Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 28. janúar 2017 Í gærkvöldi hófst skráning stofnfélaga að Frjálsri fjölmiðl-un, sem ætlað er að styðja óháða blaðamennsku á Ís-landi, í fyrstu sem bakland Fréttatímans. Þótt hugmyndin sé óvanaleg, að fara þess á leit að fólk styðji ritstjórn á fríblaði til góðra verka, voru undirtektirnar sterkar. Góður hópur fólks skráði sig strax og síðan hefur stofnfélögum fjölgað jafnt og þétt. Það er auðsjáanlega bæði skilningur á málinu og vilji til þess í samfélaginu að styrkja óháða blaðamennsku. Blaðamennska er mikilvæg í samfélaginu og fær ekki staðist nema með stuðningi fólks. Fjársterkir fjölmiðlar í einka- eigu sem veittu almannaþjónustu settu afgerandi mörk sín á samfélög Vesturlanda á seinni hluta síðustu aldar. Í gegnum þá voru dregin mikilvæg álita- og ágreiningsmál. Fjölmiðlar með mikla útbreiðslu gættu almannahags gegn ásókn sérhagsmuna og settu vit í Vestur- lönd, bæði sem þátttakendur og sem vettvangur. Veiking fjölmiðla á síðari árum hefur ýtt undir sundr- ungu. Það er orðið óljósara hvaða mál eru á dagskrá, hvernig um þau skuli fjallað og hvort byggja eigi á staðreyndum eða staðleysu. Hér á Íslandi er ástandið slæmt af sérstökum ástæðum. Frá Hruni hafa allir stóru einkamiðlarnir ver- ið dregnir inn í fyrirtæki sem rekin eru af sérhagsmunahópum og þeim sem vilja sveigja umræðuna að sín- um hagsmunum. Það er voveiflegt ástand. Og ein helsta ástæða þess að Fréttatíminn leitar til almennings um að halda úti frjálsri og óháðri blaðamennsku í blaði með mikla útbreiðslu. Gunnar Smári GÓÐ BYRJUN Vorgleði í Portoroz sp ör e hf . Vor 6 Náttúran í kringum Bled vatn er hrífandi fögur og lætur engan ósnortinn. Í ferðinni siglum við út í eyjuna Blejski otok, höldum til Izola og Piran, heimsækjum hafnarborgina Koper í Slóveníu, dropasteinshellana í Postojna og bæinn Porec í Króatíu. Að endingu skoðum við okkur um í München, einni aðal menningar- og listaborg Þýskalands. 27. apríl - 7. maí Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 209.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Heilbrigðismál Starfsmenn vel- ferðarráðuneytis unnu hörðum höndum að því að flytja í gær, en eins og sést á meðfylgjandi mynd voru flutningarnir óvanalegir þar sem starfsfólk þurfti að gæta þess að myglusveppur fylgdi þeim ekki yfir í nýtt húsnæði. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Myglusveppur er í húsnæðinu en upp komst um sveppinn árið 2013. Allnokkrir starfsmenn hafa meðal annars ekki getað starfað í húsinu en síðustu mánuði hafa þeir verið með starfsstöð í Borgartúni í Reykjavík. Mikið hreinsunarstarf fylgdi flutningunum en að sögn Margrét- ar Erlendsdóttur, upplýsingafull- trúa ráðuneytisins, var fylgt eftir aðgerðaáætlun verkfræðistofunnar Eflu, undir leiðsögn Sylgju Daggar Sigurjónsdóttur, líffræðings og eins helsta sérfræðings í myglu í húsum. Einn starfsmaður ráðuneytis- ins, Rósa Guðrún Erlingsdóttir, tók meðfylgjandi mynd þar sem starfs- maður sést úða frostefni á fartölv- una hennar. Ástæðan mun vera sú að sveppurinn getur lifað góðu lífi í raftækjum. Eins eru skjöl og ann- að sem til þarf hreinsað til þess að fyrirbyggja að sveppurinn skjóti rótum í nýju húsnæði. Ljóst er að sveppurinn er um- fangsmikill og hreinsunarstarf mikið þar sem starfsmenn þurfa meðal annars að klæðast hlífðar- fatnaði en auk þess eru starfsmenn sem sinna hreinsunarstörfum. Stefnt er á að ráðuneytið flytji í varanlegt húsnæði innan tíðar en óljóst hvenær það verður. Þó er ljóst að ráðuneytið verður flutt að mestu fyrir mánaðamótin í hús- næðið í Skógarhlíð þar sem sýslu- maðurinn í Reykjavík var áður til húsa. Börðust við myglusvepp í miðjum flutningum Starfsmaður sprautar frostefnum á fartölvu Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur. Agnes M. Sigurðardóttir bisk- up segir að kirkjur hafi oft verið seldar og það sé engin nýlunda. Viðskiptaráð vill að ríkissjóður selji 22 kirkjur í eigu ríkisins. Þar af eru sex í umsjá Þjóðminjasafns Íslands. Biskup bendir á að sóknarnefnd- ir landsins sem telji um eitt hundrað einstaklinga beri ábyrgð á rekstri og viðhaldi þessara bygginga. Það sé erfitt að sjá að söfnuðir eigi að kaupa hús sem þeir hafa viðhaldið og rekið um árabil, kannski frá upphafi. Það sé hins vegar full ástæða til að skoða