Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 32
hann oftast er og svarar: „Enginn hefur nokkurn tímann spurt mig að því áður.“ Draumar þeirra reyn- ast þó fátæklegir; að eignast hús. Eignir. Mögulega börn. Þau þrá einfaldlega öryggið sem þau hafa aldrei átt, öryggið sem flestir við- skiptavinir þeirra ganga að sem vísu; draumar um háskólanám eða draumavinnuna eru alltof fjar- lægir til þess að dreyma þá, það eru draumar sem þau hafa ekki efni á. 32 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 28. janúar 2017 Póstsendum frítt hvert á land sem er! Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is BLÚSSA STÆRÐIR 14-28 VERÐ: 7.990 KR STUTTBUXUR STÆRÐIR 14-26 VERÐ: 6.590 KR NÝ SENDING MEÐ SUNDFÖTUM ! Stærðir 14-26 eða 42-54 STÆRÐIR 14-28 Íþróttaleggings * Stærðir 14-32 7.990 KR Íþróttabuxur * Stærðir 14-32 7.990 KR Íþróttaleggings * Stærðir 14-24 4.990 KR Íþróttatoppur* Stærðir 14-28 6.590 KR Íþróttatoppur * Stærðir 14-28 5.990 KR Sport peysa * Stærðir 14-28 7.990 KR Jogging buxur * Stærðir 14-28 5.890 KR Þunnur Dry-fit Íþróttabolur * Stærðir 18-26 4.990 KR NÝ SENDING JÓLAKJÓLUM Mikið úrval í stærðum14-28 eða 42-56 VERTU VELKOMIN Í VERSLUN CURVY AÐ FÁKAFENI 9 EÐA SKOÐAÐU ÚRVALIÐ OG PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS VERTU FLOTT Í RÆKTINNI! CURVY BÝÐUR UPPÁ FLOTTAN ÍÞRÓTTAFATNAÐ Í STÆRÐUM 14-32 Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is BELGRAD Beint flugt i fyrsta skiptið frá Keflavík til Belgrad höfuðborgar Serbíu 29. SEPTEMBER - 2. OKTÓBER Belgrad er ein af elstu borgum Evrópu, hefur orðið fyrir áhrifum frá fjölmörgum þjóðum, það gerir borgina gríðarlega spennandi fyrir ferðmamenn. Sjá þennan suðupott mismunandi menningar koma saman á einum stað. Glæsilegur arkitektur er þar því víða að finna frá mismunandi tímum.Verðlag á mat, drykk og í verslunum er mjög gott. Þá er hægt að gera góð kaup á einhverjum á hinum mörgu mörkuðum sem eru í borginni. VERÐ 99.800.- per mann i 2ja manna herbergi, innifalið er flug, hótel með morgunamat, isl. fararstjóri rúta til og frá flugvelli. og örlögin virðast ráðin. Hún hefði samt máski betur leitt hugann að slæmum smekk söngkonunnar Rihönnu á karlmönnum í gegnum árin – en Star virkar samt á mann eins og stelpa sem á eftir að spjara sig, þrátt fyrir misráðin ástarævin- týri. American Honey er vegamynd bresku leikstýrunnar Andreu Arnold, sem hefur fram að þessu gert bíómyndir um breska krakka í fátæktargildrum, bæði á þessari öld (Fish Tank) og á nítjándu öld (Wuthering Heights). Hún er auð- sjáanlega heilluð af nýja heiminum, því þótt myndin fjalli um þá sem eru í ræsinu þá er myndavél Robbie Ryan alltaf með augun á stjörnunum – bæði aðalleikkonunni og stjörnum himinsins. Gredda unglingsáranna og gull- fallegt landslag einkennir þannig báðar myndir. En á meðan íslensku unglingarnir virðast rótföst í sínum litla smábæ þá eru þau amerísku fullkomlega rótlaus. Þetta er vega- mynd um unglinga, öllu eldri en þá í Hjartasteini – þessir unglingar eru á menntaskólaaldri eða jafn- vel háskólaaldri – en munu fæst- ir nokkurn tímann stíga fæti inn í slíkar menntastofnanir og minnast ekki á slíkt nema sem hluta af lyga- sögunum sem þau segja til að öðlast samúð