Morgunblaðið - 26.08.2017, Side 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017
Í minningu
Sverris Hallgríms-
sonar kemur þakk-
læti fyrst upp í
hugann, þakklæti
fyrir að hafa verið þeirrar gæfu
aðnjótandi að þekkja hann í ára-
tugi, eiga hann að vini og njóta
þess að gleðjast með honum á
góðum degi, en einnig tengja
böndin enn betur á erfiðum tím-
um. Þau hjónin Sverrir og Þór-
unn voru samhent hjón, vinsæl,
félagslynd og einstaklega gest-
risin. Við tengdumst þeim meðal
annars í gegnum félagastarf-
semi í Garðabæ. Má þar nefna
Lionsklúbbana tvo í Garðabæ,
Kvenfélag Garðabæjar, Sjálf-
stæðisfélag Garðabæjar, frímúr-
arastúkuna Njörð og ekki má
gleyma saumaklúbbnum og
Prinsessuklúbbnum. Var oft
glatt á hjalla í sambandi við
þessi félög og klúbba, bæði sam-
komur og ferðalög og nutum við
þar skemmtilegra samvista við
þau hjónin.
Sverrir var einstakur bæði í
leik og starfi. Vandvirkni hans,
smekkvísi og tilfinning fyrir
góðri hönnun gerði hann að ein-
um af þeim bestu húsgagna-
smíðameisturum sem þetta land
hefur alið. Verkstæðið hans var
mjög vinsælt, og fagmenn og
hönnuðir sóttust eftir því að fá
hann til að vinna fyrir sig. Ann-
ar undirritaðra getur vottað það
að þau verk sem Sverrir vann á
hans vegum fóru alltaf fram úr
væntingum. Hann var leiðtogi
og vinsæll forystumaður í ýms-
um félögum. Hann var um ára-
bil formaður byggingarnefndar
Garðabæjar, lipur, yfirvegaður
og ráðagóður, en gat verið fast-
ur fyrir og var ófeiminn að láta
Sverrir
Hallgrímsson
✝ Sverrir Hall-grímsson fædd-
ist 13. september
1934, hann lést 18.
ágúst 2017. Útför
Sverris fór fram 25.
ágúst 2017.
skoðanir sínar í
ljósi, ef þörf var á.
Hann gegndi ýms-
um trúnaðarstörf-
um í Frímúrara-
stúkunni Nirði,
virtur og vinsæll
meðlimur sem naut
trausts félaga
sinna.
Sverrir gekk
ekki alltaf heill til
skógar en hann lét
veikindi sín ekki hafa áhrif á að
eiga góðar stundir með vinum
sínum og ættingjum. Það er
ómetanlegt að hafa átt hann að
vini og lífið verður öðruvísi að
honum gengnum. Við vottum
Þórunni og fjölskyldu hans allri
okkar dýpstu samúð.
Sigurveig og Pálmar.
Þrír áratugir eru liðnir frá
því að fundum okkar bar saman
fyrst. Og samt virðist svo
skammt síðan. En nú er hún öll
ævi okkar góða félaga, Sverris
Hallgrímssonar.
Kynni okkar hófust á vett-
vangi bæjarmála í Garðabæ. Við
vorum samherjar og áttum gott
og náið samstarf á þeim vett-
vangi. Ævinlega var hann
reiðubúinn að rétta hjálpar-
hönd. Það þurfti ekki að biðja
um aðstoð, hún kom óumbeðin
og skilmálalaust. Og hjálp var
veitt af öllu hjarta og fullum
krafti. Lognmolla og hægagang-
ur var ekki til í hans orðabók.
Þegar ákvörðun var tekin var
hafist handa og ekki linnt látum
fyrr en verkefnin voru að baki.
