsingatextar,
tilboð og matseðlar séu á
ensku, iðulega ber staðurinn
einnig enskt heiti.
Önnur frétt í blaðinu daginn
áður hafði þó sennilega að
geyma skýrasta dæmið um
þessa þróun. Þar var sagt frá
þeirri sérkennilegu ákvörðun
að leyfa alþjóðlegu fataversl-
unarkeðjunni Hennes & Mau-
ritz að setja upp rúmlega
tveggja mannhæða háa auglýs-
ingu á miðju Lækjartorgi. Ekki
var síður furðulegt að fyrir ut-
an orðið Smáralind var knapp-
ur textinn á auglýsingu sænska
stórfyrirtækisins allur á ensku.
Þótti greinilega ekki ástæða til
að höfða til væntanlegra við-
skiptavina á móðurmáli þeirra.
Haft var eftir Andrési Magn-
ússyni, framkvæmdastjóra
Samtaka verslunar og þjón-
ustu, í greininni á fimmtudag
að hagsmunamat skýrði notkun
ensku í miðborginni. Þar sner-
ust viðskipti að miklu leyti í
kringum ferðamenn og mætti
færa rök að því að til að komast
í tæri við viðskiptavini í mið-
borg Reykjavíkur væri íslensk-
an ekki aðalmálið, heldur önnur
tungumál.
Eiríkur Rögnvaldsson, pró-
fessor í íslenskri málfræði við
Háskóla Íslands, sagði þessa
þróun að vissu leyti eðlilega, en
varaði við því að enskan yrði of
plássfrek. „Eftir því sem ensk-
an yfirtekur fleiri svið stendur
íslenskan verr og er í meiri
hættu. Ef það verður ekki hægt
að nota íslensku á mikilvægum
sviðum við aðstæður sem
venjulegt fólk lendir í dags-
daglega erum við
komin í alveg
splunkunýja
stöðu,“ var haft eft-
ir Eiríki í greininni.
Ari Páll Krist-
insson, rannsókn-
arprófessor við
Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræð-
um, segir í nýrri bók sinni, Mál-
heimar, Sitthvað um málstefnu
og málnotkun, að lýsa megi
sambandi íslensku og ensku
eins og „nánast séu tveir ólíkir
straumar á ferðinni sem fara
hvor í sína áttina“. Annars veg-
ar njóti enska mikils áhuga og
virðingar í íslensku samfélagi.
Það birtist meðal annars í mik-
illi enskunotkun. Hins vegar
komi oft og víða fram „óvild“ í
þeim skilningi að mjög sterk
tilhneiging sé til að sneiða hjá
enskum tökuorðum og slettum í
formlegum málsniðum. Tekur
hann sem dæmi þegar skrifað
er hlaða niður en ekki dánlóda
sem þyki verra mál.
Ari Páll skrifar að ef til vill sé
hægt að segja að „ástarhat-
urssamband“ lýsi sambandinu
milli ensku og íslensku í hugum
íslenskra málnotenda: „Íslend-
ingar sneiða hjá enskum slett-
um í formlegum málsniðum en
keppast á sama tíma við að lesa
og skrifa ensku.“
Líkja má því að tala móð-
urmálið við að vera á heima-
velli. Um leið og glímt er við
önnur tungumál tekur útivöll-
urinn við og hann er víða.
Það er ólíklegt að erlendum
ferðamönnum yrði mjög brugð-
ið við að sjá íslensku bregða
fyrir í miðbæ Reykjavíkur. Þeir
eru auk þess vanir því að heima
hjá þeim gangi þeirra móð-
urmál fyrir. Það má jafnvel
leiða að því getum að þeim
blöskri og finnist þetta ekki
fara saman við þá mynd, sem
dregin er upp af landi og þjóð í
landkynningum. Þar er því iðu-
lega hampað að hér búi þjóð,
sem geti lesið handrit, sem
voru skrifuð fyrir 700 árum
eins og þau hafi verið gefin út í
gær. Aðdráttarafl Íslands felst
í sérstöðu og framandi um-
hverfi, ekki að ferðalangar fái á
tilfinninguna að þeir séu komn-
ir til lands, sem sé að hverfa í
þjóðahafið.
Íslenskan lifir góðu lífi. Hún
tekur vissulega breytingum og
ef til vill má færa rök að því að
þær séu örari nú en áður. Mikið
er gefið út á íslensku, fjöl-
miðlun er öflug á málinu og það
kemst til skila milli kynslóða.
Nokkur skilti á ensku munu
ekki ganga af tungunni dauðri,
en það væri óneitanlega meiri
reisn yfir því að íslenskan hefði
forgang í miðbænum.
Nokkur skilti á
ensku munu ekki
ganga af tungunni
dauðri en meiri reisn
væri yfir því hefði
íslenskan forgang}
„Ástarhaturssamband“
K
líníkin í Ármúla hefur nú náð samn-
ingi við Sjúkratryggingar Íslands
(SÍ) um að konur sem beri BRCA-
stökkbreytingu í genum geti nú
leitað til fyrirtækisins og gengist
undir fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu.
