Morgunblaðið - 26.08.2017, Page 45

Morgunblaðið - 26.08.2017, Page 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Við erum mjög ánægð og stolt af því sem við erum búin að setja saman. Við erum að vinna mjög mikið með grasrótinni héðan og einbeitum okk- ur að því að virkja hér og nýta okkur krafta þeirra sem eru komnir aftur heim eftir að hafa sótt sér nám í sviðslistum,“ segir Jón Páll Eyjólfs- son, leikhússtjóri Menningarfélags Akureyrar, MAk, um komandi leikár Leikfélags Akureyrar sem hefst með gestasýningu, einleiknum Hún pabbi sem verður sýndur 9. og 10. sept- ember. Konur ekki til fyrr en á 19. öld „Kvenfólk er verk sem við frum- sýnum núna í lok september, ný sýn- ing með Hundi í óskilum sem er nú svona grasrót en þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur G. Steph- ensen eru kannski komnir líka með gráa grasrót, eru í reyndari kant- inum og Akureyringar þekkja þá vel. Þetta eru lokin á þríleik þeirra um sögu Íslands og þarna fara þeir á hundavaði um kvennasöguna og ganga út frá þeirri staðreynd að kon- ur virðast, út frá heimildum, hafa numið land á Íslandi á 19. öld. Þær virðast ekki hafa verið til fyrir þann tíma. Þeir fara með kankvísum hætti yfir kvennasöguna en fara líka yfir fjórar bylgjur femínismans og helstu kvenhetjur okkar í kvennasögunni. Þetta er revíuskotin hress sýning með tögg undir niðri. Þetta er þeirra hjartans mál,“ segir Jón Páll en leik- stjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir sem hefur áður leikstýrt Hundi í óskilum, í Öldinni okkar. Verkið verður sýnt í Samkomuhús- inu og framleitt af Leikfélagi Ak- ureyrar. „Svo erum við með jólasýningu, Stúfur snýr aftur. Stúfur var hjá okk- ur í fyrra og býr náttúrlega í Dimmu- borgum og er mikill leikhúsmaður. Hann kemur aftur í Samkomuhúsið, það var frábær aðsókn að honum í fyrra á stuttu og snörpu sýninga- tímabili. Hann er mjög virkur yfir jólin en ekki aðra daga ársins, eins og gefur að skilja, af því hann er jóla- sveinn,“ segir Jón Páll. Stúfur muni m.a. fjalla um jólasiðina og mikilvægi þess að láta kvíða ekki ná tökum á sér yfir hátíðirnar. Sú sýning er studd af Norðurorku sem styrkir barna- og unglingastarf hjá MAk. Vandræðaskáld í Sjeikspír Eftir áramót, í mars, verður gam- anleikritið Sjeikspír eins og hann leggur sig frumsýnt í leikstjórn Jóns Páls en það var sýnt við miklar vin- sældir í Iðnó og Loftkastalanum fyrir 17 árum. „Þar um borð eru tveir Ak- ureyringar sem hafa nýlokið leik- aranámi. Jóhann Axel Ingólfsson sem er mér að góðu kunnur því hann var með mér sem ungur piltur í Sam- komuhúsinu í Ólíver, sýningu sem reif þakið af húsinu,“ segir Jón Páll. Hinn Akureyringurinn er Sesselía Ólafsdóttir, leikkona og leikstjóri, sem skipar jafnframt dúettinn Vand- ræðaskáld með Vilhjálmi B. Braga- syni, leikskáldi og rithöfundi, en hann staðfærir og þýðir Sjeikspír eins og hann leggur sig. Vandræða- skáldin semja auk þess tónlistina við verkið og sjá um tónlistarstjórn. Þriðji leikarinn í verkinu er Bene- dikt Karl Gröndal, „sérfræðingur að sunnan“ eins og Jón Páll kallar hann. „Hann var hjá okkur á síðasta leikári og árið þar á undan og er Akureyr- ingum að góðu kunnur úr m.a. Grín án djóks, frábær gamanleikari. Þau munu fara á kostum í þessu verki sem er mikið fjör, í því er farið yfir öll verk Shakespeares á 97 mínútum og bara þrír leikarar þannig að það er alveg bókað að eitthvað mun fara úr- skeiðis!