Þeir sem gefa sig til starfa að
félagsmálum með þeim hætti
sem Sverrir gerði eru oftar en
ekki valdir til margvíslegra
trúnaðarstarfa. Hann tók að sér
hvert verkefnið á fætur öðru og
leysti þau öll af mikilli útsjón-
arsemi og lipurð. Allir, sem með
honum unnu, treystu honum til
góðra verka. Návist hans og
þátttaka var í senn til gagns og
ánægju og hann var drjúgur
liðsmaður í fjölmörgum fram-
faramálum. Þess fengu margir
að njóta og þess er og verður
mörgum ljúft að þakka og minn-
ast. Frásögn og ummæli sam-
ferðarmanna hans sýna það
glögglega að á þessum sviðum
sem mörgum öðrum eiga margir
honum þakkarskuld að gjalda.
Að starfa með slíkum manni var
góður skóli, sem skilur mikið
eftir.
Sverrir var einstaklega til-
lögugóður og lagði mikið á sig
til að ná sáttum í þeim fjöl-
mörgu úrlausnarefnum, sem
urðu á vegi hans. Ávallt var
hann í fararbroddi, farsæll og
einarður í því starfi, sem hann
gaf sig í. Allt starf Sverris að
málefnum Garðabæjar bar vott
um mikla yfirsýn, reynslu og
réttsýni sem átti sér djúpar
rætur í mannlegri hlýju, sem
var svo rík í fari hans og setti
raunar einnig sterkt svipmót á
öll störf hans í þágu heimbyggð-
ar.
Á lífsleiðinni kom Sverrir
víða við og í öllum sínum störf-
um gat hann sér gott orð. Hann
rak myndarleg fyrirtæki í hús-
gagna- og innréttingasmíði og
unnu hann og samstarfsmenn
sér gott traust fyrir faglega og
vandaða vinnu.
Ekki hreppti hann alltaf byr í
starfi sínu, en ótrauður hélt
hann sinni stefnu og vann bug á
því sem í vegi stóð af heið-
arleika og áræðni.
Hann lagði mikla rækt við
allt sem hann tók sér fyrir
hendur, var ekki einungis yf-
irmaður, heldur vinur og sam-
herji samstarfsmanna sinna.
Með þeim hætti náði hann góð-
um árangri, hvatti þá til dáða,
aðstoðaði í ólíklegustu málum
og lét sér annt um velferð sam-
verkamanna.
Ekki væri það að skapi vinar
míns að hafa hér á langt mál, en
þakka vil ég skemmtilegar sam-
verustundir, hispurslaust viðmót
og hvatningu. Sverrir var heil-
steyptur maður, trúr og tryggur
og raunar svo vinfastur að af
bar. Hann var ætíð hreinn og
beinn: var sá maður sem ekki
mátti vamm sitt vita í verkum
sínum neinum. Allir, sem kynnt-
ust honum, hljóta að hafa virt
hann og dáð fyrir drengskap,
festu og velvild.
Nú þegar leiðir skilur þakka
ég Sverri Hallgrímssyni einlæga
vináttu, ánægjulegar samveru-
stundir og leiðbeiningar, sem
hann var óspar á. Samúðar-
kveðjur færum við Hallveig eig-
inkonu hans, Þórunni Árnadótt-
ur, börnum þeirra og allri
fjölskyldunni. Minningin um
gott og farsælt æviskeið mun
lengi lifa.
Ingimundur Sigurpálsson.
Fáein kveðjuorð set ég á blað
og minnist Sverris, sem var vin-
ur frá því að hann fluttist í
Garðabæ árið 1967. Samveru-
stundir áttum við margar, eink-
um þó á árum áður, en þeim
fækkaði síðustu árin, eins og oft
vill verða þegar aldur færist yfir
og breytingar verða á viðfangs-
efnum.
Ég minnist Sverris einkum
fyrir það hversu öflugur hann
var í hinum ýmsu félagsstörfum
sem hann tók að sér. Það mun-
aði svo sannarlega um hann.
Víðast var honum falin for-
mennskan og henni sinnti hann
af alúð og dugnaði.
Þá minnist ég Sverris fyrir
hans yfirveguðu framkomu við
þá mörgu sem áttu við hann er-
indi. Hann vildi hvers manns
vanda leysa, taldi það hlutverk
sitt í hinum ýmsu félögum sem
hann var í forystu fyrir.
