Morgunblaðið - 26.08.2017, Qupperneq 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2017
Tvær nýjar einkasýningar verða
opnaðar í Kling & Bang í Marshall-
húsinu í dag kl. 17. Fyrst má þar
nefna sýningu Emily Wardill, Marg-
vísleg, lítil, mjólk, og. Wardill er
breskur listamaður sem býr og
starfar í Lissabon. Hún hefur haldið
fjölda einkasýninga og samsýninga,
m.a. í Bergen, Salzburg, Brussel,
Sydney og Kaupmannahöfn. Hún
starfar nú sem prófessor í Listahá-
skólanum í Malmö. Wardill fjallar í
verkum sínum um samskipti og yfir-
töku þeirra á efnisleikum. Á sýning-
unni sýnir hún ljósmyndaverk sem
hún hefur spunnið upp úr kreditlista
fyrri kvikmyndar hennar auk lág-
mynda sem byggðar eru á hug-
myndinni um skyrtu sem hlut, teikn-
ingu, málverk, skúlptúr og sýningar-
aðila. Kvikmynd Wardill, No Trace
of Accelerator, byggist á eldsvoðum
sem áttu sér stað í litlu frönsku
sveitaþorpi á 10. áratugnum. Að-
alpersónan í mynd Wardill er eld-
urinn sjálfur eða öllu heldur hug-
myndin um hann, og leitast hún við
að sýna sálfræðilegan skýrleika og
hversdagsleika þessara atburða.
Kviklyndi eldsins birtist í tengslum
við spunakennda tækni framköll-
unarinnar. Einnig tekst sýning War-
dill á við víddir og tálsýnir; hvernig
einn hlutur þykist vera annar.
Hin sýningin er eftir Jóhannes
Atla Hinriksson og heitir OK, api
Allt í lagi. Þetta er fyrsta einkasýn-
ing Jóhannesar frá árinu 2009, en
hann hefur áður sýnt verk sín m.a. í
V1 Gallery í Kaupmannahöfn og Ha-
as & Fischer í Zürich eftir að hafa
útskrifast úr framhaldsnámi í mynd-
list úr School of Visual Arts í New
York. Í list Jóhannesar forðum hafa
verið fjölmargar tilvísanir í afríska
list, goðsagnir, vúdú, særingar og al-
þýðulist. Hann hefur síðustu ár búið
á Norðurlandi og unnið að listaverk-
um í einrúmi í bílskúrum og vinnu-
stofum. Verkin á sýningunni taka
fyrir sköpun, eyðileggingu og hvað
getur orðið fórnarlamb sköpunar-
innar. Í þeim er það frumskógarlög-
málið sem ræður ríkjum en ekki allt-
af hinir hæfustu sem komast af.
Opið verður frá kl. 12-18 miðviku-
daga til sunnudaga en til kl. 21 á
fimmtudögum.
Klippimynd Verk eftir Jóhannes.
Apaspil, eldsvoðar
og mjólkurdreitlar
Tvær einkasýningar í Kling & Bang
Forvitnilegt Verk eftir Wardill.
Uppistandarinn, þáttagerðarkonan og leik-
konan bandaríska Amy Schumer krafðist
þess að sjónvarpsþátta- og kvikmyndaveit-
an Netflix greiddi henni sömu laun og
starfsbræðrum hennar í gríninu, eftir að
hún komst að því hvað veitan greiddi grín-
istunum Dave Chappelle og Chris Rock fyr-
ir að fá að sýna uppistandssýningar þeirra.
Skv. frétt BBC fengu karlarnir greiddar
20 milljónir dollara frá Netflix fyrir uppi-
standssýningar þeirra en Schumer segir að
henni hafi verið boðnar 11 milljónir dollara.
Netflix mun hafa hækkað greiðsluna til
Schumer eftir að launamunurinn kom í ljós.
Fréttin kemur í kjölfar umfjallana um
launamun kynjanna í Hollywood en konur
þar hafa um þriðjung launa karla
Átti að fá helmingi minna en karlarnir
Ósátt Schumer var eðlilega ekki
sátt við að fá minna greitt.
Gyða Valtýsdóttir hefur nú bæst í
hóp tónlistarmanna útgáfufyrir-
tækisins figureight og mun það
gefa út plötu hennar Epicycle á
vínyl og stafrænu formi á heims-
vísu í haust. Epicycle kom út á
geisladiski á Íslandi á vegum
Smekkleysu sl. haust og hlaut þá
Íslensku tónlistarverðlaunin sem
plata ársins í opnum flokki og fyr-
ir plötuumslag ársins, auk þess
sem platan var valin ein af
Kraumsplötum ársins.
Á Epicycle má m.a. finna elsta
skráða tónverk sögunnar, „Graf-
skrift Seikilosar“ eða „Seikilos
Epitaph“, en einnig nýrri verk eft-
ir tónskáld á borð við Messiaen,
Prokofieff, Crumb og Schumann.
Gyða tekur fyrir ýmis verk sem
hafa sérstakt gildi fyrir hana og
flytur þau eftir sinni eigin per-
sónulegu túlkun, eins og segir í
tilkynningu frá figureight.
Gyða bætist í hóp listamanna figureight
Á heimsvísu Plata Gyðu, Epicycle, verð-
ur gefin út á heimsvísu af figureight.
