Fréttablaðið - 27.01.2018, Side 84

Fréttablaðið - 27.01.2018, Side 84
Kollagen sem bæti­ efni hefur verið rannsakað töluvert og virknin lofar góðu. Getur til dæmis gagnast í húð og liðum og örvað kollagen fram­ leiðslu okkar. Ösp Viðarsdóttir næringarþerapisti, heilsa.is. Það er ekki tómur hégómi að vilja hafa fallega húð því slæmt ástand húðar getur oft verið merki um heilsufarsvanda­ mál. Sem dæmi verður húðin þurr ef við drekkum ekki nóg og ef okkur skortir góðar fitusýrur. Fölvi getur þýtt járnskort, bólur geta orsakast af þarmaflóruójafnvægi og líflaus húð getur verið merki um skort á ýmsum næringarefnum,“ segir Ösp Viðarsdóttur næringar­ þerapisti. Gott og fjölbreytt mataræði er grunnurinn að fallegri húð eins og það er grunnurinn að góðri heilsu almennt. l Drekktu nóg af vatni. l Borðaðu hreint og fjölbreytt, sérstaklega grænmeti og ávexti í öllum regnbogans litum. l Fáðu næga fitu úr feitum fiski, hnetum, fræjum og kaldpress­ uðum olíum. l Veldu náttúrulegar snyrtivörur sem eru lausar við ertandi efni. Kollagen fyrir húð og liði Kollagen er eitt af aðaluppbygg­ ingarefnum húðarinnar. Það heldur henni sterkri og teygjan­ legri. Líkaminn framleiðir kollagen úr amínósýrum en með aldrinum hægir á þessu ferli, endurnýjun húðarinnar verður minni, teygjan­ leiki minnkar og fínar línur og hrukkur fara að myndast. Kollagen sem bætiefni hefur verið rannsakað töluvert og virknin lofar góðu. Gott vatnsrofið (e. hydrolysed) kollagen getur til dæmis gagnast í húð og liðum og örvað kollagenframleiðslu okkar. Það styrkir í raun innviði húðarinnar, getur dregið úr mis­ Hlúum betur að húðinni Húðin er stærsta líffærið og það mæðir mikið á henni. Hún ver okkur fyrir hita og kulda og er mikilvæg sýklavörn. Kollagen er eitt af aðaluppbyggingarefnum húðarinnar, heldur henni sterkri og eykur teygjanleika hennar. Það er hægt að gera ótrúlegustu rétti úr kjúklingi. Flestum finnst kjúklingaréttir góðir svo það er upplagt að kaupa heilan kjúkling og hluta hann niður. Þá má nota hann á ýmsa vegu. Heill kjúklingur er mun ódýrari en þegar keyptar eru bringur. Hér eru nokkrar hugmyndir að góðum kjúklingaréttum. Kjúklingur í mangósósu Í þennan rétt er notað mango chutney. Það fæst bæði í mildri og sterkri útgáfu. Það er einfalt að útbúa þennan rétt og hann hentar vel fyrir fjóra. 4 kjúklingabringur 300 g mango chutney, það er gott að hafa það sterkt en bara eftir smekk 1 dl hrein jógúrt 1 appelsína, safinn 2 msk. smjör 2 tsk. currypaste (karrímauk) Salt og pipar Olía til steikingar Ferskt kóríander Kryddið bringurnar með salti og pipar. Setjið ferskt kóríander undir skinnið ef það er til staðar. Steikið á heitri pönnu á báðum hliðum en leggið bringurnar síðan í eldfast mót. Blandið öllu saman sem upp er talið í uppskriftinni fyrir utan bringurnar. Setjið yfir bringurnar og bakið í ofni við 200°C í um það bil 30 mínútur. Skreytið réttinn gjarnan með smátt skornum rauðum chilli­pipar. Berið fram með basmati­hrísgrjónum og naan­brauði. Einnig má hafa ferskt salat með. Kjúklingur í pítubrauði Einfaldur og fljótlegur kjúklinga­ réttur fyrir alla fjölskylduna. Einnig hægt að nota svínakjöt í þennan rétt. Uppskriftin miðast við fjóra. 4 kjúklingabringur 2 msk. olía 1 gul paprika 1 rauð paprika 4 vorlaukar 4 gróf pítubrauð 2 dl hrein jógúrt Ferskt salat 4 tsk. tikka masala krydd Skerið bringurnar í bita. Skerið papriku og vorlauk. Steikið bring­ urnar við meðalhita á pönnu með olíu. Bætið því næst papriku og vor­ lauk út í. Kryddið með tikka masala og hrærið öllu saman. Blandið jógúrtinni á pönnuna þegar græn­ metið hefur mýkst. Hitið pítubrauðin og fyllið þau með kjúklingablöndunni og fersku salati. Bakaður kjúklingur með chorizo-pylsu Choriza er spænsk pylsa sem bæði er hægt að fá sterka og milda. Hún passar mjög vel með kjúklingi. Upp­ skriftin miðast við fjóra. 1 heill kjúklingur, bútaður niður í fjóra eða átta bita 1 sítróna, skorin í sneiðar 200 g svartar ólífur, gjarnan Kala- mata 100 g chorizo-pylsa, skorin í bita 5 hvítlauksrif 1 rauð paprika, skorin í bita 8 skalottlaukar 2½ dl kjúklingasoð, ef til vill smá hvítvín 2 msk. smjör ½ msk. reykt paprikuduft ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar Setjið kjúklingabitana í eld­ fast mót ásamt sítrónusneiðum, ólífum, chorizo, hvítlauk, lauk og papriku. Penslið kjúklinginn með bræddu smjöri og hellið kjúklinga­ soðinu yfir. Bragðbætið með reyktri papriku, salti og pipar. Setjið formið í 200°C heitan ofn og bakið í um það bil 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er gegnum­ steiktur. Berið réttinn fram með hrísgrjónum eða kúskús og fersku salati. Kjúklingur við allra hæfi Kjúklingur með chorizo og ólífum. l Æterna Gold Kollagen ásamt hyaluronic-sýru og C-vítamíni. l Æterna Gold Collagen, frá hinum virta framleiðanda Higher Nature er hágæða vatnsrofið fiskikollagen ásamt hyaluronic- sýru og C-vítamíni. l Hyaluronic-sýra er mjög mikil- væg til að halda raka í húðinni og til að smyrja liðina. C-vítamín er nauðsynlegt fyrir kollagen- framleiðslu og það er öflugt andoxunarefni sem ver húðina fyrir öldrun. l Þessi blanda er því bæði frábær til að styrkja og vernda húðina sem og til að smyrja liðina. Þetta er duft sem má blanda í vatn, safa eða út í þeytinga og drekka daglega. Mæliskeið fylgir og ráðlagður skammtur er ½ skeið á dag. fellum, línum og hrukkum og veitir húðinni meiri fyllingu. Það getur því haft sjáanleg áhrif auk þess sem inntaka þess linar oft ýmis liða­ vandamál. Æterna Gold fæst í verslunum Heilsuhússins og í vefversluninni heilsuhusid.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . JA N ÚA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E D 8 -B 3 B 0 1 E D 8 -B 2 7 4 1 E D 8 -B 1 3 8 1 E D 8 -A F F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.