Fréttatíminn - 24.02.2017, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 24.02.2017, Qupperneq 16
Það er mikil húsnæðisekla í Reykjavík og nágrenni. Áætlað er að það vanti yfir fimm þúsund íbúðir til að anna eftirspurn. Á meðan það ástand varir spennist verðið upp. Fólk sem hefur átt í erfiðleikum með að spara fyrir útborgun fyrir sinni fyrstu íbúð á enn erfiðara með að kaupa í dag en í fyrra. Það er erfitt að segja til um hversu margar leiguíbúðir vantar til að jafnvægi skapist. Leiguverð hefur hækkað langt umfram verð- lag á undanförnum árum. Erfið- leikar yngra fólks til að kaupa sér húsnæði og samkeppni þess við ferðamenn á leigumarkaði hefur skrúfað upp verðið. Þegar horft er til næstu ára er ljóst að þrýstingur ferðamanna á húsnæðismarkaðinn mun aukast. Fjölgun ferðamanna í fyrra jafn- gildir því að landsmönnum hafi fjölgað um 7500 manns. Sú fjölg- un veldur spennu á leigumarkaði en líka í nýbyggingar. Verktakar sem annars væru að byggja nýtt íbúðarhúsnæði kjósa fremur að byggja hótel og gistihús. Þörf ferðaþjónustunnar fyrir ný gisti- rými slagar upp í þörf fyrir íbúðar- húsnæði. Það sem af er ári hefur ferða- mönnum fjölgað enn meira en í fyrra. Ef fram fer sem horfir gætu ferðamenn orðið um 2,5 milljón í ár. Það jafngildir að þeir verði að meðaltali á hverjum degi nærri tíu þúsund fleiri á landinu en í fyrra. Þrýstingur ferðamanna á húsnæð- ismarkaðinn mun því ekki bara halda áfram, hann mun aukast. Fjölgun ferðamanna er meiri en íslenskur vinnumarkaður ræður við. Í hittifyrra fjölgaði erlendu verkafólki um þrjú þúsund og í fyrra um fjögur þúsund. Talið er að ekki færri en fimm þúsund muni flytja til landsins á þessu ári til að sinna ferðaþjónustu og byggingariðnaði, fyrst og fremst. Og einhvers staðar þarf það fólk að búa. Það er því ljóst að húsnæðis- markaðurinn getur ekki tryggt ferðamönnum gistingu, útvegað húsnæði fyrir erlent verkafólk, boðið upp á leiguhúsnæði á skap- legu verði og nægar íbúðir til sölu. Vankantar kerfisins birtast í húsaleigu sem er langt umfram það sem lágtekjufólk og fólk með lægri millitekjur ræður við, leigu á óíbúðarhæfu húsnæði til erlends verkafólks og svo háu íbúðaverði að yngra fólk og tekjulægra ræður ekki við að kaupa sér húsnæði. Eins og í öllum efnahagshrær- ingum eru fórnarlömb þessara hamfara hinir tekjulægri, öryrkjar, námsmenn, barnafólk, fátækir og þeir sem standa höllum fæti. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Af þessum sökum hafa flestar þjóðir í okkar heimshluta komið sér upp félagslegu íbúðar- kerfi til að tryggja ungu fólki og gömlu, námsmönnum og öryrkj- um, barnafjölskyldum og þeim sem hafa lágar tekjur öruggt hús- næði á viðráðanlegum kjörum. Það er grunnforsenda þess að eðlilegt mannlíf dafni. Það brýtur niður samfélög þegar hinir verst settu búa við nagandi óvissu og er haldið í fátækt vegna óhóflegs hús- næðiskostnaðar. Við þurfum ekki að horfa til annarra landa. Við getum líka horft aftur á eigin sögu. Upp- bygging verkamannabústaða milli stríða og Breiðholtsins á eftirstríðsárunum eru dæmi um þjóðarátak til bættra lífskjara. Eyðilegging verkamannabústaða- kerfisins undir síðustu aldamót er að sama skapi ein skammarlegasta pólitíska aðgerð sögunnar. Til að byggja upp félagslegt kerfi þarf að vernda tekjulægra fólk fyrir verðsveiflum í vaxtakjörum og íbúðaverði. Það þarf að byggja einangrað kerfi, varið fyrir þess- um sveiflum. Tekjulægra fólk getur ekki annað en skaðast af óbeisluðu markaðskerfi. Það nægir að benda á stöðuna á húsnæðismarkaði í dag því til sönnunar. Það er álíka mikilvægt að byggja upp félagslegt húsnæðiskerfi fyrir um 30 til 40 þúsund tekjulægstu fjölskyldurnar og að byggja upp önnur grunnkerfi samfélagsins; heilbrigðiskerfi, menntakerfi, al- mannatryggingar og vegakerfi. Óbeislaður markaður mun aldrei geta tryggt öllum ódýrt og öruggt húsnæði. Það eru engin dæmi um það í sögunni. Það að Íslendingar skuli hafa að mestu eyðilagt vísi sinn að félagslegu húsnæðiskerfi og séu enn að vonast til þess að óheftur markaður leysi vandann á einhvern dularfullan máta; sýnir að þessi þjóð er verr leikin eftir þá áratugi sem nýfrjálshyggjan var ríkjandi viðhorf en svo til allar þjóðir í okkar heimshluta. Það er kominn tími til að leggja af þessa barnalegu trú og snúa sér að uppbyggingu félagslegs íbúða- kerfis sem hýst getur um 30 til 40 þúsund fjölskyldur. Aðrir, sem þola hinn óhefta markað, geta keypt eða leigt á almennum markaði. Það var hins vegar niðurstaða ný- frjálshyggjutímans að síðasta ríkis- stjórn færði þeim hópi 72 milljarða króna í fjárhagsaðstoð, upphæð sem hefði mátt vera stofnframlag í myndarlega uppbyggingu félags- legs húsnæðiskerfis fyrir þá sem eru í mestri neyð. Gunnar Smári TÝNDA KERFIÐ lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir 16 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2017 www.kinahofid.is FRÁBÆR KÍNVERSKU R VEITINGAST AÐUR Í MEIRA EN 25 ÁR HLAÐBORÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11:00 - 14:00 Verð kr. 2.100 Veglegt hlaðborð með miklu úrvali af fjölbreyttum réttum Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Tilboð - Taka með gildir föstudag, laugardag og sunnudag Kaupir tvo rétti af matseðli og 2 ltr. af gosi fylgja frítt með Tilboðið gildir aðeins þessa helgi NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.590.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Höfum opnað á ný eftir mikla stækkun og endurbætur á veitingasal NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 8 rétt hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.590.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l kinahofid@kinahofid.is l Sími 554 5022

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.