Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 48
Merktu krukkur og box Auðvelt er að gleyma hvað er í hirslunum ef þær eru ekki merktar. Þegar maður er að skipuleggja heimilið upp á nýtt og koma röð á reglu á hlutina þá er mjög skyn- samlegt að merkja allar hirslur, krukkur og box svo maður viti hvað þau hafa að geyma. Þetta á sérstaklega við í eldhúsinu. Þegar maður er búinn að hella hveiti, spelti, hafra-, möndlu- og kókos- mjöli í krukkur og koma þeim smekklega fyrir á eldhúsbekknum þá veit maður ekkert hvað er hvað eftir nokkra daga. Jújú, áferð og litur segir manni eitthvað, en það er mun þægilegra að skella merki- miðum á krukkurnar. Merkimiða er hægt að fá af ýmsum stærðum og gerðum þannig það ættu allir að geta fundið stílinn sem hentar sínu eldhúsi. Gott er að hafa í huga að hafa merkimiðana á lokinu þegar krukkur eða box eru sett í skúff- ur. Þá þarf ekki að lyfta boxunum upp til að sjá hvað er í þeim. Komdu skipu lagi á ísskápinn Allt annað líf að flokka og raða. Það er okkur kannski ekki efst í huga þegar við komum heim úr búðinni, berandi og dragandi poka fulla af matvörum, að skipu- leggja ísskápinn. Það er mjög freistandi að henda vörunum bara inn í ísskápinn þar sem er pláss, án nokkurs skipulags. Sem er auðvitað allt í lagi. Það er hins vegar mun hreinlegra og snyrti- legra að hafa gott skipulag á matvælum. Það getur líka komið í veg fyrir krossmengun að aðskilja ákveðin matvæli. Hrátt kjöt ætti til dæmis alltaf að vera neðst í ís- skápnum. Ef grænmeti og ávextir eru geymdir neðst í skúffum þá þarf að gæta þess að pakka hráa kjötinu vel inn. Í verslunum eins og Ikea, Rúm- fatalagernum og Bauhaus er hægt að fá alls konar hirslur í ísskápinn svo hægt sé að flokka matvælin og koma góðu skipulagi á hlutina. Þetta auðveldar líka þrif. Eftir að hafa prófað að skipuleggja ís- skápinn þá skilurðu eflaust ekki hvernig þó fórst að áður. Sigurjón Pálsson hefur nú hann- að nýjan fugl; hænuna. Margir kannast við Shorebird eftir Sigur- jón sem framleiddur er af danska hönnunarrisanum Normann Copenhagen. Shorebird er til í mörgum litum og stærðum og hef- ur slegið rækilega í gegn. Hænan fæst hvít og svört og er ákaflega stílhrein en um leið svipmikil og afgerandi. Um hönnunina segir á vef Epal, þar sem hægt er að kaupa téða hænu: „Frá því að maðurinn hóf akur- yrkju hefur hænan fylgt honum og verið ómissandi þáttur í lífi hans. Ómögulegt er að hugsa sér lífið án hennar, því þótt mildilegt gaggið heyrist ekki í þéttbýli lengur, né ábúðarfullt gal hanans á morgn- ana, þá finnum við fyrir notalegri návist hennar með því sem hún leggur okkur til dag hvern. Þessi huggulegi fugl sem áður fyrr einkenndi hvert heimili með nærveru sinni og iðjusemi: takt- föstu goggi eftir æti í næsta um- hverfi þess, launaði öryggið sem vinskapurinn við fjölskylduna veitti henni, með fæðuöryggi. Enn þann dag í dag gætir nærveru hennar í híbýlum okkar og veitir sömu notalegu hughrifin.“ Hæna frá Sigurjóni Shorebird. Hænan. 8 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2017 HEIMILIOGHÖNNUN ILVE er eftirlæti eldhúsmeistara um allan heim. Hönnunin gerir eldhúsið að höll og handverkið er engu líkt. ILVE eldavélar, ofnar og helluborð eru ítölsk afburðavara sem passar í allar venjulegar innréttingar. ILVE býður upp á mikið úrval helluborða: Gas, keramik, innbyggð grill, langelda og stálpönnur, auk innfelldra helluborða og ofna fyrir innréttingar. Breidd: 60-150 cm. Ef þú vilt vita af hverju okkur finnst ILVE vera bestu eldhústæki í heimi, komdu þá við í Kokku. Fasteign á fótum

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.