Nánast var samband okkar
Sverris við störf að framgangi
Sjálfstæðisflokksins, bæði í bæj-
arfélagi okkar og í Reykjanes-
kjördæmi. Fyrir öll hans um-
fangsmiklu störf og samstarf
okkar þakka ég Sverri.
Við sem áttum við hann náið
samstarf í áraraðir söknum
hans mjög.
Andlát hans kom á óvart,
þótt okkur væri kunnugt um
sjúkleika hans.
Sverrir átti stóra og elsku-
lega fjölskyldu sem nú horfir á
bak fjölskylduföður. Þeirra er
missirinn mestur.
Ég sendi Þórunni, börnunum,
tengdabörnum og niðjum öllum
innilegar samúðarkveðjur.
Ólafur G. Einarsson.
✝ Guðjón HólmGuðbjartsson
fæddist í Reykjavík
6. maí 1948. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 9.
júní 2017.
Foreldrar hans
voru Guðbjartur
Hólm Guðbjartsson,
f. 7. desember 1917,
d. 6. nóvember
1989, og Ólafía
Jónsdóttir, f. 18. október 1907, d.
31. ágúst 1953. Seinni kona föður
hans var Gunnleif Kristín Sveins-
dóttir, f. 14. október 1921, d. 27.
janúar 1973. Systkini hans eru
Ágústa Ingibjörg Hólm, f. 10.
september 1943, d. 15. maí 2015,
Ólafur Sigurgeir Hólm Guð-
bjartsson, f. 24. desember 1952,
d. 15. september 2014, Anna
Margrét Hólm Guðbjartsdóttir, f.
18. apríl 1955, Hólmfríður Hólm
Guðbjartsdóttir, f. 15. september
1957, Guðbjartur Hólm Guð-
bjartsson, f. 4. ágúst 1961, og
Steinunn Hólm Guðbjartsdóttir,
f. 22. ágúst 1964.
Guðjón kvæntist hinn 16. júlí
1994 Ingibjörgu
Kristjánsdóttur, f.
17. júlí 1952, d. 18.
apríl 2014. Börn
þeirra eru Hólmar
Hólm Guðjónsson,
f. 20. nóvember
1990, sambýlis-
maður Daníel E.
Arnarson, f. 28.
febrúar 1990, og
Ólafía Þyrí Hólm
Guðjónsdóttir, f.
20. febrúar 1992. Börn Ingi-
bjargar af fyrra hjónabandi eru
Hans Guðmundur Magnússon, f.
4. nóvember 1969, Hulda Mar-
grét I. Magnúsdóttir, f. 13. apríl
1973, og Kristján Edilon Magn-
ússon, f. 23. júní 1974.
Guðjón ólst upp og bjó alla tíð
á Kjalarnesi. Fyrst Króki en síð-
ar byggði hann húsið Háagerði í
sömu sveit. Að loknu námi vann
hann ýmis störf en réðst fljót-
lega til Steypustöðvarinnar þar
sem hann starfaði í 46 ár eða til
æviloka.
Útför Guðjóns fór fram í
kyrrþey frá Brautarholtskirkju
19. júní.
Elskulegur bróðir er fallinn
frá langt um aldur fram. Hann
var sannarlega kletturinn á
Kjalarnesinu, alltaf til staðar ef
eitthvað bjátaði á. Veikindi hans
og andlát voru þungt högg sem
við vorum algerlega óundirbúin
fyrir. Við bjuggumst við að Gaui
yrði allra karla elstur en svona
fór og við verðum að sætta okk-
ur við það þótt þungt sé. Lífs-
glaður, þrátt fyrir áföll, vin-
margur og vinnusamur. Margar
eru minningarnar og allar góðar.
Við ólumst upp saman í Króki
en þá voru tímarnir aðrir en í
dag. Bændasamfélagið í fullu
gildi og lítið um tæki og tól til að
létta lífið. Hann mátti þola móð-
urmissi aðeins fimm ára gamall
og svo lést stjúpmóðir hans þeg-
ar hann var rúmlega tvítugur.