hvernig þessum menningar- verðmætum verði komið fyrir í framtíðinni í framhaldi af skýrslu Viðskiptaráðs. | þká Biskup segir að kirkjur hafi oft verið seldar. Engin nýlunda að selja kirkjur Þjóðkirkjan Landbúnaður Þorgerður Katrín vísar Ögmundi úr nefnd um búvörusamninga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra hefur látið Ögmund Jónasson, fyrrverandi alþingis- mann víkja úr nefnd sem átti að endurskoða nýgerða búvörusamn- inga með hliðsjón af framtíð land- búnaðar á Íslandi. Ögmundur segist líta á brottreksturinn úr nefndinni sem viðurkenningu en ný ríkis- stjórn sé fyrst og fremst ríkisstjórn verslunarinnar og þá sérstaklega stóru verslunarkeðjanna; þeirra sem dregið hafa til sín gríðar- lega fjármuni í arð á sama tíma og landbúnaðurinn, sérstaklega sá hluti hans sem byggir á sam- vinnurekstri, hafi skilað raun- lækkun til neyt- enda. | þká Ögmundur segist líta á brott- reksturinn sem viðurkenningu. Heilbrigðismál Óttarr Proppé segist ekki hafa haft ráðrúm til að mynda sér skoðun á sjúkrahúss- rekstri einkafyrirtækisins Klíníkurinnar. Óljóst er út frá svörum hvaða skoðun hann hefur á einkarekstri í heilbrigðiskerf- inu. Birgir Jakobsson landlæknir segir að ákvörðunin um einka- rekstur sjúkrahúsa sé pólitísk og að hann tjái sig ekki um hana að svo stöddu. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ekki myndað sér skoðun á því hvort hann sé fylgjandi eða mótfall- inn því að einkarekna heilbrigðis- fyrirtækið Klíníkin opni sjúkrahús í húsnæði sínu í Ármúlanum. Í svari frá Óttarri kemur fram að honum hafi ekki gefist tími til þess að setja sig inn í málið enn sem komið er. Heilbrigðisráðherra veit því ekki hvernig hann mun bregðast við þeirri tilraun Klíníkurinnar að opna sjúkrahúsið. „Það hefur ekki verið tekin nein afstaða til málsins,“ segir í svari Óttarrs. Eins og komið hefur fram hef- ur embætti landlæknis staðfest að umsókn Klíníkurinnar um að opna fimm daga legudeilld og fram- kvæma meðal annars bæklunar- skurðaðgerðir eins og mjaðmaskipti sem fela í sér nokkurra daga inn- lögn. Um er að ræða sjúkrahúss- þjónustu og sjúkrahússrekstur og yrði opnun deildarinnar söguleg að því leytinu til að slíkur rekstur hefur ekki verið utan ríkisrekinna sjúkrahúsa á Íslandi. Því er um ákveðna eðlisbreytingu í heilbrigð- isþjónustu á Íslandi að ræða. Í svari Óttarrs kemur fram að fyr- ir kosningarnar í haust hafi hann sagt að hann styðji fjölbreytt rekstr- arform í heilbrigðisþjónustu: „Ég sagði í kosnintgabaráttunni að þótt við styddum fjölbreytt rekstrarform þá væri engin sérstök áhersla á að auka hlut einkaaðila. En við höf- um ekki skipulega staðið á móti fjölbreyttu rekstrarformi, eins og verið hefur í gegnum árin og ára- tugina. Við vinnum að því að efla heilbrigðiskerfið yfir höfuð en það stendur ekki til að þar verið nein formbreyting eða sérstakt átak í einkarekstri.“ Út frá þessu svari Óttarrs er ómögulegt að átta sig á skoðun hans í málinu þar sem hann telur sig þurfa meiri tíma til að mynda sér hana. Óttarr svarar heldur ekki almennari spurningu Fréttatímans um hvað honum finnist um einka- rekstur í heilbrigðiskerfinu almennt séð. Birgir Jakobsson landlæknir segir að hann vilji ekki tjá sig um hvaða skoðun hann hafi á opnun legu- deildarinnar; hans embætti hafi staðfest að hugmynd Klíníkurinn- ar uppfylli faglegar kröfur. „Ég segi ekki mína skoðun eins og sakir standa, þetta er pólitísk ákvörðun alfarið. Ég er ráðgjafi ráðherra og ef hann vill heyra hvað mér finnst þá mun ég bara segja það við hann. Ég hef enn ekki hitt ráðherra. Það er ekkert óeðlilegt að hann vilji heyra hvað fólki finnst um þetta áður en hann tjáir sig. Mér finnst það vera styrkleikamerki,“ segir Birgir. Eins og kom fram í Fréttatíman- um á föstudaginn er Páll Matth- íasson, forstjóri Landspítalans, mótfallinn opnun einkarekna sjúkrahúss Klíníkurinnar þar sem opnun þess geti grafið undan starf- semi Landspítalans. Óttarr Proppé heilbrigð- isráðherra stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun á fyrstu vikum sínum í starfi. Hann þarf að ákveða hvort hann sé fylgjandi einkarekstri sjúkrahúsa eða ekki. Óttarr hef- ur ekki myndað sér skoðun á málinu að svo stöddu. Ráðherra hefur ekki myndað sér skoðun á einkarekstri sjúkrahúsa

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.