Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 28. janúar 2017 Dans á að tilheyra öllum líkamsgerðum Dansararnir Jade Alejandra P. De Ávila og Sandrine Cassini nota dansinn til þess að kenna ungmennum jákvæða líkamsvitund. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Ég ólst upp í mjög klassísk-um ballettskóla. Þú sem dansari þarft að berjast við að halda niðri kíló-unum og fá gagnrýni alla daga. Maður er aldrei nægilega góður og aldrei nægilega grann- ur. Það er mjög erfitt fyrir barn að fara í gegnum kynþroskann í þessum geira, ég var alltaf mjög ástríðufull og komst í gegnum þetta en þróaði með mér lystarstol mjög snemma. Ef ég get gefið eitt- hvað áfram af þessari reynslu þá væri það frábært,“ segir Sandrine Cassini, ballettkennari hjá Kram- húsinu. Sandrine flutti til Íslands til að fá nýtt upphaf og fyrsta mann- eskjan sem hún kynntist var flamingo-kennari við Kramhúsið, Jade Alejandra P. De Ávila. „Alej- andra sagði mér frá hugmyndinni sinni að blanda saman ballett og flamingo sem var eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug. Við ákváðum að reyna ná til unglinga til að deila reynsluheimi okkar beggja því þeir eru mjög ólíkir.“ Að sögn Alejöndru eru unglingar opnari fyrir nýjungum og því auð- veldara að hafa áhrif á líf þeirra en fullorðinna. „Markmiðið var að kenna dans í þeim tilgangi að ungt fólk gæti nýtt það sem það lærir og tekið með sér í gegnum lífið. Við viljum kenna ungu fólki hugmynd- ir um jákvæða líkamsvitund. Þetta er tækifæri fyrir mig sem kennara að finna nýjar leiðir til að vera skapandi í kennsluaðferðum og að koma með eitthvað jákvætt inn í samfélagið. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem eitthvað svona hefur verið gert á Íslandi,“ segir Alejandra. „Fólk tengir oft ballett við ákveðnar klisjur sem eru í mörg- um tilfellum sannar, að þú þurfir að hafa ákveðinn líkamsvöxt. Ég vil að unga fólkið fái að upplifa ballett á skemmtilegan hátt, að það finni fegurðina í ballettin- um en ekki ótta við að vera ekki nægilega góður,“ segir Sandrine. Þegar Sandrine var 18 ára flutti hún til San Fransisco til að dansa með flokki þar úti og kynntist þar nýjum aðferðum þegar kemur að dansi. „Þarna lærði ég mjög margt í sambandi við líkamsvitund og vann mikið að því að læra aðferðir til að sætta sig við sjálfan sig og hver maður er. Fegurð þarf ekki að þýða að þú verðir að vera á for- síðu tísku- tímarits, það er bara klisja. Að tjá listina, ástríðu og til- finningar sínar er fegurð og gerir þig fallegan í stað hins fullkomna líkama sem samfélagið pressar á okkur að hafa. Allir ættu að geta dansað og fegurðin kemur að  innan.“ Ég vil að unga fólkið fái að upplifa ballett á skemmtilegan hátt, að það finni fegurðina í ballettinum en ekki ótta við að vera ekki nægilega góður. „Að tjá tilfinningu og ástríðu gerir þig fallegan en ekki hin fullkomna líkamsþyngd,“ segir Sandrine Cassini. Mynd | Vaka Njálsdóttir

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.