Greiða SÍ fyrir aðgerðina, en hingað til hefur sú
niðurgreiðsla aðeins náð til aðgerða sem fram-
kvæmdar hafa verið á Landspítalanum.
Ákvörðun Sjúkratrygginga er farsæl af
mörgum ástæðum. Nokkrar þeirra voru raktar
í umfjöllun Morgunblaðsins síðastliðinn
fimmtudag. Fyrir það fyrsta þurfa þær konur
sem ákveða að gangast undir fyrrnefndar að-
gerðir ekki lengur að keppast við aðra notendur
heilbrigðisþjónustunnar um aðgengi að skurð-
stofum Landspítalans. Þannig bendir Inga Lillý
Brynjólfsdóttir, formaður Brakka-samtakanna,
á það í samtali við blaðið að konur hafi oft upplifað að þær
séu settar til hliðar hjá stofnuninni þegar veikt fólk hafi
verið tekið fram fyrir þær við forgangsröðun á skurðdeild-
unum. Segir hún að fullur skilningur sé hjá fólki á þeirri
forgangsröðun en að þjónusta Klíníkurinnar losi þá
„brakka-greindar“ konur undan þeim óþægindum. Einnig
kunni þessi ráðstöfun að létta álagi á Landspítalanum.
Óhætt er að taka undir þessi sjónarmið Ingu Lillýjar og
einnig þá fullyrðingu hennar að mikilvægt sé að ein-
staklingar hafi val um það hvar þeir leiti þjónustunnar.
Ólíkar leiðir og ólíkir læknar henta ólíku fólki misvel.
Möguleikinn á að bera saman ólíkar þjónustuleiðir er
einnig mikilvægur þegar kemur að heil-
brigðisþjónustu. Það sést best á því þegar
reynt er að leggja mat á árangur og stöðu
heilbrigðiskerfisins í heild. Þá er litið til
samanburðar við önnur kerfi, annars staðar í
heiminum. Þá er sjálfsagt að taka mið af því
þar sem þjónustan og kerfið er best.
Og þrátt fyrir öll slagorðin gegn einkarekstri
í heilbrigðisþjónustu, þar sem andstæðingar
hans keppast við að tala niður samkeppni á
grundvelli fjölbreytts rekstrarforms og val-
frelsi þeirra sem þjónustunnar leita, þá horfir
þessi ákvörðun SÍ til heilla. Í samtali við Morg-
unblaðið segir Hjálmar Þorsteinsson að aukin
umsvif Klíníkurinnar laði nú sérfræðilækna til
landsins. „... það er hugur heim í læknum sem
hafa verið langdvölum erlendis, sem ég held að
sé ein besta frétt fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í
langan tíma.“ Þessi orð Hjálmars sýna einnig ljóslega að sú
gagnrýni sem m.a. forstjóri Landspítalans hefur haldið uppi
gegn auknum umsvifum einkaaðila á heilbrigðissviði fæst
ekki staðist. Hefur forstjórinn sagt að ekki gangi að þjóð-
arsjúkrahúsið þurfi að standa í samkeppni við „aðila úti í
bæ“ um starfsfólk. Staðreyndin er hins vegar sú að
heilbrigðiskerfið er alþjóðlegt – fjölmargir íslenskir læknar
starfa erlendis – og eftir því sem okkur er unnt að bjóða upp
á fleiri og fjölbreyttari störf hérlendis eru meiri líkur á að
sérfræðingarnir setjist að hér heima. Það á nefnilega við um
læknana eins og sjúklingana sem áður voru nefndir. Það
sem hentar einum vel hentar öðrum síður. ses@mbl.is
Stefán Einar
Stefánsson
Pistill
Laðar fleiri lækna til landsins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Vísbendingar um erfða-blöndun eldislax af norsk-um uppruna við íslenskalaxastofna mátti greina í
sex vatnsföllum á Vestfjörðum, frá
Rauðasandi í suðri til Súganda-
fjarðar í norðri, samkvæmt niður-
stöðum rannsóknar Hafrannsókna-
stofnunar. Þar af voru skýr merki í
Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá
í Trostansfirði innst í Arnarfirði.
Í rannsókninni var erfðablönd-
un könnuð í nágrenni eldissvæða
og var 701 seiði úr 16 vestfirskum
vatnsföllum erfðagreint. Höfundar
skýrslunnar eru Leó Alexander
Guðmundsson, Ragnhildur Þ.
Magnúsdóttir, Jóhannes Guð-
brandsson og Sigurður Már
Einarsson.
Aldursgreining á blendingum
tengdi erfðablöndunina við þekktar
göngur kynþroska eldislaxa í vatns-
föll á árunum 2014 og 2015. Gögnin
benda einnig til að erfðablöndun
hafi orðið árið 2012 en líkt og árið
2015 voru engar sleppingar laxa úr
sjókvíum tilkynntar það ár.
