Morgunblaðið - 26.08.2017, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.08.2017, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017 ✝ Brynja Ósk-arsdóttir Hen- riksen fæddist 15. ágúst 1930 á Norð- firði. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 12. ágúst 2017. Foreldrar henn- ar voru Óskar Henriksen frá Sandey í Fær- eyjum, f. 1905, d. 1966, og Ólöf Jónsdóttir frá Norðfirði, f. 1903, d. 1957. Systkini hennar: Jón, f. 1927, d. 2003, Tór, f. 1928, d. 2001, Kristín Björk, f. 1931, og Magnhild, f. 1934, d. 2011. Árið 1953 gekk Brynja í hjónaband með Hilmari R.B. Jóhannssyni, f. 21. mars 1928, d. 7. desember 2010. Þau slitu samvistir. Dætur þeirra eru: 1) Edda, f. 1. júlí 1950. Börn hennar eru Hilmar, Guð- laugur, Katrín og Snorri. 2) Ólöf, f. 23. júlí 1951. Börn hennar eru Brynj- ar, Helgi og Arn- dís. 3) Ósk, f. 19. desember 1952, d. 21. október 2006, börn hennar eru Kolbeinn, Brynja og Saga. Brynja ólst upp í Færeyjum til 15 ára aldurs, flutti þá til Ís- lands og hefur búið hér síðan. Allan sinn starfsaldur helgaði hún sig verslunarstörfum fyrir utan sex ár í póstinum. Útför Brynju fór fram í kyrrþey 18. ágúst 2017. Sitjandi í rauðu stóru stólun- um hennar ömmu sem fylgt höfðu henni alla tíð og verið áber- andi stofustáss á hennar heimili rifjast upp endalausar ánægju- legar minningar sem við áttum í gegnum tíðina. Í rauðu stólunum hef ég setið í fanginu á henni, leg- ið og sofið síðan ég man eftir mér, svo ótrúlegt sem það er þá sameina þeir öll okkar heimili en amma átti stóran hlut í uppeldi mínu þar sem ég bjó um skemmri og lengri tíma hjá henni á upp- vaxtarárum mínum. Ég var alltaf strákurinn hennar og átti stóran stað í hennar hjarta, hún var að- eins 38 ára þegar ég kom í heim- inn og hefði þess vegna auðveld- lega getað verið hennar barn. Hún veitti mér ást og hlýju alla tíð, leiðbeindi mér á lífsins leið og með sinni lífreynslu leiddi hún mig ávallt til betri vegar þegar á þurfti að halda, varaði mig við hættum, án þess að dæma gat hún auðveldlega sagt nokkur vel valin orð sem aðeins þurfti til að hugleiða hvort maður var á rétti eða rangri leið, ósjaldan sagði hún, sennilega þegar innsæið sagði henni til, líkur sækir líkan heim, Hilmar minn. Við það skildi hún eftir rými til hugsana í stað þess að taka í taumana. Ég naut þess að búa hjá ömmu, hún stjanaði endalaust við mig, heyri enn í henni kalla á mig ljúflega með sinni fallegu rödd, Hilliboy! Amma var afar stolt af mér og fannst ekkert leiðinlegt þegar fólk hélt mig vera son hennar, hún var ekkert að leiðrétta það. Amma Brynja var glæsileg kona, alltaf skemmtileg og hnytt- in í orðvali og fram undir það síð- asta gat hún óvænt komið með setningar sem fengu mann til að brosa, hún var mikill kaupmaður í eðli sínu og líklega fékk ég þann áhuga frá henni en ég var farinn að verðmerkja allskonar hluti sem hún átti á háaloftinu og reyndar var þar ýmislegt sem við fórum með í gula Fíatinum út á land og seldum. Amma átti og rak barnafataverslun í nokkur ár sem var þar sem nú er Ingólfs- torg og meira og minna alla tíð stundaði amma verslun og við- skipti. Hún var mjög sjálfbjarga og sá um allar reddingar á sínu heimili og rúllaði upp þeim sem þurfti að eiga í samskiptum við, „ekki hægt“ hefur sennilega ekki verið til í hennar orðabók enda átti hún allt sitt sjálf, vildi ekki vera upp á aðra komin, hún var ótrúlega dugleg að mér fannst og ég var alltaf stoltur af henni hvert sem við komum. Amma var ótrúlega heppin í spilum en ég minnist ófárra happdrættis- og bingóvinninga sem hún vann en ég fór ósjaldan með henni í bingó og meira að segja eftir að ég kynnti hana fyrir kærustu og til- vonandi konu á þeim tíma kom ekkert annað til greina en að fara í bingó, alltaf jafn stoltur þegar amma kallaði bingó! og spennan gríðarleg þegar farið var yfir töl- urnar á miðanum uppi á sviði. Ég sagði oft að amma ynni í bingói þegar ég var spurður hvað hún gerði, svo öflug var hún í sport- inu. Það er margs að minnast þeg- ar ég sit hér og rita