Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2018, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 01.02.2018, Qupperneq 2
Veður Austlæg átt og bjartviðri allvíða á landinu en vaxandi suðaustanátt með snjókomu um sunnan og vest- anvert landið þegar líður á daginn. Suðaustan stormur með snjókomu og síðan slyddu og rigningu í kvöld. sjá síðu 34 Komu til dyranna eins og þær eru klæddar Í gær klæddust konur svörtu til stuðnings #metoo-byltingunni. Átakinu var hrint af stað af Félagi kvenna í atvinnurekstri og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Heilu vinnustaðirnir voru undirlagðir fólki, reyndar af báðum kynjum, í svörtum fötum. Það var til að mynda svart um að litast í höfuð- stöðvum Íslandsbanka, innan um rauðan einkennislit bankans, þar sem þessi hópur kvenna klæddist svörtu frá toppi til táar. Fréttablaðið/antonbrink samfélag Sendiherra Indlands á Íslandi tók upp jóga eftir að for- sætisráðherra heimalandsins lagði til að alþjóðlegur jógadagur yrði haldinn hátíðlegur. Hann fer ekki í gegnum daginn án þess að taka frá klukkustund í jógaæfingar. „Jóga er þúsund ára gömul iðja en við höfum aldrei hugsað um hana sem bara okkar, heldur viljum við deila henni með mannkyninu,“ segir Rajiv Kumar Naqpal, sendiherra Indlands á Íslandi, sem býður upp á ókeypis jógatíma í sendiráði Indlands við Túngötu. Hann stundar æfingarnar sjálfur daglega, en finnst jógatímar of dýrir hér á landi. „Það er mikill áhugi fyrir jóga hér á landi og mörg stúdíó sem bjóða upp á jóga en þar getur tíminn kostað tvö til þrjú þúsund krónur sem mér finnst frekar í dýrara lagi,“ segir sendiherrann. „Svo okkur datt í hug að bjóða upp á þessa þjónustu ókeypis og fá jógakennara hingað til lands. Jóga er gott fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu og okkur finnst að það ætti að vera frítt.“ Sjálfur hóf sendiherrann að stunda jóga fyrir um fjórum árum, eða eftir að forsætisráðherra Ind- lands óskaði eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að 21. júní yrði gerður að alþjóðlegum degi jóga. Nú gerir Naqpal jógaæfingar í klukkustund á dag og segist einbeita sér mest að önduninni. „Við gerum þetta öll í sendiráðinu. Ég ver um fjörutíu mínútum bara í öndun sem hjálpar mikið við and- lega heilsu enda anda allir í heim- inum. Það bætir andlega heilsu og maður finnur fyrir breytingunni að innan,“ segir hann. Jógakennarinn kom frá Indlandi til Íslands í desember og mun starfa hjá sendiráðinu í tvö ár, en eftir þann tíma stefnir Naqpal á að ráða nýjan kennara. Eins og stendur er boðið upp á fjóra tíma á dag í sendiráðshúsinu við Túngötu, og nú þegar hafa tæp- lega fimmtíu manns skráð sig á nám- skeið, þrátt fyrir að þau hafi lítið sem ekkert verið auglýst. Mætingin er þó misjöfn eftir dögum og suma daga er það lítill hópur sem æfir jóga í kjall- ara sendiráðsins. Naqpal kveðst þó vera búinn að skoða þann möguleika að flytja námskeiðin í stærra hús- næði ef mæting yrði meiri en hús- næðið þolir – enda yrði hann himin- lifandi ef öll þjóðin myndi byrja að stunda jóga. bryndissilja@frettabladid.is Indverski sendiherrann býður þjóðinni í jóga Indverski sendiherrann ver fjörtíu mínútum á dag í öndunaræfingar og finnst Íslendingar þurfa að greiða alltof mikið til að sækja jógatíma. Sendiherrann réð því jógakennara alla leið frá Indlandi sem kennir frítt og býður þjóðinni í jóga. Starfsfólk sendiráðsins stundar jóga af miklum móð. Fréttablaðið/anton brink Ég ver um fjörutíu mínútum bara í öndun sem hjálpar mikið við andlega heilsu enda anda allir í heiminum. Rajiv Kumar Naqpal, sendiherra Indlands á Íslandi samfélag Utanríkisráðuneytið ásamt Sjúkratryggingum Íslands vinnur að því ásamt ræðismanni Íslands á Spáni að fá Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem slasaðist alvar- lega í Malaga fyrir hálfum mánuði, flutta á annað sjúkrahús á Spáni til að tryggja henni betri heilbrigðis- þjónustu. Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldunnar, vonast til að af þeim flutningi geti orðið í dag. Utanríkisráðuneytið hefur verið Sunnu og fjölskyldu innan handar frá því slysið varð þann 17. janúar og hefur komið á sambandi milli fjöl- skyldunnar og ræðismanns Íslands á staðnum sem hefur aðstoðað fjöl- skylduna frá fyrsta degi. Þá hefur ráðuneytið einnig haft milligöngu um samband milli Landspítalans og heilbrigðisyfirvalda á Spáni vegna læknisþjónustu og umönnunar Sunnu, auk samvinnu við Sjúkra- tryggingar Íslands um leiðir til að bæta líðan hennar á meðan hún er á Spáni meðal annars með aukinni aðstoð og fyrrgreindum flutningi á annað sjúkrahús. Ráðuneytið getur hins vegar ekki beitt sér fyrir afhendingu vegabréfs Sunnu eða haft önnur afskipti af þeirri lögreglurannsókn sem flækir heimkomu hennar. Enn hafa engin svör fengist frá lög- regluyfirvöldum á Spáni um hvenær vænta megi að hún fái vegabréfið afhent, en því er haldið hjá lögregl- unni á Spáni vegna rannsóknarhags- muna. – aá Sunna flutt á betra sjúkrahús Sunna vill betri heilbrigðisþjónustu. Mynd/UnnUr birgiSdóttir fjölmiðlar Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir hefur látið af störfum hjá útgáfufélaginu Birtíngi. Hún var ráðin yfirritstjóri félagsins í des- ember síðastliðnum þar sem hún meðal annars ritstýrði tímaritinu Mannlífi, en tilkynnt var um ráðn- ingu hennar þann 11. desember. Helga ritstýrði fjórðu útgáfu Mannlífs sem kom út síðastliðinn föstudag og lét hún af störfum þann sama dag. Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs, segir að um hafi verið að ræða ákvörðun beggja aðila og að ekki sé búið að ráða annan í hennar stað. Helga starf- aði áður á RÚV þar sem hún var annar af tveim- ur umsjónarmönnum Kastljóss. – sks Helga hætt hjá Birtíngi Helga arnardóttir 1 . f e b r ú a r 2 0 1 8 f i m m T u D a g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 0 1 -0 2 -2 0 1 8 0 5 :0 0 F B 0 8 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 0 -6 4 8 4 1 E E 0 -6 3 4 8 1 E E 0 -6 2 0 C 1 E E 0 -6 0 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 8 s _ 3 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.