Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 28. janúar 2017 Sérblað um heilsu móður og barns þann 24. febrúar elsa@frettatiminn.is Andreas Tosh býr á Teigunum í Reykjavík þar sem suður-am- erískur vefnaður, hengirúm, litrík- ir munir og hellingur af plöntum minna á heimahagana. Áður en Andreas elti ástina til Reykjavík- ur bjó hann í miðbæ Buenos Aires þar sem hann ræktaði allskyns plöntur á sólríku þakinu en æsk- unni eyddi hann í húsi við borg- armörkin. Þar ræktuðu foreldrar hans allt milli himins og jarðar í stórum garðinum, til að gleðja augað en þó fyrst og fremst til matar. „Ætli uppáhaldsplantan mín sé ekki avókadótré,“ segir hann. Bæði af því það gefur magnaðan ávöxt en líka vegna æskuminninganna. Afi var með risastórt avókadó- tré í garðinum sínum sem ég lék mér stöðugt í því það gaf svo góðan skugga og svo var auðvelt að klifra í því. Okkur krökkunum fannst líka svo gaman að tína ávextina af því,“ segir Andres sem átti risa- stórt avókadótré á Íslandi þar til fyrir stuttu síðan. „Við erfðum lítið avókadótré frá vinkonu okkar sem hafði ræktað það sjálf upp af avókadósteini. Það dafnaði mjög vel hjá okkur og var orðið svo stórt að það náði alla leið upp í loft. En svo feng- um við okkur páfagauk sem elskaði að narta í blöðin á því svo það dó á endanum.“ Andreas er alin upp við það að nýta öll fræ til ræktunar og þann sið heldur hann í þótt sólin skíni ekki jafn skært í Reykjavík. Hann nýtir sérstaklega papriku- og tómatafræ auk þess að ná að halda lífi í kryddjurtaplöntunum sem hægt er að kaupa úti í búð. „Þær eru misjafnar en með því að setja þær í nýja mold er hægt að halda í þeim lífinu. Ég kaupi líka alltaf kál í pottum sem ég læt svo vaxa upp á nýtt í nýrri mold. Það er þó erfiðara á veturna því ég er ekki með nein ljós til ræktunar,“ segir hann þar sem hann situr umvafinn pálmum og pottablómum í einu horni stofunnar. „Það er gott að hafa blóm í kringum sig, þau fegra ekki bara heldur bæta líka loftið og umhverfið. Blóm eru lifandi verur þó að þau hreyfi sig ekki mjög hratt. Þau þurfa þolinmæði og athygli og mér finnst gaman að hugsa um þau, þó að ég sé ekki eins og vinkona mömmu sem þurrkaði blöðin á öllum plöntunum sínum daglega og talaði við þær eins og þær væru manneskjur. En í mestu uppáhaldi hjá mér eru plöntur sem gefa ávöxt og ég hlakka til í sumar þegar gluggarnir fyllast af tómötum.“ Blóm þurfa þolinmæði og athygli Uppáhaldsplöntur Andreasar eru allar plöntur sem bera ávöxt. Avókadótré eru í miklu uppáhaldi hjá honum og reynir hann að láta alla steina spíra. Þar til fyrir ekki svo löngu átti hann risastórt avókadótré sem hann erfði frá vinkonu sinni, ljóðskáldinu Diddu, en páfagaukurinn á heimil- inu var svo sólginn í blöðin á trénu að hann drap það með stöðugu narti. Tónlistar- maðurinn Andreas Tosh býr á Teigunum umvafinn plöntum sem minna á heimahag- ana í Buenos Aires. Mynd | Hari 12.999 kr. MÍLANÓ f rá T í m a b i l : j ú n í - j ú l í 2 0 1 7 16.999 kr. TENERIFE f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a í 2 0 1 7 9.999 kr. KANARÍ f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a rs 2 0 1 7 12.999 kr. VARSJÁ f rá T í m a b i l : á gú st - o k tó b e r 2 0 1 7 12.499 kr. ALICANTE f rá T í m a b i l : s e p te m b e r 2 0 1 7 7.999 kr. BARCELONA f rá T í m a b i l : m a í 2 0 1 7 *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. * * * * * * Komdu með

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.