Fréttatíminn - 28.01.2017, Blaðsíða 42
Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Klassísk gæða húsgögn
á góðu verði
Opið virka daga
10-18
laugardaga
11-15
Það sem ég hef lagt
á mig er algjört rugl
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
Eva Björk Sigurjónsdóttir er menntuð sem húsa- og húsgagnasmiður og starfar sem slíkur hjá fyrirtækinu HBH byggir.
Upphaflega ástæðan fyrir því að
hún hóf nám í húsgagnasmíði
var sú að hana langaði til að geta
hannað og smíðað sín eigin hús-
gögn eftir eigin höfði og þörfum.
Lifandi harðviðurinn heillar hana
mest. Hún getur gleymt sér við að
spá í falleg húsgögn og línunum í
viðnum, sem jafnvel mynda sólar-
lag ef vel er að gáð.
Spurð hvort hún ætti börn
„Ég byrjaði í húsgagnasmíðinni
og ákvað á miðri leið að taka
húsasmíðina líka. Það voru ýms-
ar ástæður fyrir því. Mig langaði
til dæmis að víkka sjóndeildar-
hringinn. Svo er líka oft rígur á
milli húsa- og húsgagnasmiða,
þannig að ég hugsaði með mér að
það væri fínt að vera með hvort
tveggja. Það munaði ekki nema
einni önn í skólanum. Svo bætti
ég stúdentsprófinu við og tók
þrennu,“ segir Eva og brosir.
„Á meðan ég var í húsgagna-
smíðinni þá var alltaf verið að
segja við mig að ég fengi aldrei
samning. Það væri svo mikið ve-
sen að finna meistara. Sem kom
svo í ljós að var algjört kjaftæði. Ég
byrjaði reyndar á því að hringja á
verkstæði og það gekk frekar illa.
Fyrsta spurningin sem ég fékk
alltaf var hvort ég ætti börn. Eitt-
hvað sem strákarnir voru aldrei
spurðir að. Þá fann ég strax hvað
þetta var mikil karlastétt sem ég
var að koma inn í. En svo próf-
aði ég að fara á verkstæði, fór á
verkstæðið hjá HBH byggir og fékk
vinnu einn, tveir og bingó.“
Þar tók hún bæði húsa- og hús-
gagnasmíðasamninginn og lauk
síðara sveinsprófinu síðastliðið
vor. Hún lét þó ekki staðar numið
þar og er komin í meistaranám
sem hún stundar með fullri vinnu
sem smiður.
Myndir | Hari
Skenkurinn var lokaverkefni í húsgagna-
smíðinni. „Þá var ég komin með betri
innsýn í allt. Gat teiknað upp stykkið
og algjörlega vitað hvernig ég ætlaði að
smíða það. Það er miklu meiri hönnun
í skenknum heldur en nokkurn tíma
borðinu.“
INNLIT | 105 REYKJAVÍK
Eva Björk húsa- og húsgagnasmiður valdi fagið upphaflega til að geta
hannað og smíðað sín eigin húsgögn. Þegar hún byrjaði að vinna ákvað
hún að vera alveg grjóthörð og slökkti á sér sem tilfinningaveru. Hún
vildi ekki vera eftirbátur karlkyns vinnufélaganna.
Vantaði borð og smíðaði það
„Ég var alltaf þessi týpa sem var
í fótbolta með strákunum og
klifraði upp á veggi ef það var
hægt. Ég hef alltaf séð stelpur og
stráka sem jafningja og vil ekki
að við séum skilgreind eftir kyni
eða fagmenntun, eða því sem við
höfum burði til að gera. Mín hug-
mynd var að verða flugvirki eins
og pabbi og ég sá fyrir mér að það
gæti orðið skemmtilegt. Svo var
ég farin að spá í bifvélavirkjann.
En þegar ég bjó erlendis um tíma
þá vantaði mig skrifborð og fann
ekkert sem passaði þannig að ég
endaði með að fara í bygginga-
vöruverslun og kaupa alls konar
efni og fullt af handverkfærum.
Svo smíðaði ég skrifborð sem leit
mjög vel út en var ópraktískt því
ég hafði auðvitað enga faglega
þekkingu.“ Í kjölfarið fór Eva hins
vegar að teikna upp ýmsa hluti og
spáði mikið í húsgögn. Þegar hún
flutti aftur heim fékk hún þá hug-
mynd að fara í húsgagnasmíði, svo
hún gæti nú lært að smíða það sem
hún var að teikna.