þetta á 87. af- mælisdegi hennar, 15. ágúst, sem alltaf hefur verið sérstakur dag- ur í mínu lífi, en amma naut þess að eiga afmæli, henni fannst at- hyglin ekkert leiðinleg. Afmælis- dagurinn í dag er sá fyrsti sem ég kemst ekki til ömmu til að kyssa hana og knúsa, það mun bíða betri tíma en ég veit að hún mun vaka yfir okkur og leiðbeina. Ég mun halda áfram að ganga um götur og stíga sem við fórum svo oft saman og minnast þín um ókomna tíð, elsku amma mín. Sakna þín alveg óendalega. Þinn Hilmar. Í dag minnumst við elsku ömmu sem lést södd sinna ævi- daga hinn 12. ágúst síðastliðinn. Hún kvaddi á sólbjörtum laug- ardegi líkt og mamma okkar og pabbi gerðu. Brynja amma bjó á okkar upp- vaxtarárum lengst af í Mos- fellsbæ og var hún daglegur gestur á heimili okkar í Lágholt- inu. Svo við, börn Óskar, nutum góðs af því í æsku að vera í nánu sambandi við ömmu. Hún var bæði hlý og góð amma sem átti alltaf til kremkex, kók í gleri, tíma og svör. Heimili hennar var okkar griðastaður. Það var ein- staklega hentugt þegar amma fann svörin við öllum heimsins vandamálum með þeirri æva- gömlu list að lesa í þurra kaffi- dropa í botni bolla. Amma sat gjarnan við eldhúsborðið í Lág- holtinu og fræddi okkur um nýj- ustu visku úr dönsku blöðunum. Þar greip hún upp margar stað- hæfingar sem stóðust oft ekki tímans tönn en í einfeldni sinni bjó þó góð meining og mikil ein- lægni. Amma var þolinmóð og nálgaðist okkur barnabörnin á jafningjagrundvelli og því var hún mikill vinur okkar. Það var mikið spilað, selt í Kolaportinu, farið í bingó í Vinabæ og borðað á Kentútsí (færeyskur framburður á Kentucky). Árið 2006 missir amma yngstu dóttur sína, móður okkar, og reyndist það henni erfið lífs- reynsla. Svo erfið var hún að í raun náði amma sér aldrei aftur á fullt skrið aftur eftir missinn og hvarf hún hratt inn í heim al- gleymis. Þrátt fyrir það áttum við margar ljúfar stundir saman síðastliðin ár þó að þær væru af öðrum toga en áður. Eftir á að hyggja hefur líf ömmu oft verið mikil þraut og reyndist hún kjarnakona sem gekk hnarreist í gegnum erfið- leika lífsins. Hún var okkar ætt- móðir, eini beini forveri og eft- irstandandi vitni gamalla tíma. Við kveðjum hana með miklum söknuði og ævinlegu þakklæti fyrir yndislegar stundir og ein- læga vináttu. Hvíl í friði, elsku amma. Saga, Brynja og Kolbeinn. Elsku besta amma mín er dá- in, ég kveð hana með sorg í hjarta en þakklæti í huga fyrir okkar vinskap sem mér þykir svo dýrmætur. Allar þær stundir sem við höfum átt saman, þær voru virkilega innilegar og við fundum það báðar, hún var ófeimin að segja það við mig hvað henni leið vel í kringum mig og það var alveg gagnkvæmt, mér leið vel með ömmu. Ég átti ekki margar stundir með henni sem barn en þegar ég eltist fór ég að sækja í hana og mér fannst gam- an að koma til hennar upp í Mosó í ömmuspjall. Það var hægt að tala við hana um allt og amma var mjög lífsreynd kona, við átt- um margt sameiginlegt og vorum oft sammála. Henni fannst gam- an að spá í bolla og þegar ég var ólétt að fyrsta barninu mínu sá hún það í bollanum, mér fannst það mjög merkilegt. Amma var alltaf stórglæsileg kona og elskaði athyglina, það var gaman að hrósa henni því hún naut þess, þannig náði ég henni í gott skap. Ég var heppin að hafa kynnst ömmu, hún var vinkona mín sem mér þótti svo vænt um. Takk, amma, fyrir okk- ar tíma og við sjáumst síðar. Þín Katrín. Brynja Óskarsdóttir Það voru slæmar fréttir sem bárust kvöldið 3. ágúst síð- astliðinn. Guðjón frændi hafði látist á heimili sínu, 74 ára að aldri. Guðjón var merkilegur maður sem lét lítið fyrir sér fara. Hann var ekki einungis frændi minn heldur vinnufélagi til margra ára. Hann var einn af þeim sem voru svo heppnir að vinna við áhuga- mál sitt. Sem sýningarmaður lifði hann fyrir kvikmyndir og var einn sá færasti í sínu fagi. Filmur voru ekki bara kvikmyndir held- ur djásn í hans höndum. Hann var mikils metinn meðal sam- starfsmanna og vegna brennandi áhuga á kvikmyndum var hann líklegast fremstur meðal