Morgunblaðið - 26.08.2017, Side 52

Morgunblaðið - 26.08.2017, Side 52
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 238. DAGUR ÁRSINS 2017  Sóley slær botninn í sumar- tónleikaröð Gljúfrasteins þetta árið á morgun kl. 16. Með henni leika Albert Finnbogason á bassa og Katrín Helga Andrésdóttir á hljómborð. Ljósmynd/Ingibjörg Birgisdóttir Sóley á Gljúfrasteini  Síðustu sumar- tónleikar Jómfrú- arinnar í ár verða í dag kl. 15. Þar kemur fram kvart- ett saxófónleik- arans Jóels Páls- sonar. Með honum leika Dav- íð Þór Jónsson á píanó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Sérstakur gestur er Högni Egilsson. Aðgangur er ókeypis. Kvartett Jóels og Högni á Jómfrúnni  Stjórn Leikfélags Reykjavíkur hefur endurráðið Kristínu Eysteinsdóttur í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhúss- ins til 31. júlí 2021, en hún hefur gegnt starfinu frá febrúar 2014. „Það er mikill heiður að njóta trausts til að sitja áfram í þessu frábæra starfi. Þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag hingað til. Mjög oft ansi krefjandi en síðan er uppskeran svo einlæglega þess virði þegar maður sér sýningar lifna við á sviðinu sem rata alla leið inn í hjörtu áhorfenda og hafa eitt- hvað um það að segja hvernig við skiljum samfélagið okkar. Ég er full tilhlökkunar og áhuga á að reyna að gera enn betur,“ segir Kristín. Kristín endurráðin leikhússtjóri Leikmannahópurinn sem mætir Finn- landi og Úkraínu í næstu leikjum karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni HM var kynntur í gær. Heimir Hallgrímsson gerir litlar breytingar frá sigrinum gegn Króatíu en athygli vek- ur að fram- línan virðist nokkuð þunn- skipuð. Eins og farið er yf- ir í Morgun- blaðinu í dag hefur Heimir hins vegar náð að stækka vopnabúr lands- liðsins. »4 Heimir hefur bætt við vopnabúr landsliðsins Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ólafur Jónsson, fyrrverandi hand- boltakappi í Víkingi og upplýsinga- stjóri Reykjavíkurborgar, á sér for- tíð í unglingahljómsveitum. Nú hefur hann tekið upp þráðinn á ný og í næstu viku kemur út tíu laga geisladiskur hans. Hann er tileink- aður starfi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og sumarbúðunum í Reykjadal. „Geisladiskurinn er tileinkaður starfi fyrir fötluð börn,“ segir Ólaf- ur. „Elva Rós, dótturdóttir mín í Þýskalandi, var fyrirburi þegar hún fæddist fyrir fimm árum og glímir við fötlun, þannig að hún er bundin hjólastól. Eigi að síður vaknar hún með bros á vör og er brosandi þegar hún fer að sofa. Heitið á plötunni er einmitt Bjarta bros. Ég hef farið með Elvu Rós á æf- ingar hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, en þar er sams konar að- staða og hún þekkir frá Þýskalandi. Ég þekki býsna vel hvað þessir krakkar verða af miklu oft á tíðum og hvað það gefur þeim mikla gleði þegar þau fá að leika sér við betri aðstæður en þau hafa víðast hvar. Markmiðið með plötunni er að styrkja krakka sem hafa ekki mögu- leika á að gera allt það sama og jafn- aldrar þeirra með eðlilega hreyfi- getu geta gert og Elva Rós kemur gagngert til landsins frá Þýskalandi vegna útgáfunnar. Um 500 eintök plötunnar verða gefin og góðviljaðir móttakendur geta, ef þeir vilja, lagt inn á reikning hjá styrktarfélaginu til þess að styrkja kaup á tækjum fyrir sumar- búðirnar í Reykjadal.