Spurning um fleiri tilvik
Fram kemur í skýrslunni að
tvö opinber tilvik slysasleppinga
séu þekkt þar sem eldislaxar af
norskum uppruna hafi sloppið úr
sjókvíum. Það fyrra var árið 2003
þegar um 3.000 laxar sluppu í
Norðfirði. Rúmlega 100 laxar
endurheimtust, þar af nokkrir
langt frá sleppistað.
Síðara tilvikið var í Patreks-
firði haustið 2013. Ekki er vitað um
heildarfjölda en staðfest að 209 lax-
ar veiddust í Patreksfirði sumarið
2014. Nokkur hluti veiddra laxa var
skoðaður með tilliti til uppruna og
kynþroska. Af 66 löxum greindust
65 af eldisuppruna og stefndu flest-
ir ef ekki allir á hrygningu það
haust samkvæmt mati á stigi kyn-
þroska. Eftirlit var með endur-
heimtum í Patreksfirði en út-
breiðsla strokulaxanna er óþekkt.
Veiði tveggja kynþroska eldis-
laxa í Mjólká haustið 2015 og
tveggja laxa með eldiseinkenni í
Fífustaðaá í Arnarfirði sama ár
styður það að eldislax hafi sloppið
oftar á Vestfjörðum en í þetta eina
skipti.
Nýlega bárust síðan fregnir af
stórfelldri sleppingu laxaseiða af
norskum uppruna úr landkerjum í
Tálknafirði í ágúst 2002 þar sem
mögulega var sleppt 150 þúsund
300-600 gramma fiskum. Í skýrsl-
unni kemur fram að gögn bendi
ekki til að þær vísbendingar sem
finnast um erfðablöndun séu vegna
sleppinga laxaseiða í Tálknafirði
2002.
Skyldleiki laxastofna
Einnig var skyldleiki laxa-
stofna svæðisins við aðra stofna á
Íslandi kannaður með samanburði
við 26 stofna. Greining á skyldleika
vestfirsku laxastofnanna við aðra
stofna bendir til að þeir myndi sér-
stakan erfðahóp. Líta megi þannig
á að þeir hafi verndargildi út frá
sjónarmiðum um varðveislu líf-
fræðilegs fjölbreytileika.
Vestfirskir laxastofnar virðast
skyldastir stofnum á Suðvestur- og
Vesturlandi annars vegar og stofn-
um á Norður- og Norðausturlandi
hins vegar og nokkuð skyldari
seinni hópnum. Vestfirsku stofn-
arnir eru mest frábrugðnir stofnum
á Suðurlandi og stofnum í árkerfi
Hvítár í Borgarfirði.
„Í ljósi vísbendinga um erfða-
blöndun villts lax og eldislax í
nokkrum stofnum Vestfjarða er
ljóst að stórefla þarf rannsóknir á
umfangi erfðablöndunar, afdrifum
blendinga og á líffræði þeirra
stofna sem kunna að verða fyrir
skaða. Niðurstöðurnar benda einn-
ig til að eldislax gangi í ár þótt
ekki sé tilkynnt um slysaslepp-
ingar,“ segir í skýrslunni.
Erfðablöndun í sex
ám á Vestfjörðum
Sjúkdómar eru víðast hvar mikið vandamál í sjókvíaeldi og eru mörg
dæmi um að sjúkdómar berist í villta stofna laxfiska en útbreiðsla sjúk-
dóma og áhrif á villta laxa eru óþekkt, segir í skýrslunni. Samkvæmt
mati MAST er sjúkdómastaða sjókvíaeldis á Íslandi almennt góð og
engir veirusjúkdómar hafa greinst í eldislaxi á Íslandi. Ekki er vitað til
þess að sjúkdómar úr eldi hafi borist í villta laxastofna hérlendis.
Laxalús getur valdið miklum afföllum hjá laxi og urriða og í Noregi
hefur lúsin valdið erfiðleikum í eldi. Á Íslandi hefur lítið greinst af laxa-
lús í sjókvíaeldi á undanförnum árum, en þó greindist aukning 2016.
Fyrr á þessu ári var lax aflúsaður í sjókvíum í Hringsdal í Arnarfirði.
Jafnframt er nýlegt dæmi um lúsasmit í laxeldi í Fossfirði í Arnarfirði
sem fór yfir norsk viðmiðunarmörk fyrir aflúsun, að því er fram kemur í
skýrslu Hafró.
Lax aflúsaður í Arnarfirði
VEIRUSJÚKDÓMAR HAFA EKKI GREINST Í ELDISLAXI HÉR
Rannsókn á erfðablöndun Staðará
Sandsá
Hestá
Núpsá
Bjarnadalsá
Lambadalsá
Kirkjubólsá
Hofsá
Mjólká
Selárdalsá
Bakkadalsá
Dufansdalsá
Suðurfossá
Fífustaðadalsá
Botnsá
Sunndalsá
Patreksfjörður
Arnarfjörður
Dýrafjörður
Heimild: Hafrannsóknastofnun