Fréttatíminn - 28.01.2017, Síða 30

Fréttatíminn - 28.01.2017, Síða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 28. janúar 2017 Ásgeir H. Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Strákar sparka í marhnút, stelpa bjargar vespu. Vega-lausir unglingar í hvorir í sinni heimsálfunni, hvorir í sinni bíómyndinni, mögu- lega hvorir á sinni öldinni. Strákar á bryggju fyrir austan, stelpa á móteli í suðurríkjunum. Myndirnar tvær eru Hjartasteinn og American Honey, tvær splunku- nýjar myndir um unglingaástir og greddu í íslensku krummaskuði og bandarískum smábæjum og vega- mótelum. Þær segja okkur heilmikið um þá kvöl og gleði sem fylgir því að vera ungur – en bara önnur þeirra segir okkur eitthvað að ráði um sam- félagið sem hún sprettur úr. Hjartasteinn fjallar um sex ung- linga, já eða börn, þau eru einhvers staðar á mörkum berskunnar og fyrstu unglingsárana. Þau eru ýmist gröð eða ráðvillt eða hvort tveggja, ganga sjálfala um smáþorpið á með- an foreldrarnir eru að mestu fjar- lægir. Strákarnir gefa stelpunum auga en um leið hver öðrum, kyn- uslinn vofir yfir án þess að neinn viti beinlínis hvað eigi að gera. Eða öllu heldur, strákarnir tveir sem eru í að- alhlutverki hafa ekki hugmynd um það. Allt frumkvæði í þessum mál- um er tekið af stelpunum – strákarn- ir gera bara það sem þeim er sagt að gera, sem er skemmtileg tilbreyting frá helstu klisjunum. Við vitum ekki alveg hvaða öld er, hér er enginn með farsíma, þótt kall- inn í sjoppunni hafi uppgötvað klám á internetinu. Tónlistin gefur tíunda áratuginn í skyn, þegar Emilíana var Kvikmyndakompa: Um unglingadrömun Hjartastein og American Honey. Þór og Kristján Bestu vinirnir sumarið sem kynuslinn fer að gera vart við sig. SUZUKITÓNLISTARSKÓLINN Í REYKJAVÍK, Sóltúni 24, 105 Reykjavík býður upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 3ja mánaða til þriggja ára. Á námskeiðinu verða kennd barnalög og kvæði, leikið, dansað og notið samverunnar. Kennari notar m.a. kennsluefni og hugmyndafræði Suzukiaðferðarinnar til grundvallar námskeiðinu og foreldrar læra leiðir til að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna. Kennari er Diljá Sigursveinsdóttir, suzukifiðlukennari við skólann, sem einnig er menntuð söngkona og söngkennari og hefur margra ára reynslu sem kennari ungra barna. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 2. febrúar nk. og er kennt vikulega í 8 vikur. Námskeiðið er kennt frá kl. 09:00 til 10:00. Verð kr. 25.000 Skráning er á netfanginu postur@suzukitonlist.is Tónlistarnámskeið fyrir ung börn og foreldra þeirra. Jake (Shia LeBeouf ) dans- ar á búðarborði í Kmart. ung og Sykurmolarnir við það að hætta. En stundum bregður myndin sér í tímaflakk, Nasty Boy með Trabant er til dæmis groddaskapur frá næstu öld sem aðalpersónan er ekki alveg tilbúin fyrir en táknar þá framtíð sem eldri systur hans þrá. Þær eru bestíur myndarinnar – þræl- skemmtilegar og kvikindislegar, en meðferðin á litla bróðurnum nálgast það alveg á köflum að vera kynferð- islegt áreiti. Nafnlausir smábæir En svo það sé alveg á hreinu, þetta er fantafín bíómynd. Helsti styrkleik- inn er annars vegar frábær kvik- myndataka Sturlu Brandth Grøvlen, sem hlýtur bara að vera farinn að fá margmilljónatilboð frá Hollywood (og það segi ég samt ekki út af þessari mynd eða Hrútum, jafn fallegar og þær eru, heldur út af hinni þýsku Victoriu sem er eitt mesta kvik- myndatökuafrek síðari ára), og svo einstaklega náttúrulegur leikur krakkanna sex. Strákarnir tveir eru í forgrunni en stelpurnar fá engu að síður nóg að gera – sem er því mið- ur ekki alltaf tilfellið. Þær renna þó óþarflega mikið saman í byrjun, allar með svipaða hárgreiðslu og fatasmekk. Strákarnir tveir, Þór og Kristján, eru hins vegar gjörólíkir – annar samanrekinn