Ætlaði að vera grjóthörð
Eva kom að því að stofna nýtt Fé-
lag fagkvenna sem fæddist á síð-
asta ári, og situr hún í stjórninni.
Um er að ræða fagfélag kvenna
í karllægum iðngreinum. „Það
er gott að geta verið stuðnings-
net fyrir hver aðra því það getur
verið erfitt að vera eina konan á
vinnustaðnum. Við gerum okkur
grein fyrir því að við erum fyrir-
myndir, enda eru konur í miklum
minnihluta í þessum bransa. Það
er óeðlilegt að sjá konur í þessum
störfum núna en það verður eðli-
legt síðar. Við verðum því að vera
tilbúnar að svara ýmsum spurn-
ingum og koma fram og segja frá
því sem við gerum.“
Eva
bendir
á að það
sé í raun
alveg óháð
kyni hvað einstaklingar vilja taka
sér fyrir hendur þegar kemur að
því að velja framtíðarstörf þótt
samfélagið hafi vilja steypa okkur í
ákveðin mót.
„Sumir karlmenn vilja vera á
snyrtistofu að laga neglur á meðan
konur vilja vera í appelsínugul-
um regngalla að smíða hús. Það
er samt meira ætlast til þess af
karlmönnum að þeir séu hetjur og
hörkutól.“ Sem kona í karlastétt
hefur Eva fundið fyrir þessum
kröfum samfélagsins.
„Stundum er ég tekin of mikið
inn í hópinn og verð ein af karl-
mönnunum. Þá líður mér eins og
ég eigi að gera allt eins og þeir. Það
sem ég hef stundum lagt á mig er
algjört rugl,“ segir Eva og hlær.
„Þegar ég byrjaði að starfa við
þetta þá þurfti ég að setja upp
ákveðna brynju og slökkti á því að
vera tilfinningavera. Ég ætlaði að
vera svo ofboðslega grjóthörð og
sýna körlunum að ég gæti þetta
líka. Maður fer sterkur af stað
og brotnar svolítið á leiðinni því
maður fær mótspyrnu. Yfirleitt
eru vinnufélagarnir samt mjög
góðir og ég er ein af hópnum á
mínum vinnustað, á góðan hátt.
En svo kannski lendi ég í verkefni
með öðrum úti í bæ og þá kemur
undantekningalaust upp spurn-
ingin: „Ert þú femínisti?“ Sem á
að vera rosa fyndið og gera mig
kjaftstopp. Svona spurningar eru
ákveðið áreiti til lengdar, en þess-
ir einstaklingar eru sem betur
fer fáir. Mér finnst þetta þræl-
skemmtilegt starf og ég hef mik-
inn metnað. Ég vil líka setja gott
fordæmi fyrir aðrar konur og sýna
hvað starfið getur verið fjölbreytt.“
Í sveinsstykkinu ákvað Eva að nota hnotu
því það er uppáhalds viðurinn hennar. „Þá
var ég komin með enn betri þekkingu og
spónlagði allt stykkið saman,“ útskýrir
hún. En í sveinsstykkinu varð hún að sýna
fram á ákveðna kunnáttu og hafði því ekki
alveg frjálsar hendur.
Sófaborð með sex skúffum var verkefni númer tvö. „Það var rosalega stórt verkefni og
ég fékk eiginlega varla leyfi til þess að gera það. Skúffurnar eru útdraganlegar báðum
megin og svo er hægt að snúa þeim við og þá eru þær glasabakkar.“ Borðið er smíðað
úr hnotu og ebony macassar, viðarklump sem Eva fann í skólanum. „Þetta var eitthvað
eldgamalt, frá Indónesíu held ég. Það var sko fílakúkalykt af honum, þó ég viti ekkert
hvernig fílakúkalykt er.“
Fyrsta
húsgagnið
sem Eva smíðaði er
ruggustóll hannaður af
Helga Hallgrímssyni. „Þessi
stóll heillaði mig strax. Það er svo
flott form á honum. Ég ákvað að
þverspóna hann með beinstrípaðri
hnotu. Kennarinn var ekkert
voðalega hrifinn af þessu fyrst
og hélt að ég væri að ruglast, að
þverspóna er nefnilega frekar
nútímalegur stíll og fólk er
oft mjög vanafast.“
frettatiminn.is
2 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2017 HEIMILIOGHÖNNUN