Morgunblaðið/RAX
Bílar 3 Metacritic 59/100
IMDb 7,4/10
Sambíóin Álfabakka 14.00,
15.00
Sambíóin Egilshöll 15.00
Sambíóin Kringlunni 13.20
Sambíóin Akureyri 15.20
Out of thin air
Myndin hefst á hinni drama-
tísku sögu af hvarfi Guð-
mundar Einarssonar og svo
Geirfinns Einarssonar árið
1974
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 18.00
Hjartasteinn
Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,8/10
Bíó Paradís 22.15
The Other Side of
Hope
Metacritic 88/100
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 22.00
Angels in America -
Part Two: Perest-
roika
Bíó Paradís 20.00
BPM
Hvað þarf til að berjast gegn
heimsfaraldri? Með þekk-
ingu, hugrekki og þraut-
seigju að vopni berst hópur
fólks sem aktívistar til að
fræða fólk um AIDS.
Bíó Paradís 17.30
AMERICAN VAL-
HALLA
Bíó Paradís 20.00
Mýrin
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 18.00
Dunkirk 12
Myndin fjallar um Operation
Dynamo árið 1940.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 96/100
IMDb 9,2/10
Sambíóin Álfabakka 22.00
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 18.00,
20.20
Emojimyndin Gene býr ásamt aragrúa
broskarla á milli appanna í
símanum.
Metacritic 12/100
IMDb 1,9/10
LLaugarásbíó 14.00, 16.00,
18.00
Sambíóin Keflavík 14.00,
16.00, 18.00
Smárabíó 13.00, 15.10,
17.20
Háskólabíó 15.40, 17.50
Borgarbíó Akureyri 13.50,
15.50, 18.00
Kidnap 12
Karla er fráskilin móðir sex
ára stráks, Frankies. Hún
vinnur á veitingastað og er
bara nokkuð sátt við lífið og
tilveruna.
Metacritic 44/100
IMDb 6,0/10
Smárabíó 17.45, 19.30,
20.00, 22.10
Háskólabíó 15.40, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00
Stóri dagurinn Mathias álpast út í framhjá-
hald. Kærasta hans finnur
nafnspjaldið hennar og mis-
skilur hún það sem bónorð
IMDb 6,4/10
Smárabíó 15.00, 17.20
Háskólabíó 18.10, 21.10
Logan Lucky
Bræðurnir Jimmy, Mellie,
and Clyde Logan finnast
skipuleggja þeir meiri háttar
rán á NASCAR kappakstri.
Metacritic 78/100
IMDb 7,5/10
Laugarásbíó 20.00, 22.30
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.00
The Glass Castle 12
Kvikmynd byggð á æviminn-
ingum Jeannette Walls sem
fæddist árið 1960.
Metacritic 57/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 19.40, 22.30
Háskólabíó 18.00
Borgarbíó Akureyri 17.40
Atomic Blonde 16
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 63/100
IMDb 7,1/10
Laugarásbíó 20.00, 22.25
Háskólabíó 20.50
Borgarbíó Akureyri 22.20
The Dark Tower 12
Metacritic 39/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 20.10, 21.45,
22.20
Shot Caller
IMDb 7,5/10
Laugarásbíó 20.00, 22.30
Spider-Man:
Homecoming 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 73/100
IMDb 8,0/10
Smárabíó 13.30, 14.00,
16.30, 16.50, 19.40
Fun Mom Dinner 12
Metacritic 33/100
IMDb 3,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
War for the Planet of
the Apes 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 82/100
IMDb 8,1/10
Smárabíó 22.30
Baby Driver 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 86/100
IMDb 8,3/10
Háskólabíó 20.50
Ég man þig 16
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 7,8/10
Háskólabíó 15.40, 18.00
Bíó Paradís 20.00
Pirates of the
Caribbean: Salazar’s
Revenge 12
Metacritic 39/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 17.20
Valerian 12
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 52/100
IMDb 7,0/10
Laugarásbíó 17.00
Storkurinn Rikki Unglingsspörfuglinn Richard
varð munaðarlaus við fæð-
ingu og var alinn upp af
storkum, og hann trúir því
að hann sé einn af þeim.
Metacritic 55/100
IMDb 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 14.00,
16.00, 18.00
Sambíóin Egilshöll 15.00
Sambíóin Kringlunni 13.00,
14.00, 16.00
Sambíóin Akureyri 15.20
Sambíóin Keflavík 16.00
Aulinn ég 3 Metacritic 55/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 14.00, 16.00,
18.00
Sambíóin Álfabakka 14.00,
14.30, 16.00, 16.30, 18.00
Sambíóin Keflavík 14.00
Smárabíó 13.00, 15.20
Háskólabíó 15.40
Besti lífvörður í heimi fær nýjan viðskiptavin, leigu-
morðingja sem þarf að bera vitni hjá alþjóða glæpa-
dómstólnum. Þeir þurfa að leggja ágreiningsmál sín
til hliðar rétt á meðan, og vinna saman til að þeir
nái í réttarhöldin áður en það verður um seinan.
Metacritic 55/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 18.30, 20.00, 21.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 15.00, 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30
The Hitman’s Bodyguard 16
Annabelle: Creation 16
Nokkrum árum eftir dauða dóttur
sinnar skjóta brúðugerðarmaður og
kona hans skjólshúsi yfir nunnu og
nokkrar stúlkur frá nálægu mun-
aðarleysingjahæli.
Metacritic 71/100
IMDb 7,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 22.40
Sambíóin Akureyri 22.30
Sambíóin Keflavík 22.30
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Everything, Everything
Madeline hefur ekki farið út fyr-
ir hússins dyr í sautján ár af því
að hún er með ofnæmi fyrir
heiminum.
Metacritic 52/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.50, 20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 15.40, 17.50, 20.00, 22.10
Sambíóin Akureyri 17.50, 20.00
Sambíóin Keflavík 17.55, 20.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna