Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 10
Unglingaherbergið Mikilvægt að eiga griðastað Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Við bjuggum í pínulítilli íbúð þangað til ég var fimm ára. Þá sváfum við öll í einu horni á stofunni og settum bara tjald á milli. Það var mjög kósí en svo fékk ég mitt eigið her­ bergi þegar ég var fimm ára,“ segir „Mér líður betur ef það er fínt en mér líður samt ekkert illa ef það er drasl.“ Júlía Karín Kjartansdóttir bauð Fréttatímanum upp í risherbergið sitt. Júlía Karín Kjartansdóttir, sextán ára gömul menntaskólastúlka. Er alltaf svona fínt hjá þér? „Nei, en samt oftast. Mér líður betur ef það er fínt en mér líður samt ekkert illa ef það er drasl. Einu sinni var herbergið mitt alltaf eins og sprengja en það er ekki þannig lengur, ég hef breyst aðeins með það, eiginlega þegar við fluttum í þetta hús,“ segir Júlía en hún fékk þetta nýja herbergi fyrir ári síðan, þá nýkomin heim eftir ársdvöl með foreldrum sín­ um og tveimur yngri systkynum í Barcelona. „Pabbi var í mastersnámi þar svo ég tók níunda bekk úti. Það var algjört æði því þar var ég með mitt eigið herbergi með litlum svölum, það var ótrúlega kósí og þá fór ég í fyrsta sinn að gera kósí og setja upp seríur og þannig.“ Hvernig gekk að skipta um skóla og læra á nýju tungumáli? „Það var frábært, ég var mjög feimin að tala fyrst, mér fannst svo óþægilegt að tala ekki fullkomlega því ég er svo mikill perfeksjón­ isti, hef alltaf verið það. En samt var þetta líka þægilegt því ég hef alltaf verið svo upptekin af því að fá háar einkunnir en þar pældi ég ekkert í því og slakaði bara á. Svo ég lærði að slaka á og vera aðeins minni perfeksjónisti,“ segir Júlía og hlær. Júlía byrjaði í MH í haust og elskar skólann. Þau vinirnir hitt­ ast oft í herberginu. „Við höngum frekar mikið hér. Og ég hangi líka mikið ein hérna, mér finnst mjög gott að æfa mig á hljómborðið, lesa og skrifa og hlusta á tónlist. Ég er mjög mikið í herberginu mínu því mér finnst gott að vera í friði. Það er svo mikið í gangi alltaf svo þess vegna mjög mikilvægt að hafa sinn eigin griðastað. Svo er gott að geta verið hér í friði þegar foreldrarnir eru pirraðir á mér eða ég á þeim.“ Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2017 verða sendir til íbúa á næstu dögum. Fasteigna­ gjöldin verða innheimt í gegnum netbanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum á mínum síðum á www.reykjavik.is eða í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi. Fasteignagjöld ársins 2017, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum á gjalddögum 1. febrúar, 4. mars, 2. apríl, 2. maí, 3. júní, 2. júlí, 2. ágúst, 2. september og 2. október. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 1. febrúar. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu lækkun á fasteigna- skatti og fráveitugjaldi á liðnu ári, fá einnig að óbreyttu lækkun fasteignaskatts og fráveitugjalds fyrir árið 2017 að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiða. Fjármálaskrifstofa framkvæmir breytingar á fast eignaskatti og fráveitugjaldi eftir yfirferð skattframtala elli- og örorkulífeyrisþega. Það þarf því ekki að sækja sérstaklega um lækkun eða niður fellingu þessara gjalda. Við álagningu fasteignagjalda í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2015. Þegar álagning vegna tekna ársins 2016 liggur fyrir haustið 2017, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi sé elli- eða örorkulífeyrisþegi, sé þinglýstur eigandi fasteignar, eigi þar lögheimili og geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna niður- fellingar/lækkunar fasteignaskatts á árinu 2017 verði eftirfarandi: 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að 3.130.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur allt að 4.360.000 kr. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 3.130.000 til 3.580.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 4.360.000 til 4.850.000 kr. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 3.580.000 til 4.170.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 4.850.000 til 5.790.000 kr. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á gjaldi fyrir meðhöndlun úrgangs í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Höfðatorgi, Borgartúni 12-14, veitir upp lýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Fasteignagjöld 2017 Borgarstjórinn í Reykjavík, 28. janúar 2017. www.reykjavik.is 10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 28. janúar 2017

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.