Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 43
Gott skipulag gefur hugarró Snjallar lausnir fyrir skipulag heimilisins í IKEA. Unnið í samstarfi við IKEA. Það virðist vera eilíft ver-kefni að koma skipulagi á suma hluta heimilisins. Það er vissulega best að hafa allt á hreinu en hjá flest- um okkar er eitt, jafnvel tvö, herbergi þar sem óreiðan virðist alltaf sigra. Þeir sem eru með búr inn af eldhúsinu eða þvotta- hús kannast mögulega við slíkan ósigur, og svo er það blessuð geymslan. Þar úir og grúir af því sem á ekki að sjást, nota síðar eða bara geyma. Ef það er eitthvað sem hægt er að ganga að vísu í IKEA, þá eru það snjall- ar lausnir fyrir skipulag heimil- isins. Frábært úrval af kössum Hulda Bryndís Óskarsdóttir sölustjóri segir að þótt geymslu- kassar hljómi ef til vill ekki mjög spennandi, þá séu nýjungar í úr- valinu þar eins og í öðrum vöru- flokkum og lítið mál að skipu- leggja geymsluna þannig að hún þoli jafnvel gestagang. „Við erum auðvitað með frá- bært úrval af kössum í öllum stærðum, úr mismunandi hráefni og í ýmsum litum. Flest- ir eru þeir hannaðir þannig að það er hægt að loka þeim vel og svo staflast þeir og taka því lítið pláss, en rúma mikið.“ Hún nefnir SOCKERBIT línuna og KLÄMTARE sem dæmi um slíka kassa. „Þeir eru sterkir og með loki sem heldur raka og óhreinindum í burtu. KLÄMTARE kassarnir þola að standa úti þannig að þeir eru líka tilvald- ir fyrir garðáhöldin eða annað sem tilheyrir útisvæðum,“ segir Hulda og bætir við að kassarnir smellpassi í hillur eins og IVAR, ALGOT og HYLLIS. Ekki bara fyrir geymsluna „OMAR hillurnar eru mjög vinsælar og falla vel inn í þennan hráa iðnaðarstíl sem er vinsæll núna. Hillurnar eru úr galvaníser- uðu stáli og eru mjög stílhreinar og töff,“ segir Hulda. Því sé alls engin þörf á að fela hirslurnar inni í geymslu. „Skemmtilegur bónus er svo að það þarf engin verkfæri til að setja þær saman. Hlutun- um er einfaldlega smellt saman og hillurnar stilltar eftir þörfum.“ Hulda nefnir líka ALGOT sem línu sem henti í nánast öll her- bergi heimilisins. „Úrvalið af aukahlut- um með ALGOT línunni er það breitt að það er algjörlega hægt að sérsníða samsetninguna að þörfum hvers og eins.“ Hulda segir hirsluúrvalið auð- vitað alls ekki takmarkast við þessi „baksvæði“. Það sé leitun að verslun með eins mikið úrval af hirslum, hvort sem er fyrir dragfínar stofur, barnaherbergi eða forstofur. „Ég leyfi mér að fullyrða að ef það þarf að geyma eitthvað á snyrtilegan og að- gengilegan hátt, þá finnst lausn hjá okkur,“ segir Hulda að lokum. ALGOT línan býður upp á endalausa möguleika og ótal aukahluti. KLÄMTARE kassarnir eru sterkir og vatnsheldir, og henta því líka vel í garðinum. SOCKERBIT kas sarnir eru besti vinur skipulagsins. Þe ir fást í nokkrum stærðum og hæ gt er að bæta vi ð hjólum til að auð velda flutninga. IVAR býður upp á fjölda samsetningar möguleika og sinnir stórum verkefnum sem litlum með sóma. Með ALGOT má nýta allt veggplássið og með réttu aukahlutunum er hún tilvalin í forstofuna. OMAR hillurnar falla vel inn í hráa iðnaðarstílinn sem nýtur vinsælda um þessar mundir. Hulda Bryndís, sölustjóri, fullyrðir að þegar vanti snyrtilegar og aðgengilegar hirslur, finnist lausn í IKEA. 3 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2017 HEIMILIOGHÖNNUN

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.