Morgunblaðið - 26.08.2017, Page 24

Morgunblaðið - 26.08.2017, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 4. september SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Börn & uppeldi Víða verður komið við í uppeldi barna í tómstundum, þroska og öllu því sem viðkemur börnum frá fæðingu til unglingsára. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 8. sept. Það gerist stöku sinnum, þegar nýir menn fara að spreyta sig á göml-um dægurlögum, að þeir breyta textunum að eigin geðþótta. Mérkrossbrá þegar ég heyrði í útvarpinu karlmann syngja hinn indælasöng kaupakonunnar, „Ég vil fara upp í sveit …“ sem Ellý Vil- hjálms heillaði landsmenn með á sjötta áratugnum, sbr. orðin „þá með ein- um/ oft í leynum“. Viti menn, karlinn söng: „Þá með einni/ oft í leyni.“ Hvað hefði Ellý sagt, að ég tali ekki um höfund textans? Öllu snúið á hvolf. Bjarni Harðarson er glöggskyggn bókaútgefandi. Hann hefur vakið Guð- rúnu frá Lundi til lífsins, og nú hefur hann gefið út bók Guðmundar G. Haga- lín um Moniku á Merkigili (Konan í dalnum og dæturnar sjö). Furðulegur kraftur er í textum Hagalíns, sbr. þekktustu skáldsögu hans, Kristrún í Hamravík, um konuna í „veraldarinnar ljónagryfju“ sem lætur hvorki guð né menn blekkja sig. – Það var Matthías Johannessen sem vísaði mér veginn að Hagalín, m.a. með skólaútgáfu á Krist- rúnu í Hamravík. Sjálfsævisaga Hagalíns er níu bindi, að vísu skrifuð á 28 ára tímabili. Ég las 7. bindið, Stóð ég úti í tungls- ljósi (1973), stórmerkilegt rit sem gefur sérkennilega innsýn í íslenskt samfélag og tíðaranda um 1920 (t.d. það ægivald sem læknar höfðu við úthlutun spíra!). Þetta er líka spennu- og hetjusaga, reyndar eiginlega leikrit því að verkið er að mestu í samtals- formi – það er eins og samferðamenn Hagalíns séu þarna „lifandi komnir“. Jafnframt er þetta einhver lymskulegasta ástarsaga sem ég hef lesið, en á Hvanná á Jökuldal kynntist Vestfirðingurinn Hagalín fyrri konu sinni, „álfa- meynni“ Kristínu Jónsdóttur, eftir að hann hafði verið ráðinn ritstjóri á Seyðisfirði, ungur að árum. Það er hressilegt myndmálið hjá Hagalín, sbr. manninn sem varð „fórn- ardýr í hofi Bakkusar“ [Innskot: orðið fórnarlamb er ofnotað þessa dagana]. Hagalín hrífur okkur með sér upp úr hversdags-málfarinu og tilbreyting- arleysinu. „Svíradigur var hann með afbrigðum og svírinn ristur djúpum rákum eins og sandur sem eftir hafa runnið dreifðar lindarseytlur.“ En rödd ungu stúlk- unnar hljómaði „eins og silfurbjöllur“. Orðaforði Hagalíns er töfrandi. Örfá dæmi um lýsingarorð og atviksorð: miðsveitis; rauðhvarma (augu); (vera) samnátta (einhverjum); sjón- arverður (maður); gullvandaðar (manneskjur); (segja e-ð) seimdrægt [sbr. það að draga seiminn]; (segja e-ð) durnaralega [ruddalega]; laundrjúg (kímnigáfa); slúðurheldur (maður); skoteygur; blikskær og tállaus (augu); skjannabjart (tunglskin); dulkíminn (vinur); spélegt (glott); hvítlygn (fjörð- ur) og ljúflygn (fljótsós). Austfirðingar kunnu líka að komast hnyttilega að orði: „Ekki stangar hann skýin,“ sagði einn hávaxinn úr þeirra hópi um okkar dulkímna höfund, skv. því sem hann sjálfur segir (bls. 264). „Ekki stangar hann skýin“ Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Heimsstyrjöldin síðari er ekki horfin úr hugumEvrópubúa, þótt 72 ár séu liðin frá lokum hennar. Það er skiljanlegt í ljósi þeirra gíf-urlegu mannfórna og eyðilegginga sem hún hafði í för með sér. Þó kemur á óvart að nú á öðrum áratug 21. aldar séu á ný hafðar uppi kröfur um stríðsskaðabætur frá Þjóð- verjum vegna þeirrar styrjaldar. Og rétt að hafa í huga að þótt sagnfræðinga greini á um margt sem varðar heimsstyrjaldirnar tvær á 20.