Systkinahópurinn í Króki var
náinn og vináttan og umhyggjan
mikil. Þrátt fyrir missi og oft
erfiða tíma áttum við þann fjár-
sjóð að eiga hvert annað að og
það er meira en margur. Gaui
fór sínar eigin leiðir án átaka.
Hann var ákveðinn en hafði
lagni á að koma skoðunum sín-
um á framfæri án þess að
styggja samferðamennina. Hann
var kíminn og skapgóður og
naut stundanna með sínum nán-
ustu. Gaui vann oftast langan
vinnudag í Steypustöðinni en um
helgar og í fríum hjálpaði hann
pabba okkar við bústörfin. Eftir
að hann eignaðist fjölskyldu
varði hann öllum sínum frítíma
með konu og börnum þótt þau
þyrftu oft að þola það að hann
hlypi undir bagga með systk-
inunum þyrftu þau á aðstoð að
halda. Hann var ósérhlífinn og
þekktur fyrir dugnað og vinnu-
semi, skuldaði ekki nokkrum og
hjá honum gilti sú regla að afla
áður en eytt væri. Gaui byggði
sér hús í landi Króks þar sem
hann bjó. Húsið byggði hann um
helgar og í fríum frá Steypu-
stöðinni. Húsið er vandað og vel
byggt og er minnisvarði um
dugnað hans og handlagni.
Við söknum góðs bróður sem
fór allt of fljótt. Það var gaman
að koma til hans í sveitina en
þar var hann á heimavelli. Gaui
missti konu sína, Ingibjörgu, eft-
ir skammvinn veikindi árið 2014
og var það honum mikill missir
enda hjónaband þeirra einstakt.
Hann stóð sterkur og hélt heim-
ili með dóttur sinni Lóu og átti
djúpt og kærleiksríkt samband
við börnin sín til dauðadags.
Börnin hans og stjúpbörnin eru
enda einstök og voru stolt for-
eldra sinna. Við biðjum þeim
guðs blessunar og vonum að
minningin um einstakan mann
sé þeim styrkur í sorginni.
Vertu sæll, bróðir, og sáumst
síðar.
Anna Margrét, Hólmfríður
og Steinunn.
Guðjón Hólm
Guðbjartsson Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginmaður minn, bróðir og mágur,
SVERRIR VILHELMSSON
blaðaljósmyndari,
Suðurgötu 6, Keflavík,
lést mánudaginn 14. ágúst. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey.
Wanlop Noimor
Kristinn Vilhelmsson
Ólöf Vilhelmsdóttir Finn Jansen
Björn Vilhelmsson
Gunnar Vilhelmsson
Hafliði Vilhelmsson Greta Guðmundsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, bróðir, mágur og afi,
ÓSKAR JÓN HREINSSON
bifvélavirkjameistari,
lést á Sjúkrahúsinu Selfossi miðvikudaginn
23. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Karen Öder Magnúsdóttir
Helgi Hreinn Óskarsson Dóra Lilja Óskarsdóttir
Hreinn Óskarsson Guðrún Ásta Björnsdóttir
Gróa Hreinsdóttir
Sigurður Hreinsson Sigrún Júlíusdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar,
MARGRÉT E. BJÖRNSDÓTTIR,
Hvanneyrarbraut 40,
Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar
þriðjudaginn 22. ágúst.
Íris Gunnarsdóttir
Sveinn Hjartarson
Elskulegur faðir minn, afi, sonur, bróðir,
mágur og frændi,
JÓHANN HALLDÓRS,
lést í Houston, Texas, þriðjudaginn
15. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Berglaug Dís Jóhannsdóttir
Victoria Anna Berglaugardóttir
Halldór Halldórs Sigríður Jóhannsdóttir
Sigfús Halldórs
Helgi Halldórs
Hallmar Halldórs
og fjölskyldur