Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 6
Tryggvagötu 15 · 101 Reykjavík · Opið 10-18 mán–fim · 11-18 fös og 13-17 um helgar · borgarsogusafn.is Jóhanna Ólafsdóttir Ljósmyndir / Photographs 28.1. – 14.5.2017 © Jó ha nn a Ó la fs dó tti r · R au nv er ul eg ís le ns k gl eð i · (B ja rn i Þ ór ar in ss on o g Bi rg ir An dr és so n) · H ön nu n: H G M 6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 28. janúar 2017 Tíminn öðlaðist nýja merkingu í hugum foreldra Maríu Dísar, eftir að hún kom í heiminn. Á átta ára langri ævi hennar hafa þau lært að lifa í núinu. María Dís hefur nánast varið jafnmiklum tíma á spítala og utan hans, og þekkir ekkert annað en að þurfa að berjast fyrir lífinu. María Dís breytti merkingu tímans Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Ég er ekki alveg eins og allir aðrir,“ segir María Dís Gunnarsdóttir. „Ég er með hjartagalla og Cystic Fibrosis og líka húðsjúkdóm. Hjartað er veikt og stundum þarf ég að fara til Gulla og láta skoða það.“ Hún sýnir lyfjabrunninn sem hún er með, hnúð á brjóstinu og tappa af magasondu sem stund- um þarf að nota til að gefa henni næringu. Svo sækir hún box með skrítinni græju sem hún segir vera gangráð sem tekinn var úr henni fyrir tveimur árum. „Einu sinni áttum við að koma með einhvern hlut í skólann og þurftum að fara uppá svið og segja frá honum. Ég fór með gangráðinn. Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að segja en æfði mig aðeins í bílnum á leiðinni.“ María Dís er vön tali um heilsufar sitt og fjölskyldan ræðir opinskátt um líðan hennar. Hún fæddist með margslunginn hjartagalla og hef- ur fimm sinnum farið til Boston í flóknar hjartaaðgerðir. Hún er með slímseigjusjúkdóm sem gerir allt slím í líkamanum seigt og veldur ónotum í lungum og meltingu. Auk þess er hún með húðsjúkdóm og viðkvæmt ónæmiskerfi. Fyrir vikið hefur hún kynnst heilbrigðiskerf- inu betur en margur. „Mér finnst miklu betra að vera á spítala á Íslandi. Þá skil ég betur hvað þau eru að fara að gera.“ Dekruð á spítalanum Starfsfólk barnaspítalans hefur fylgst með baráttu hennar lengi. Nokkrir hjúkrunarfræðingar eru farnir að þekkja hana svo vel að þeir geta ekki hamið sig í að dekra hana, þegar tækifæri gefst. Þess vegna kemur hún stund- um naglalökkuð heim, eða með súkkulaðiköku í munnvikunum. Veikindin eru ekki á henni að sjá, þar sem hún hoppar linnulaust um sófann í stofunni heima hjá sér og er ekki kyrr nema andartak í senn. Pabbi hennar, Gunnar Geir Gunnarsson, og Kristinn Örn stóri bróðir, kippa sér ekkert upp við hoppin þó að þeir reyni að fylgjast með handboltaleik í sjónvarpinu. Hún virðist hafa fjölskylduna í vas- anum. Vera augasteinn hennar og undur, og eilíft áhyggjuefni. Lítil og nett, fíngerð og fögur. –Ég ímynda mér að líf ykkar allra litist að miklu leyti af glímunni við veikindi Maríu Dísar? „Já, en við reynum og leggjum okkur fram við að lifa sem eðli- legustu lífi þegar tækifæri til þess gefst. Það koma normal tímabil inn á milli þar sem hún er ekki á spít- ala, og maður nær að gleyma sér,“ segir Gunnar Geir. „Við höfum lært að lifa í núinu og hugsa um einn dag í einu. Hún tekur því með stóískri ró og æðru- leysi í hvert sinn sem hún þarf að leggjast inn eða gangast und- ir erfiða meðferð. Hún hefur jafn- aðargeð en er líka rosalega þrjósk sem hlýtur að hjálpa henni í veik- indunum. Þegar þú þarft stöðugt að berjast fyrir lífi þínu, þá reynir þú að hafa stjórn á því fáa sem er á þínu valdi. Það er svo margt sem hún hefur enga stjórn á. Hún ræð- ur því ekki hvort hún fái lyf, eða púst eða fari á spítala,“ segir Fríða. „María Dís hefur sterkar skoð- anir á því sem hún gerir þeim stundum sem hún er ekki frátekin í einhverri meðferð. Svo vil ég nú meina að hluti af þessu sé af því að hún fékk öðruvísi uppeldi en „Einu sinni áttum við að koma með einhvern hlut í skólann og þurftum að fara uppá svið og segja frá honum. Ég fór með gangráðinn. Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að segja en æfði mig aðeins í bílnum á leiðinni.“ „Mér finnst miklu betra að vera á spítala á Íslandi. Þá skil ég betur hvað þau eru að fara að gera,“ segir María Dís Gunnarsdóttir. Myndir | Hari

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.