öld eru þeir þó flestir sam- mála um að kveikjan að þeirri seinni hafi verið Versala- samningarnir svonefndu í kjölfar hinnar fyrri, þegar sig- urvegararnir lögðu þyngri byrðar á hina sigruðu Þjóðverja en þeir höfðu nokkra möguleika á að standa undir. Nú eru það helztu forystumenn hins leiðandi stjórn- málaflokks í Póllandi, sem kennir sig við Lög og réttlæti, sem gera kröfu um að Þjóðverjar greiði milljarða dollara í skaðabætur vegna þeirrar eyðileggingar sem Þriðja ríkið hafi valdið í Póllandi í heimsstyrjöldinni síðari. Leiðtogi flokksins, Jaroslaw Kaczynski, sagði í júlí að Pólverjar hefðu aldrei horfið frá kröfu um stríðsskaðabætur. Þeir sem héldu slíku fram hefðu rangt fyrir sér. Snemma í þessum mánuði fylgdu tveir ráðherrar í ríkis- stjórn Póllands þessari kröfu eft- ir. Ýmsar upphæðir eru nefndar en lengst hefur pólskt vikurit gengið, sem segir að Þjóðverjar eigi að greiða Pólverjum sex billjónir dollara í bætur. Þýzk stjórnvöld hafa hafnað þessum kröfum og segja að þessum málum hafi verið lokið fyrir löngu. Ný skoðanakönnun sýnir hins vegar að 63% Pólverja eru sammála kröfu á hendur Þjóðverjum um stríðs- skaðabætur. Frá þessu er sagt í grein á Evrópuútgáfu bandaríska vefritsins Politico. Þar kemur fram að um 20% pólsku þjóðarinnar hafi misst lífið meðan á hernámi Þjóðverja stóð og borgir og bæir lagðar í rúst og Varsjá þar með. Eftir stríð hafi ver- ið ákveðið að Sovétríkin fengju skaðabætur og hluti þeirra gengi til Póllands. Talið er ólíklegt að það hafi gerzt. Á árinu 1953 féllu Sovétríkin frá frekari skaða- bótagreiðslum af tillitsemi við Austur-Þýzkaland, sem þá var á þeirra valdi og Pólverjar fylgdu í kjölfarið. Við sameiningu þýzku ríkjanna var gerður samningur milli sameinaðs Þýzkalands og Póllands um greiðslu 500 milljóna þýzkra marka til stofnunar í Varsjá og tveggja milljarða marka til fórnarlamba í Póllandi. Þeir Pólverjar sem nú gera kröfu á hendur Þjóð- verjum um stríðsskaðabætur segja að þá hafi Pólland verið sovézk nýlenda og ekki mark takandi á samningum nýlendustjórnar. Krafa Pólverja nú er hins vegar ekki eina krafan á hendur Þjóðverjum um stríðsskaðabætur, sem fram hef- ur komið á seinni árum. Fyrir rúmum tveimur árum komst grísk þingnefnd að þeirri niðurstöðu að Grikkir ættu kröfu á hendur Þjóð- verjum sem næmi 279 milljörðum evra. Þessi upphæð nam á árinu 2015 um 10% af vergri landsframleiðslu Þýzkalands á því ári. Þar var um að ræða bætur vegna lána sem Seðlabanki Grikklands veitti Þjóðverjum á árinu 1941 og áttu að standa undir kostnaði við hernám Þjóðverja í Grikklandi. Enn fremur bætur fyrir ómet- anlegar grískar fornminjar sem Þjóðverjar lögðu hald á, svo og bætur vegna þjáninga grískra borgara á þeim tíma, allir karlmenn í grísku þorpi voru drepnir og talið er að um 40 þúsund íbúar í Aþenu hafi soltið í hel. Grísk stjórnvöld hafa haft á orði að leggja hald á eignir Þjóðverja í Grikklandi og skoðanakönnun hefur sýnt að um 80% Grikkja eru sammála kröfum á hendur Þjóð- verjum um stríðsskaðabætur. Þessar miklu fjárkröfur, sem komið hafa beint frá stjórnvöldum í Grikklandi og með formlegum hætti en meiri ágreiningur er um í Póllandi, sýna að því fer víðs fjarri að sár heimsstyrjaldanna tveggja á meginlandi Evrópu séu gróin og spurning hvort þau eru ekki þvert á móti að ýfast upp með alvarlegum hætti. Í tilviki Grikkja er auðvitað um að ræða eins konar andsvar við þeirri stöðu sem þeir eru og hafa verið í gagnvart Evrópusambandinu, Seðlabanka Evrópu og Al- þjóða gjaldeyrissjóðnum. Kröfur þeirra mundu greiða upp skuldir þeirra gagnvart þessum aðilum. Í Póllandi er annars vegar um að ræða andsvar