Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 28. janúar 2017 Kristín er mjög góð í því að koma í veg fyrir slíkt. Hún er svo tilfinn­ ingalega vel gefin, með mikla tilf­ inningagreind, enda er hún búin að vera í mikilli sjálfsvinnu. Það hefur veitt mér innblástur. Hún var mik­ ill kvíðasjúklingur og var þannig að hún keypti sér flugmiða, keyrði út í Leifsstöð en fór ekki í vélina, en nú er hún jaxlinn á andlega sviðinu.“ Kristín fer hálfpartinn hjá sér þegar vinkona hennar lætur þessi orð falla. En hún veit að þetta er satt. Hún hefur þurft að sýna styrk í erf­ iðum aðstæðum og taka sjálfa sig í gegn. Litla systir varð bráðkvödd „Við höfum báðar átt mjög erfitt tilfinningalega síðustu misseri og gengið í gegnum ýmislegt. Þá hefur vinskapurinn verið eitt af stærstu bjargráðunum,“ segir Tobba, en litla systir hennar varð bráðkvödd í maí á síðasta ári og það tók mikið á hana. Þá greindist dóttir Kristín­ ar með svokallað Williamsheilkenni þegar hún var rúmlega ársgömul. Báðar hafa þær því gengið í gegnum sorgarferli á síðustu árum, með ólík­ um hætti þó. „Þegar áföll dynja yfir þá er svo dýrmætt að eiga góða vini. Þegar okkur líður virkilega illa þá sjáum hverjir það eru sem treysta sér til að tala við okkur. Það er meira en að segja það. Ég er sjálf ekkert góð í að vita hvað ég á að segja ef það kemur eitthvað upp á. Ef einhver til dæmis missir ástvin. Þá á ég hrikalega erfitt með að tala við fólk. Ég verð vand­ ræðaleg og kjánaleg. Eins og í tilfelli Kristínar. Dóttir hennar fékk þessa greiningu og ég vissi ekkert hvað ég átti að segja. Maður reynir að segja eitthvað en ég held að mesta björgin sé fólgin í því að standa með vinum sínum þó að maður segi líklega eitt­ hvað rangt. Maður segir þó allavega eitthvað,“ segir Tobba Dugleg að segjast elska „Mér finnst það hafa tekist vel hjá okkur. Við getum verið hreinskiln­ ar með það hvernig okkur líður. Ég reyni líka stundum að senda Tobbu og fleiri vinkonum mínum skilaboð og segi henni að ég elski hana, eða að hún sé frábær. Alveg upp úr þurru. Stundum þarf mað­ ur bara að fá að heyra að maður sé að standa sig vel,“ segir Kristín og heldur áfram: „Stundum er mikið álag á vinum manns og ekki hægt setjast niður með þeim og ræða allt sem bjátar á. Það er engu að síður gott að komast úr erfiðum aðstæð­ um og það gefur svo mikið að heyra eitthvað fallegt og jákvætt.“ Tobba tekur undir þetta. „Svo höf­ um við líka hist og ákveðið að tala ekki um börn eða ekki um erfið­ leika. Tala frekar um vín, flugferðir eða ókunnuga karlmenn, þar sem Kristín er aftur orðin einhleyp,“ út­ skýrir Tobba. „Ég er nefnilega sú sem er alltaf að skilja,“ skýtur Krist­ ín inn í og þær skella upp úr. Þær segja þetta einmitt vera alvöru vinskap. „Það er mjög fall­ egt að geta fengið slíkt svigrúm. Það hafa ekkert allir þroskann til að gefa svigrúm. Fólk er að spá í það af hverju maður talar ekki við það og maður finnur að fólk verður stund­ um svolítið tilætlunarsamt á mann. Mig langar ekkert endilega að setj­ ast niður og ræða læknisheimsóknir dóttur minnar,“ segir Kristín hrein­ skilin. „Við erum alltaf til staðar ef það þarf að ræða erfiðu hlutina en það er í boði að sleppa því og það þýðir ekki að erfiðleikarnir hafi ekki haft mikil áhrif á okkur,“segir Tobba. Þær eru sammála um að það hafi haft þroskandi áhrif á vináttuna að vera til staðar hvor fyrir aðra á erf­ iðum tímum. Tobba grípur orðið: Það hefur þroskað mig mikið að fylgjast með Kristínu og læra af því hvernig hún tekst á við hlutina. Ég dáist svo að henni. Margir hefðu far­ ið ofan í holu og ekki komið upp úr henni. Kristín hefur auðvitað tek­ ist á við kvíða og þekkir svolítið inn á sig. Hún þekkir þær bjargir sem eru í boði. Hún á önnur börn og fjölskyldu og varð að gera það sem þurfti til að standa undir þessu. Mér finnst það svo aðdáunarvert. Og af því hún tókst svo vel á við þetta þá getur hún boðið manni góð og gild ráð.“ Bónorðið kom á óvart En vinkonurnar sameinast ekki bara í sorg og erfiðleikum. Þær sameinast líka í gleðinni. Kristín var einmitt viðstödd eina af gleðistundum Tobbu í lífinu á dögunum. En Tobba og unnusti hennar, Baggalúturinn Karl Sigurðsson, trú­ lofuðu sig skömmu fyrir jól. Hann bað hennar í lok jólatónleika hljóm­ sveitarinnar að viðstöddum öllum vinahópnum, nokkrum ættingum og fullum sal af ókunnugu fólki í Há­ skólabíói. „Ég var þarna í salnum og grenj­ aði mikið. Þetta var svo fallegt. Við vorum þarna allar vinkonurnar en vissum ekki neitt fyrirfram,“ segir Kristín. „Hann vissi að þær myndu allar koma. Hann sá um að bóka mið­ ana þannig hann lét okkur sitja óþarflega nálægt. Svo sá ég að systir hans var allt í einu mætt,“ segir Tobba sem spáði þó lítið í því fyrir tónleikana. En bónorðið kom henni algjörlega að óvörum. Aðspurð segir Tobba þau ekki búin að festa stóra daginn, enda á hún eftir að setjast niður með vina­ hópnum, drekka ríflegt magn af kampavíni og fara yfir málin. „Þetta er ekkert bara á milli mín og hans. Þetta snýst meira um hvernig partí vinkonurnar hafa séð fyrir sér. Þetta verður óhefðbundið allavega,“ segir hún, en meira verður ekki gefið upp að sinni. „Ef maður lendir í miklu áfalli þá á maður ekkert annað en vini sína. Þegar manni líður virkilega illa þá sér maður hver það er sem treystir sér til að tala við mann. Það er meira en að segja það.“ volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt RÝMINGARSALA 20% aukaafsláttur af öllum GARÐHÚSUM á meðan byrgðir endast V H /1 6- 05 GARÐHÚS 4,7m² 44 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m² 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is · Allt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær · Ekki missa af þessu Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.