dökkhærður naggur og hinn slánalegur ljóshærð- ur krullhaus. Aðalpersónan, Þór, er einmitt töluvert minni en allir hinir krakkarnir. Við fáum aldrei að vita hvort hann sé yngri en þau eða bara seinþroska – en hann vinnur það upp með meiri innbyrgðri reiði en öll hin til samans. En. Já, hér kemur þetta en. Þrátt fyrir allt líður myndin fyrir hvað hún er lík alltof mörgum nýlegum íslenskum bíómyndum. París norð- ursins, Hrútar, Þrestir, Hross í oss og Málmhaus – allt myndir sem ger- ast í sveit eða þorpi, þorpum sem iðulega eru nafnlaus – við vitum mögulega tökustaðinn úr viðtöl- um (Hjartasteinn er tekinn á Borg- arfirði eystri og samkvæmt viðtali við leikstjórann þá er innblásturinn sóttur í æskuár á Þórshöfn) en þess- ir staðir fá aldrei að leika sjálfa sig, þessar myndir gerast í hinu eilífa Hvergilandi, krummaskuðinu Ís- landi sem við sluppum flest frá, ef ekki í eigin bernsku þá með hjálp foreldra eða afa og ömmu. Það mætti kalla þetta myndir fyrir útlendinga en þær eru ekkert síður fyrir okkar eigin nostalgíu eftir gamla Íslandi, Íslandi sem okkur annað hvort rámar í eða höfum heyrt sögur af. Eins speglar þetta örlög Íslands í Hollywood, þar sem landið leikur oftast fjarlægar plánetur en nær aldrei sjálft sig. Ef það koma margar svona myndir í viðbót þá verða lundamyndir sjálf- stæð kvikmyndagrein. Til að gæta allrar sanngirni er rétt að taka fram að það hafa sannarlega verið fram- leiddar einstöku Reykjavíkur-mynd- ir síðustu ár, en að Fúsa undanskild- um þá hafa þær fæstar verið að slá í gegn erlendis. Kannski þýðir það að þetta sé það Ísland sem útlendingar vilja sjá – eða það Ísland sem dreg- ur að sér okkar bestu leikstjóra. Að hluta til er ástæðan örugglega pen- ingar – íslenskar myndir hafa sjaldn- ast mikil fjárráð og það er ódýrara að leggja heila sveit undir bíómynd en heila borg. En staðleysan er farin að verða þreytandi. Það mætti að minnsta kosti fara að gefa þessum stöðum nöfn, fara að leyfa þeim að vera þeir sjálfir. Neskaupstaður fær væntan- lega að vera hann sjálfur í væntan- legri heimildamynd Gríms Hákonar- sonar, Litla Moskva, um þá tíma þegar plássið var gósenland íslensks kommúnisma – og er ágætis dæmi um alla þá vannýttu sögu sem býr í þessum smáplássum. Staðleysunni fylgir nefnilega líka söguleysi – og þú þarft oft ekki að stoppa lengi í ís- lenskum smáplássum til þess að átta þig á að þau eru stútfull af sögu. Þá eru sögur af tilfinningalega bækluðum karlmönnum líka orðn- ar dálítið þreyttar – og mögulega líka ansi ýktar líka. Þetta virkar að vísu í Hjartasteini, þar sem óöruggir unglingar eru í aðalhlutverkum, en það er dálítið eins og íslenskir leik- stjórar forðist alvöru samtöl. Ein- staka menn eru kannski orðheppn- ir – en löng samtöl eru sjaldséð. Það er eins og það megi ekki segja meira en þrjár setningar í einu úti á landi. Þessi tilfinningalega bæklun virð- ist þó vera á undanhaldi ef marka má besta atriðið í Hjartasteini, þegar aðalpersónan Þór er orðinn nostal- gískur fyrir aldur fram eftir sakleysi æskunnar og horfir upp á yngri strák veiða marhnút – og í staðinn fyrir að sparka í hann eins og þeir höfðu gert sumarið áður þá sleppir hann honum lausum. Ástin í stórmarkaðnum „We found love in a hopeless place,“ glymur í hátölurunum. Við fund- um ástina á vonlausum stað. Ekki á Borgarfirði eystri samt, heldur í Oklahoma. Í Kmart stórmarkaði. Þar kemur Star fyrst auga á Jake Ísland Krummaskuðið Systurnar syngja Trabant- lag úr fram- tíðinni fyrir litla bróður. Leikstjórinn Guðmundur Arnar Guð- mundsson vakti fyrst verulega athygli fyrir stuttmyndina Hvalfjörð. Norski tökumaðurinn Sturlu Brandth Grøvlen skaut líka Hrúta og Victoriu, meistaralega gert Berlínar-ævintýri sem tekið var í einni töku.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.