Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 14
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Straumhvörf Audi A3 e-tron sameinar tvo heima Tengiltvinnbíllinn Audi A3 e-tron hefur átt mikilli velgengni að fagna. Hann var valinn besti rafbíll ársins 2015 af What Car? og er með fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. 50 kílómetra drægni á raforkunni einni saman dugar í flestar ferðir en með skilvirkri samþættingu rafdrifs og sparneytinnar bensínvélar er samanlögð heildardrægni allt að 940 km. Verð frá 4.860.000 kr. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ég sá verkin hennar Jó-hönnu á samsýningu í Þjóðminjasafninu fyrir nokkrum árum og hugs-aði strax með mér; Hver er þessi kona? Ég verð að setja upp sýningu með verkunum hennar,“ segir Sigríður Kristín Birnudótt- ir sýningarstjóri yfirlitssýningar á verkum Jóhönnu Ólafsdóttur í Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Jóhanna er ein af fáum kvenljósmyndurum sem hefur starfað allan sinn feril við ljósmyndun. Hún var aðalljós- myndari Þjóðleikhússins frá 1971 til 1987 en þá hóf hún störf sem ljós- myndari Árnastofnunar og hefur verið þar síðan. Líkt og sýningarstjórinn bend- ir á þá hafa ljósmyndir Jóhönnu ekki fengið mikla athygli yfir árin. Hún hefur þó tekið þátt í nokkrum samsýningum og aldrei hætt að mynda sitt nánasta umhverfi þótt dagvinnan hafi tekið mestallan hennar tíma. Á sýningunni gefur að líta brot úr nokkrum myndaser- íum sem allar eiga það sameigin- legt að fjalla um fólk. Um mannlíf- ið í allri sinni fjölbreytni og oftar en ekki fólk í hversdagslegum að- stæðum sem virka stundum fram- andi og óvenjulegar í nálgun Jó- hönnu, eins og í seríunni Allaballar í lautarferð eða Menn við pósthólf. Saman mynda ljósmyndirnar heild sem minnir meira á innsetningu í hálfsúrrealísku umhverfi en hvers- dagslegar athafnir. Sjálf segir Jó- hanna áhuga sinn á óvenjulegum aðstæðum venjulegs fólks sennilega koma úr leikhúsinu, hún eigi það til að sjá fólk eins og leikara á sviði hversdagsins. Auk þess að rölta um og skoða mannlífið á veggjum safnsins er hægt að tylla sér niður í lokuðu herbergi og horfa á ljósmyndir Jó- hönnu úr leikhúsinu renna yfir skjá- inn. Sýningin opnar í dag og stend- ur þar til í maí. Sjá fleiri myndir á næstu síðu og á vef Fréttatímans. Leikhús hversdagsins Jóhanna Ólafsdóttir hefur myndað mannlífið í sínu nánasta umhverfi í næstum hálfa öld. Maður við pósthólf 1986 Jóhanna hefur alltaf haft gaman af því að taka myndir af venjulegu fólki í óvenjulegum aðstæðum. Hún myndaði reglulega pósthólfaherbergið í kjall- aranum í Pósthúsinu í Austurstræti þangað sem fyrst og fremst jakkafata- klæddir karlar sóttu póstinn sinn hvern einasta morgun. 14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 28. janúar 2017

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.