góðborgarann. Góðborgar- ana sem þau reyna að selja tímarita- áskriftir. Jafn ólíklegt og það konsept kann að hljóma nú á dögum, þegar flestar fréttir herma að tímarit berjist í bökkunum, þá er raunverulega mik- ið um svona hópa í Bandaríkjunum. Þeir kallast Mag Crews og það er vonlaust að uppræta þá, enda ber enginn raunverulega ábyrgð á þeim. Tímaritaútgáfurnar útvista áskrift- arsölunni – og svo virðist henni, í sumum tilfellum, vera útvistað út í hið óendanlega þangað til hún er komin í hendurnar á villingum eins og við sjáum í American Honey. Hvar er draumurinn? Hér er þó rétt að vara áhugamenn um stöðu tímarita í vesturheimi við; það er ekki kafað djúpt í tímarita- markaðinn þar ytra – af því þau eru ekki raunverulega að selja tímarit; þau eru að selja sig sjálf. Selja ein- hverja sorgarsögu, sanna eða logna, um að þau séu að safna fyrir betri framtíð, fyrir skólavist, hverju sem er – af því þau vita að það er enginn að fara að kaupa tímaritin sjálf. Þau eru að selja drauminn, am- eríska drauminn. En hvað dreymir þau sjálf? Þegar Star spyr Jake hvað hann dreymi um gleymir hann ör- skotsstund að vera dólgurinn sem Krakkarnir selja tímaritaáskriftir til bandarískra heimila og mynda saman á vissan hátt fjölskylduna sem þau aldrei áttu. Þetta er Ameríka þar sem er ekk- ert eftir til þess að selja – en það skiptir ekki máli, því sölumennskan er orðinn öllum svo eðlislæg að það halda allir áfram að selja þetta ekk- ert. Þetta er götustrákagengi Fagins uppfært fyrir 21. öldina – og Fagin orðinn að Krystal, ógnvekjandi ljós- ku sem er leikin af Riley Keough, barnabarni sjálfs Elvis Presley. Arnold er ljóðskáld fátæktrar æsku – það hvernig grasið og skor- dýrin og himininn öðlast líf á með- an brennandi olíuborpallar verða fallegir, minnir á myndir Terence Malick á síðustu öld, áður en hann týndi sér í tilgerðinni. Og Arnold galdrar fram sjaldséðan frumkraft í leikhópnum, þar sem engin er betri en Sasha Lane sem Star, stjarnan sem við getum ekki tekið augun af. Leikstýran fann þau flest á flakki sínu um Bandaríkin, þau eru mörg að leika í sinni fyrstu mynd, öll reynslulítil – nema einn. Shia LeBeouf leikur Jake – og er stóri akkílesarhæll myndarinnar. Þetta er algengt í amerískum indí- myndum að þar sé ein stjarna til að borga reikningana – og það kemur oft ágætlega út, en þótt LeBeouf sé í sjálfu sér ekkert slæmur hérna þá stingur hann óþægilega í stúf, Hollywood-stjarna innan um tif- andi smástirni. Þau eru hrekklaus og ekta, hann er útspekúleraður – en nær samt að leika skíthæl ágætlega. Það er sjarmann sem skortir, það er ekki nema fyrir magnaðan leik Lane að við trúum því að Star geti verið skotin í þessum lúða. En mögulega er þetta hluti af boðskap myndarinnar, hann er misheppnuð Hollywood-stjarna – en kannski er það einmitt það sem gerir hann samt eftirsóknarverðan – það eina sem hann hefur fram yfir hina er frægðin og framin og allir peningarnir og þess vegna fær hann stelpuna. Guð hvíslar söngvum nýrrar aldar Þá hefði mátt gefa mörgum auka- persónunum meiri tíma, því þótt myndin sé tæpir þrír tímar að lengd fer sá tími aðallega í aðalpersón- urnar. Þetta er litríkur hópur, nör- dastelpan Pagan með óslökkvandi áhuga á Svarthöfða og brim- brettagaurinn