Morgunblaðið - 26.08.2017, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017
Malbikunarstöðin Höfði h.f.
óskar eftir:
Verkamönnum til
malbikunarvinnu
Upplýsingar veitir verkstjóri í síma 693 5870
milli kl. 7.30 og 17.00 virka daga.
POLITICAL
SPECIALIST
Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu
Political Specialist lausa til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til og með 1. septem-
ber 2017. Frekari upplýsingar er að finna á
heimasíðu sendiráðsins: http://iceland.us-
embassy.gov/vacancies.html
JAFNRÉTTISSTAÐA: U.S. Mission veitir jafnrétti í
atvinnu til allra án tillits til kynþáttar, litar, trúar-
bragða, kyns, þjóðernis, aldurs, fötlunar, pólitískra
tengsla, hjúskaparstöðu eða kynhneigðar.
The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking
an individual for the position of Political
Specialist.The closing date for this position
is September 1, 2017. Application forms
and further information can be found on the
Embassy’s home page: http://iceland.usem-
bassy.gov-/vacancies.html
Please send your application and resumé
to: reykjavikvacancy@state.gov
EQUAL EMPLOYMENT OPPORTUNITY:The U.S.
Mission provides equal opportunity and fair and
equitable treatment in employment to all people
without regard to race, color, religion, sex, natio-
nal origin, age, disability, political affiliation, mari-
tal status, or sexual orientation
Tilkynningar
Jöfnunarstyrkur til náms
Umsóknarfrestur á haustönn 2017
er til 15. október nk.
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki
njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til
jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af
búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri
heimili sínu.
Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri
lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms).
Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem
sækja nám frá lögheimili fjarri skóla).
Nemendur og aðstandendur þeirra eru
hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á
vef LÍN (www.lin.is).
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
Starfsmenn óskast
Starfskraftur óskast í
afgreiðslu- og lagerstörf
Við leitum að starfskrafti sem er stundvís, heiðarlegur,
fær í mannlegum samskiptum, með góða íslenskukunnáttu.
Konur, við hvetjum ykkur til að sækja um líka.
Starfslýsing:
Afgreiðsla á léttum álvinnupöllum, byggingavörum,
reikningagerð og ýmislegt fleira tilfallandi.
Hæfniskröfur:
Almenn ökuréttindi, tölvukunnátta (excel, word).
Lyftararéttindi (en ekki gerð krafa um þau).
Málmiðnaðarmaður eða
handlaginn starfsmaður
Óskum eftir málmiðnaðarmanni eða handlögnum
starfsmanni helst með réttindi til ál- og stálsuðu, (nám
eða námskeið í málmsuðu í boði fyrir réttan starfsmann).
Starfslýsing:
Um er að ræða fjölbreytt starf sem felst m.a. í framleiðslu
á áltröppum, stigum, lagfæringum á leiguvörum, aðstoð
við afgreiðslu og fleira.
Hæfniskröfur:
Almenn ökuréttindi, tölvukunnátta (excel, word),
lyftararéttindi, íslenskukunnátta.
Upplýsingar um störfin veita: Steingrímur Örn
Ingólfsson og Edna Birgisdóttir í síma 564 6070
Skriflegar umsóknir sendist á kvarnir@kvarnir.is
Álfhella 9
221 Hafnarfjörður
Sími 564 6070
kvarnir@kvarnir.is
www.kvarnir.is
1996
2016
20 ÁRA
Fyrirtækið Kvarnir ehf. er umboðs- og heildsala á sviði byggingariðnaðarins.
Fyrirtækið hefur verið starfandi frá febrúar 1996. Systurfélög Kvarna
ehf. eru Pallar ehf. og Brimrás ehf. Pallar ehf. Sjá um leigu og sölu á
vinnupöllum og tengdum búnaði. Brimrás er íslensk framleiðsla á ál-
tröppum, álstigum, búkkum, ástöndum og ýmiss konar sérsmíði úr áli og
stáli. Brimrásarvörurnar hafa verið fram-leiddar á Íslandi frá árinu 1984.
Íspan óskar eftir starfsmönnum í eftirfarandi störf:
Söluráðgjafi
Helstu verkefni: Ráðgjöf til viðskiptavina,
tilboðsgerð og sala.
Móttaka viðskiptavina
Helstu verkefni: Móttaka viðskiptavina,
símsvörun og ýmis skrifstofustörf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- Þjónustulund og lipurð í samskiptum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Vilji til að læra og leggja sitt af mörkum
Umsóknarfrestur er til og með 10. september nk. Vinsamlegast
sendið umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið starf@ispan.is.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Störfin hæfa jafnt körlum sem konum.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 54 54 300.
Íspan er rótgróið íslenskt iðnfyrirtæki
sem starfað hefur frá árinu 1969.
Íspan býður viðskiptavinum sínum
fjölbreytt úrval af gleri, speglum og
ísetningarefni. Í verksmiðju Íspan í
Kópavogi eru framleitt, eftir óskum
viðskiptavina; einangrunargler, hillur,
speglar, borðplötur, bílspeglar og
margt fleira. Mikil áhersla er lögð á
gæði og góða þjónustu. Hjá Íspan
starfa, að jafnaði, yfir 30 manns.
Íspan ehf. • Smiðjuvegi 7 • 200 Kópavogi • Sími 54 54 300 • ispan.is
Félag sjálfstæðismanna í
Miðbæ og Norðurmýri
Aðalfundur
Félags sjálfstæðismanna í Miðbæ og
Norðurmýri verður haldinn fimmtudaginn 31.
ágúst 2017 kl. 17.30 í Valhöll.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn Félags sjálfstæðismanna
í Miðbæ og Norðurmýri.
Fundir/Mannfagnaðir
Stálhús -uppsetning
Óskum eftir verktaka
til að reisa 300 m2 forsmíðað stálgrindarhús
í Keflavík í september.
Upplýsingar: santon@mi.is S. 6645900
Óveruleg breyting á aðal-
skipulagi Fljótsdalshéraðs
Breyting landnotkun lands Hleina
í landi Uppsala
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum
26. júní 2017, óverulega breytingu á Aðalskipulagi
Fljótsdalshéraðs vegna breyttrar landnotkunar á
Hleinum í landi Uppsala. Breyting er gerð sam-
kvæmt 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að breyta hluta svæðis fyrir
íbúðabyggð, auðkennt B15, í landbúnaðarsvæði.
Sá hluti íbúðabyggðar B15 sem færist yfir í flokkinn
landbúnaðarland er 3,4 ha að stærð og liggur næst
Borgarfjarðarvegi. Eftir standa 16,7 ha í reit B15.
Gert er ráð fyrir lögbýli innan svæðisins sem
breytingin nær til undir heitinu Hleinar og
búskaparáform þar tengjast hrossarækt.
Með breytingunni er horfið frá fyrri uppbyggingar-
áformum og mun því stefna um landnotkun eftir
breytingu líkjast meira núverandi ástandi og þeirri
landnotkun sem er ríkjandi í grenndinni.
Á uppdrættinum verður sú breyting að reitur B15
smækkar og í staðinn kemur landbúnaðarsvæði
samkvæmt uppdrætti dags. 20. júní 2017 mkv.
1:100.000.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til
staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta
snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Fljóts-
dalshéraðs.
f.h. Bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs,
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson,
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Raðauglýsingar