“ segir Jón Páll og hlær. Hann segir að verkið hafi verið svo fyndið fyrir 17 árum, þegar það var sýnt í Loftkastalanum, að eiginkona hans, Íris Eggertsdóttir, sem komin var á steypirinn, hafi fengið hríðir í kjölfar mikilla hláturkrampa á einni sýningunni. Jón Páll segist fyrir vikið bundinn verkinu tilfinningalegum böndum. „Nýstofnað Sjeikfélag Ak- ureyrar flytur verkið og það er ljóst að þar er kannski meira kapp en forsjá en víðtæk þekking á verkum Shakespeares,“ bætir hann við. Þar með hafa þau þrjú verk verið nefnd sem Leikfélag Akureyrar framleiðir á leikárinu en nokkrar gestasýningar verða á fjölunum. Hún pabbi hefur þegar verið nefnd en auk hennar verður m.a. sýnd Þú kemst þinn veg, heimildarleikhússýning, sem byggist á sögu Garðars Sölva Helgasonar sem glímir við geðklofa. Fleiri gestasýningar munu fara á fjalirnar og segir Jón Páll að enn sé verið að móta þá dagskrá. Léttur og fjörugur tónn –Verkin þrjú sem þið framleiðið eru öll gamanverk, var meðvituð ákvörðun hjá ykkur að bjóða upp á slík verk? „Já, við höfum verið með eyrað mjög mikið við jörðina og hlustað á fólkið okkar hér, áhorfendur og gesti. Við vorum með hæfilega blöndu af gamni og alvöru á síðasta leikári, síð- asta verkið sem við frumsýndum, Núnó og Júnía, var t.d. frekar distóp- ískt. Því var lýst sem 1984 fyrir ung- linga þannig að verkin hafa verið þematengd þannig en núna vildum við finna léttan og fjörugan tón fyrir þetta ár, með áherslu á gleði og fjöl- breytni. Öll verkin eru samt nærandi, við teljum að það sé líklegra til teng- ingar við áhorfendur að hafa smáfjör á boðstólum,“ svarar Jón Páll. „Dagskránni er stillt upp svona, með heimamönnum mikið til, því leikfélagið er á tímamótum, orðið 100 ára gamalt og við vorum í maí á þessu ári að gefa frá okkur stefnu- mótun til framtíðar. Við teljum hlut- verk Leikfélags Akureyrar, eina at- vinnuleikhússins á landsbyggðinni, öðruvísi en leikhúsanna á höfuðborg- arsvæðinu sem geta reitt sig á 80 eða 100 þúsund áhorfendur. Við segjum að leikhús sé samfélag og það eru önnur stærri samfélagsleg verkefni og hlutverk sem við gegnum. Við rekum leiklistarskóla fyrir börn í 4.- 10. bekk af miklum metnaði. Þar höf- um við lagt áherslu á að vera með menntaða kennara og við erum líka núna, annað árið í röð, með tilrauna- verkefni sem heitir Borgarasviðið sem snýst um valdeflingu fyrir borg- arana innan leikhússins, að þeir hafi tækifæri til að rannsaka sitt sam- félag og þær spurningar sem þeir hafa með meðölum leikhússins. Borgarasviðið er verkefni sem er unnið á allt öðrum grunni en þetta hefðbundna leikhús sem setur upp hefðbundna dagskrá,“ segir Jón Páll. Reksturinn í öruggum höndum – Talandi um stóru leikhúsin í höf- uðborginni þá eruð þið í þrengri stöðu fjárhagslega en þau, ekki satt? „Sú staða er eiginlega búin. Þegar ég tek við hérna fyrir þremur árum var dregin mjög skýr lína. Við sögð- um: Í tíu ár hafa framlögin ekki hækkað, þetta er framlagið og við framleiðum innan þess ramma eins mikið og við getum. Þannig að í þrjú ár hefur leiklistarsviðið staðist allar áætlanir. Hins vegar skýtur það skökku við – ef við erum að tala um pólitík sem er kannski ekkert skemmtilegt í þessu viðtali – að við höfum hvorki bolmagn til að framleiða meira en þrjár sýningar á ári né til þess að ráða hingað fastan leikhóp. Ástæðan fyrir því að við höfum þurft að minnka umfang og fjölda sviðsetn- inga er skortur á fjármagni til fram- leiðslu. Þannig að fjárhagsstaðan hjá LA og reksturinn hjá MAk er í mjög öruggum höndum en okkur skortir fjármagn ef það er vilji stjórnvalda að hafa hér áfram atvinnuleikhús og auka framleiðslu,“ svarar Jón Páll og bendir í framhaldi á samfélagslegt mikilvægi menningarstarsemi MAk fyrir norðan. Fólk vilji eiga kost á því að fara í leikhús, á tónleika eða aðra menningarviðburði. Að komast í Bónus sé ekki nóg, eitt og sér. Áhersla á gleði og fjölbreytni  Léttleikinn verður í fyrirrúmi í þeim leikverkum sem MAk framleiðir á komandi leikári  Hundur í óskilum fer yfir kvennasöguna, Stúfur snýr aftur og öll verk Shakespeares verða tekin fyrir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nærandi Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri segir verkin þrjú, sem Leikfélag Akureyrar framleiðir á næsta ári, nærandi og að áhersla sé lögð á gleði og fjölbreytni. Leikfélagið fagnar 100 ára afmæli á þessu ári. Nýtt starfsár er hafið hjá MAk og verður boðið upp á fjörugt og nærandi veisluborð fyrir gesti í vetur, eins og það er orðað í tilkynningu. 