Kris sem á erfitt með að halda typpinu í buxunum þar á meðal. Þau halda samt hópinn ekki bara af því þau þurfa þess, heldur líka vegna þess að þau eru fóstur- fjölskylda hvers annars. Hálf mis- heppnuð fjölskylda oft og á köflum ofbeldisfull og óheiðarleg, en þó margfallt skárri og samheldnari en fjölskyldurnar sem þau eru að flýja. Leikararnir völdu sjálfir músík- ina í myndina, þannig að þetta er líklega með fyrstu bíómyndunum með tónlist 21. aldar æskulýðs. Aðr- ar unglingamyndir aldarinnar eru venjulega með tónlist sem valin er af músíköntum sem ólust upp við Bítlana eða Nirvana, þar sem þeir reyna að giska á hvað krakkarnir séu nú að hlusta á nú til dags. Krakkarn- ir leyfa Springsteen samt að fljóta með, hann er eilífur á þjóðvegum Ameríku og reynir að fá þau til að dreyma, er föðurlega röddin sem kyrjar „dream, baby, dream.“ Tit- Áður en hún fann Söshu Lane þá uppgötvaði Arnolds Katie Jarvis, aðal- leikkonu Fish Tank, þar sem hún var að rífast við kærastann á brautarpalli. Leikstýran Andrea Arnold fann aðalleikkonuna Sasha Lane í vorfríi í Flórída. illagið fjallar svo um stúlku á vegar- kantinum; „She grew up on a side of the road / Where the church bells ring and strong love grows.“ En þótt þau séu í miðju Biblíubeltinu yfir- gaf almættið þau fyrir löngu. Eða hvað? Guð hvíslar nefnilega ennþá ef maður hlustar vel. Eftirminnileg- asta tónlistaratriði myndarinnar er undir laginu „God‘s Whisper,“ und- urfurðulegt lag þar sem bakradda- kórinn klappar og syngur eins og í leiðslu á meðan Raury, tvítugur blökkustrákur frá Atlanta, rapp- ar um að hann muni ekki sætta sig við málamiðlanir, hann muni ekki eyða ævinni á hnjánum – og kyrjar svo örlitla orðsendingu til Ameríku; „You think I am nothing / I am not- hing / You’ve got something com- ing.“ Þetta er ekki flókinn kveðskap- ur – en samhengið og ryþminn ljær honum dýpri merkingu, þetta er blökkustrákur úr biblíubeltinu, svæðinu sem kaus Trump – hann er að tala fyrir allar týndu kynslóðirn- ar í Ameríku sem er að týna sjálfri sér, þessa týndu kynslóð sem Arnold fann í vegarkantinum. Hið persónulega verður þannig pólitískt nokkuð áreynslulaust, án þess að nokkur minnist á það – en það er vídd sem virðist nær alfarið skorta í íslenskar myndir þessi miss- erin. Þær fjalla flestar um mennsk- una í hvergilandi, sem er ágætt út af fyrir sig, mennskan þarf stundum frið frá niði tímans og pólitískrar sí- bylju. En þetta er orðið dálítið langt frí. Það er ekki beint við neina eina mynd að sakast, en ef bíó-Ísland er sérheimur þá varð hér aldrei neitt hrun og við lifum í aðalatriðum enn- þá á Íslandi ársins 1996. Tilraunir til þess að koma samtímanum að hafa svo mestmegnis mistekist og verið jaðarsettar, Rokland er mögu- lega eina skáldaða hrunmyndin sem eitthvað kveður af, Boðberi var vanmetin og forvitnileg tilraun sem týndist í nýaldarbulli og saga bankaguttans Sölva var veikasti hlekkur Vonarstrætis. En mögu- lega þurfa íslenskir leikstjórar bara að leyfa sér að orða hlutina og fara að semja örlítið lengri samtöl. Við erum ekki öll svona tilfinningalega bækluð lengur og ættum alveg að geta farið að ræða þetta samfélag á hvíta tjaldinu.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.