jafn- ingja. Eftir að Guðjón hætti að vinna sem sýningarmaður var hann duglegur að sinna áhugamálum sínum. Hann átti stórt og mikið safn af kvikmyndum og plötum Guðjón Örn Baldursson ✝ Guðjón ÖrnBaldursson fæddist 27. maí 1943. Hann lést 3. ágúst 2017. Útför hans var gerð 18. ágúst 2017. sem hann nostraði við. Allt var skrásett og farið með eins og gull, rétt eins og hann gerði við film- urnar í vinnu sinni í Háskólabíói. Ég minnist góðra tíma þar sem hann ferðaðist með okkur annað hvert ár til Þýskalands á 9. ára- tugnum. Hann tók sér ekki oft frí en þessar ferðir færðu honum mikla hamingju. Þrátt fyrir að kunna best að meta sinn eigin félagsskap naut hann sín vel á góðum stundum með fjölskyldunni. Gaman var að bjóða honum í mat þar sem hann lét ljós sitt ætíð skína. Honum þótti afar gaman að ræða stjórn- mál við okkur hjónin og ætíð var áhugavert að hlusta á hann tala um mál sem voru honum hjart- fólgin. Hann var opinskár, hrein- skilinn og lá ekki á skoðunum sín- um. Þetta eru ómetanlegar minningar eftir fráhvarf hans. Það er sárt að sjá á eftir góð- um manni sem fór skyndilega. Um leið þakkar maður samfylgd- ina og biður Guð að blessa minn- ingu góðs manns. Haukur Heiðar Leifsson. Ástkær eiginkona mín, móðir mín, tengdamóðir og amma, MARGRÉT ÁGÚSTSDÓTTIR, Norðurvöllum 22, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 29. ágúst klukkan 13. Árni Ásmundsson Ágúst Páll Árnason Birta Rós Arnórsdóttir Dagný Halla Ágústsdóttir Margrét Arna Ágústsdóttir Hildir Hrafn Ágústsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, AGNES GUÐNADÓTTIR, Skálatúni 10, Akureyri, lést á heimili sínu umvafin fjölskyldu sinni 22. ágúst síðastliðinn. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. september klukkan 13.30. Konráð Alfreðsson Guðni Konráðsson Linda Ólafsdóttir Lára Steina Konráðsdóttir Friðjón Sigurðsson Valdís Konráðsdóttir Ellert Jón Þórarinsson og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDUR VALUR ÓLAFSSON blaðamaður, lést á dvalarheimilinu Eiri 19. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. ágúst klukkan 13. Alda Vala Ásdísardóttir Jónas Eyjólfsson Sigurborg Oddsdóttir Þórður Ægir Óskarsson Ólafur Oddsson Þórarinn Oddsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÁSBJÖRN GUÐMUNDSSON pípulagningameistari, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 21. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 31. ágúst klukkan 13. Innilegar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir góða umönnun og hlýju. Guðrún Sigurðardóttir Sigurður Valur Ásbjarnarson Hulda Stefánsdóttir Guðmundur Á. Ásbjörnsson Svanhildur Benediktsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Páll Hannesson barnabörn, langafabörn og langalangafabörn Elskulegur faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, JÓN HILMAR RUNÓLFSSON endurskoðandi, Drápuhlíð 20, 105 Reykjavík, er látinn. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilja heiðra minningu hins látna er bent á UNICEF á Íslandi eða Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Guðný Jónsdóttir Hilmar Jónsson Runólfur Þór Jónsson Brynja Dís Runólfsdóttir tengdabörn og barnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Skálateigi 5, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð 21. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 1. september klukkan 13.30. Valgeir Þór Stefánsson Arnar Valgeirsson Elena Zaytseva Ingvar Valgeirsson Helga Olsen Viðar Valgeirsson Ragna Björg Ársælsdóttir og barnabörn Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, mágkona og frænka okkar, ÁSTHILDUR TÓMASDÓTTIR GUNNARSSON, lést í faðmi fjölskyldu sinnar í Vancouver, Kanada, að kvöldi fimmtudagsins 24. ágúst. Minningarathöfn um Ásthildi fer fram í Vancouver þann 30. ágúst en blóm og kransar er afþakkað. Sturla Gunnarsson Judy Gunnarsson Ari Gunnarsson Maya Gunnarsson Anna Ingvarsdóttir Inga Henriksson Sigríður María Torfadóttir Tómas Ingi Torfason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.