við at- hugasemdum sem Evrópusambandið er að gera vegna stjórnarhátta núverandi stjórnvalda í Póllandi og hins vegar viðleitni til að safna almenningi saman að baki þeirra sem kröfurnar gera gagnvart sameiginlegum „óvini“, þ.e. Þjóðverjum. Evrópusambandið hefur á síðari árum verið klofið í tvennt á milli norðurs og suðurs, þar sem Suður- Evrópuríkin telja sig hafa farið illa út úr evrunni á með- an Þjóðverjar græði á henni á tá og fingri. Nú eru fyrr- verandi leppríki Sovétríkjanna í Austur-Evrópu, sem orðin eru aðilar að ESB, að skapa sér sérstöðu, m.a. vegna þess að þau eru ósátt við kröfur á hendur þeim frá Brussel um móttöku flóttamanna. Að auki veldur aukinn flóttamannastraumur yfir Mið- jarðarhaf Ítölum og Spánverjum stórvandræðum og al- varlegur ágreiningur á milli Tyrkja og Þjóðverja getur leitt til þess að hinir fyrrnefndu hætti að hemja flótta- mannastrauminn norður á bóginn um Grikkland og Balkanskagann. Evrópa á við alvarleg og vaxandi vandamál að stríða. Að enn skuli til stjórnmálaflokkar á Íslandi sem mæla með því að Ísland kasti sér út í þetta fen er óskiljanlegt. Pólsk krafa um stríðsskaða- bætur frá Þjóðverjum Formlegar kröfur Grikkja um stríðsskaðabætur nema 279 milljörðum evra Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Íslenska spakmælið „Sá er vinur,er í raun reynist“ er sömu merk- ingar og enska spakmælið „A friend in need is a friend indeed“. Hvort tveggja má rekja til orða rómverska skáldsins Quintusar Enniusar, sem uppi var 239-169 f. Kr.: „Amicus certus in re incerta cernitur.“ Þetta á við um þá sjö þingmenn neðri málstofu breska þingsins, sem skrifuðu undir bókun um Ísland frá Austin Mitchell 13. október 2008, fimm dögum eftir að Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslend- ingum og settu þá á sama lista á heimasíðu fjármálaráðuneytis síns og Al-Kaída, Talíbana og Norður- Kóreu. Mitchell var þingmaður Grimsby fyrir Verkamannaflokkinn og kunnur Íslandsvinur. Ekki virðist hafa verið sagt frá þessari bókun í íslenskum fjöl- miðlum, en í henni var harmað, að breska ríkisstjórnin leitaðist ekki við að hjálpa gamalli vinaþjóð í erf- iðleikum. Íslendingar væru góðir viðskiptavinir Breta, hefðu fjárfest verulega í Bretlandi og ættu betra skilið. Þrír aðrir þingmenn Verkamanna- flokksins skrifuðu undir bókunina, Ann Cryer, Neil Gerrard og Alan Simpson. Þeir töldust allir til vinstri vængs Verkamannaflokksins og veittu iðulega umdeildum málum stuðning. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins skrifuðu undir, Peter Bottomley og David Wilshire. Þeir voru báðir kunnir fyrir að lúta lítt flokksaga og töldust til hægri vængs flokks- ins. Eiginkona Bottomleys, Virg- inia, sat líka á þingi fyrir Íhalds- flokkinn og var um skeið ráðherra. Enn fremur skrifuðu Elfyn Llwyd frá Velska þjóðarflokknum og Angus MacNeil frá Skoska þjóðarflokknum undir bókunina. Árið 2016 var óspart hneykslast á því í breskum blöðum, að MacNeil hefði nýtt tækifæri, sem þarlendum þingmönnum gefst á að læra erlend mál á kostnað þingsins, til að nema íslensku. Var þetta talinn hinn mesti óþarfi. Kjördæmi MacNeils er Ytri Suðureyjar, eins og þær heita á íslensku (Outer Hebrides), en þar talar meiri hluti íbúa gel- ísku. Sorglegt er til þess að vita, að aðeins skyldu átta breskir þing- menn af 650 standa að bókuninni og sumir ef til vill frekar sakir and- ófseðlis en vináttu við Ísland. Hvað sem því líður, ætti okkur að vera ljúft ekki síður en skylt að halda nöfnum Mitchells og hinna þing- mannanna sjö á lofti. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Vinir í raun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.