“ Jeremías og Steinblóm Ólafur lék á orgel með hljómsveit- unum Jeremíasi og Steinblómi þeg- ar hann var 16-19 ára. Sveitirnar náðu heimsfrægð upp úr 1970 í ákveðnum hverfum Reykjavíkur, nokkrum bæjarfélögum úti á landi og á Keflavíkurflugvelli, að sögn Ólafs. Hann var á fullu í íþróttum og lék meðal annars 77 landsleiki í hand- bolta 1978-1983 og var fyrirliði liðs- ins. Hann var í gullaldarliði Víkings, sem vann til margra meistaratitla og var fyrir tveimur árum valið besta handboltalið á Íslandi. Ólafur tók við sem framkvæmda- stjóri Tónabæjar 1981 og segist vera stoltur af því að hafa árið eftir átt þátt í að koma Músíktilraunum á laggirnar. Úr Tónabæ lá leiðin á skrifstofu borgarstjóra þar sem hann starfaði í aldarfjórðung í yfir- stjórn borgarinnar. Röddin geymd í formalíni „Tónlistin hefur blundað í mér alla tíð og alltaf verið stutt í gítarinn eða píanóið,“ segir Ólafur. „Þegar ég hætti störfum hjá borginni fyrir tveimur árum var kominn tími til að gera meira á því sviði. Ég keypti mér lítið tónlistarstúdíó, sem ég er með í tölvunni, og fékk Hilmar Sverrissson upptökumeistara til að- stoðar. Á plötunni syngur Þorsteinn Þorsteinsson fjögur lög, en hann söng síðast með mér í hljómsveitinni Steinblómi á árum áður. Það er eins og snilldarröddin hans hafi geymst í formalíni í öll þessi ár. Nánasta fjölskylda mín tók virkan þátt í þessu, þannig syngja Viktoría og Ísabella Jasonardætur, sonar- dætur mínar, samtals í sjö lögum, bæði aðalraddir og bakraddir. Ég syng í tveimur lögum og í öðru þeirra syngjum við saman Kristín eiginkona mín og börnin okkar, Jas- on og Baddý. Það lag fjallar um golf, en síðustu ár hefur mikill tími farið í spilamennsku og vafstur í kringum golfið í Öndverðarnesi og víðar.“ Vildi hafa þetta skemmtilegt Ólafur segist hafa notið aðstoðar frábærra tónlistarmanna eins og Sigurðar Dagbjartssonar, Jóhanns Hjörleifssonar, Sigurðar Flosasonar og síðast en ekki síst Hilmars Sverr- issonar. Sjálfur segist hann gutla á píanó á plötunni. – En hvernig plata er Bjarta bros? „Ég vildi hafa þetta skemmtilegt og lögin á plötunni eru flest þægi- legar ballöður, en þó er þarna eitt alvörurokklag frá því í gamla daga. Ég er ánægður með útkomuna og hef sagt að þetta sé skemmtilegasta plata síðan Sumar á Sýrlandi kom út 1975,“ segir Óli Jóns. Svo er hlegið. Bjart bros fyrir fötluð börn  Handboltakappi tekur til við tón- listina á nýjan leik Útgáfa Ólafur Jónsson og Kristín Guðmundsdóttir með barnabörnunum Elvu Rós og Jakobi Smára, sem búa í Þýskalandi. Jakob á þátt í einu laganna. Inn úr horninu Ólafur lék 77 lands- leiki og í mörg ár með Víkingi. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Dýrasta bílastæði í heimi? 2. Stemning í VIP teiti H&M 3. Sara Heimis segist enn gift Piana 4. Barnaníðingur fékk uppreist æru FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðaustan 5-18 m/s, hvassast við S-ströndina og rign- ing, einkum á SA-landi, en síst NA-til. Hiti 10-17 stig, hlýjast norðaustanlands. Á sunnudag Suðvestan 5-13 m/s og rigning með köflum, hiti 8 til 13 stig. Yfirleitt þurrt og bjart norðaustan- og austanlands með hita að 17 stigum. Á mánudag Fremur hæg breytileg átt með vætu í flestum landshlutum. Vaxandi norðan- átt undir kvöld og rofar til suðvestanlands seinnipartinn. Hiti 8 til 14 stig. „Ég lenti á andlitinu og ég fann að það kom högg á fótinn. Ég fattaði strax að hann var brotinn,“ segir skíðakonan Helga María Vilhjálms- dóttir í Morgunblaðinu í dag, en hún fótbrotnaði illa í fyrradag og var flutt með þyrlu á sjúkrahús þar sem hún bíður þess að komast í aðgerð. Hún segir nauðsynlegt að halda neikvæð- um hugsunum í burtu. »1 Fann það strax að hún væri fótbrotin „Ég hef á tilfinningunni að Koeman vilji byggja sókn- arleik liðsins í kringum Gylfa. Þar af leiðandi ætti Gylfi að vera í aðalhlutverki þegar liðið byggir upp sókn- ir,“ segir Greg O’Keeffe í samtali við Morgunblaðið um hlutverk Gylfa Þórs Sig- urðssonar hjá Everton. O’Keeffe ritstýrir umfjöllun um Everton F.C. hjá stað- armiðlinum Echo. »2 Sóknin skipulögð í kringum Gylfa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.