23. september mun Sinfóníuhljómsveit Norðurland (SN) hylla afmælisbarnið Leikfélag Akureyrar sem er hundrað ára með rev- íuskotnum tónleikum þar sem fjöldi söngvara kemur fram. 22. október nær finnsk þemavika í Hofi hámarki þegar hljómsveitarstjórinn Petri Sakari stýrir sinfóníuhljómsveitinni í flutningi á verkum Síbelíusar og Áskels Mássonar og 23. nóvember munu Kristinn Sigmundsson bassi og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja efnis- skrá með söngljóðum og aríum eftir íslensk og erlend tónskáld, m.a. Der Wanderer eftir Schu- bert. Ballettflokkur St. Pétursborgar snýr aftur til Akureyrar 26. og 27. nóvember og sýnir ballettinn Þyrnirós við tónlist Tchaikovskíjs sem SN flytur. Hörður Áskelsson stýrir flutningi SN, Kammerkórs Norðurlands, Hymno- diu, Stúlknakór Akureyrarkirkju og einsöngvara á Matteusarpassíu J.S. Bach 29. mars og 29. apríl mun SN frumflytja hljómsveitarverkið Ólafur Liljurós eftir Jórunni Viðar, undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur. Fjörugt og nærandi veisluborð NÝTT STARFSÁR HAFIÐ HJÁ MENNINGARFÉLAGI AKUREYRAR Kristinn Sigmundsson Vefur Menningarfélags Akureyrar: www.mak.is Myndlistarsýningin Translations verður opnuð í dag kl. 14 í Deigl- unni, Kaupvangsstræti 23 á Ak- ureyri og verður einnig opin á morgun kl. 14-17. Dönsku mynd- listarmennirnir Else Ploug Isaksen og Iben West sýna þar verkefni í vinnslu samnefnt sýningunni sem samanstendur af ljósmyndum og texta. Danirnir eru gestalistamenn Gilfélagsins í ágúst og hafa skipst á ljósmyndum og texta við fjóra ís- lenska rithöfunda: Hallgrím Helga- son, Einar Má Guðmundsson, Krist- ínu Ómarsdóttur og Sigurbjörgu Þrastardóttur. Samtalið hefur myndast með því að Iben og Elsa senda ljósmyndir frá dvöl þeirra á Íslandi og rithöfundarnir svara með texta og öfugt, segir í tilkynn- ingu. Skiptin séu eins og hugar- flæði, ljóðrænt flæði sem hafi sinn eigin veruleika. Translations opnuð í Deiglunni Skipti Listamennirnir hafa skipst á ljós- myndum og texta við íslenska rithöfunda, m.a. Kristínu Ómarsdóttur. Hljómsveitin Ensemble Sirius, skipuð fimm ungum tón- listarkonum frá Árósum í Danmörku, býður upp á tvo ókeypis viðburði í Norræna húsinu um helgina. Í dag verða þær með vinnustofu kl. 13 og er markmiðið að opna huga fólks fyrir samtímatónlist sem oft getur ver- ið tormelt og krefjandi, eins og því er lýst í tilkynningu. Á morgun halda þær tónleika kl. 15 og flytja verk eftir Þuríði Jónsdóttur. Tónlistarkonurnar fimm leika á saxófón, bassa, pí- anó, trompet og slagverk sem þykir sjaldgæf blanda í klassísku samhengi. Samstarf kvennanna er sam- norrænt tónlistarverkefni sem þær kalla „Ferðalag um norræna náttúru“ og gengur út á að kynna samtíma- tónlist frá sex norrænum löndum og stuðla að sterkri norræni tónlistarhefð. Í nánu samstarfi við tónskáldin er áhorfendum boðið í ímyndað ferðalag til Grænlands, Færeyja, Íslands, Álandseyja, Svíþjóðar og Danmerk- ur. Tónskáldið sem tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands er Þuríður fyrrnefnd. Ferðalag um norræna náttúru Ferðalag Tónlistarkonurnar fimm frá Árósum bjóða í ferðalag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.