Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2018, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 01.02.2018, Qupperneq 17
Washington Post breyttist úr hóglátu staðarblaði í heimsblað árin eftir 1970 þegar uppljóstranir blaðsins fyrst um gang stríðsins í Víet- nam og síðan um lögbrot Nixons forseta og manna hans leiddu til afsagnar forsetans. Blaðið á sér merka sögu síðan þá eins og Hollywood-leikstjórinn Steven Spielberg lýsir í nýrri kvikmynd, The Post. Nýr eigandi tók við blaðinu 2013. Hann er bóksali og heitir Jeff Bezos, stofnandi Amazon. com. Hann er nú einn ríkasti maður heims. Blaðið birtir ný ein- kunnarorð undir blaðhausnum á forsíðunni: Lýðræði deyr í dimmu. Upptökin að einkunnarorðunum átti blaðamaðurinn Carl Bern- stein sem ásamt félaga sínum Bob Woodward átti mestan þátt í að leiða fram sannleikann um lögbrot Nixons og manna hans á sinni tíð. Bernstein sótti hug- myndina til Louis Brandeis hæsta- réttardómara 1916-1939. Brandeis orðaði sömu hugsun svo: „Birta … er bezta sótthreinsunarlyfið.“ Hann sagði einnig: „Við getum búið við lýðræði í þessu landi eða við samþjöppun mikils auðs á fárra hendur, en við getum ekki búið við hvort tveggja í senn.“ Báðar tilvitnanirnar hitta beint í mark. Misskipting veikir lýðræði Ég lýsti því á þessum stað fyrir viku að Freedom House hefur lækkað lýðræðiseinkunn Banda- ríkjanna smám saman frá 2010 þegar Hæstiréttur landsins létti öllum hömlum af fjárframlögum til stjórnmálastarfs með þeim rökum að það skerði mannrétt- indi auðmanna að setja skorður við getu þeirra til að kaupa hylli stjórnmálamanna. Með þessum úrskurði lagði Hæstiréttur stóran stein í götu lýðræðis og kallaði smán yfir landið, smán sem hefur hlaðið utan á sig. Þar haldast í hendur aukin misskipting og ófyrirleitni þeirra sem þrífast á leynd, misrétti og misskiptingu. Einu Evrópulöndin sem hafa nú lægri lýðræðiseinkunn en Banda- ríkin skv. Freedom House eru Grikkland, Pólland, Rúmenía, Búlgaría, Ungverjaland, Albanía, Svartfjallaland, Georgía, Úkraína, Moldavía, Makedónía, Kosóvó, Armenía, Rússland og Aserba- ídjan. Niðurrif innan frá Hættan sem steðjar að lýð- ræðinu á okkar dögum er ekki blóðugar byltingar með gamla laginu heldur hnignun eða réttar sagt niðurrif innan frá af völdum lýðræðislega kjörinna stjórn- valda. Nýleg dæmi um þetta skv. skýrslum Freedom House eru Ekvador, Filippseyjar, Níkaragva, Perú, Pólland, Rússland, Sri Lanka, Tyrkland, Ungverjaland, Úkraína og Venesúela auk Bandaríkjanna. Tökum Venesúelu sem var vel- megandi lýðræðisríki frá 1958 fram undir aldamót. Herforinginn Hugo Chávez var kjörinn forseti landsins 1998 og sat í embætti til dauðadags 2013. Forsetinn sölsaði undir sig æ meiri völd, veikti dómskerfið og aðrar stofn- anir samfélagsins og þjarmaði að stjórnarandstæðingum. Þetta gerðist í óþökk kjósenda í Lýðræði lifir á ljósi Þorvaldur Gylfason Í dag þeim skilningi að skoðanakann- anir sýndu 1998 að 75% kjósenda töldu lýðræði ævinlega vera bezta stjórnskipulagið; aðeins 25% töldu fáræði eða einræði stundum geta átt rétt á sér. Samt þurfti lýðræðið að láta í minni pokann. Landið glímir nú við miklar þrengingar. Tvær hliðar á sömu mynt Öll vitum við um hvað lýðræði snýst enda má segja að lýðræði hafi ekki lagt leið sína til Íslands fyrr en með heimastjórninni 1904. Mín kynslóð átti afa og ömmur sem þekktu Ísland án lýðræðis af eigin raun og tóku þátt í sjálf- stæðisbaráttunni. Danmörk og þá um leið Ísland þokaðist frá einræði til lýðræðis frá 1901 þegar frjálslyndir menn náðu völdum í danska þinginu til 1915 þegar Danmörk varð fullburða lýðræðis- ríki skv. viðmiðum stjórnmála- fræðinga nútímans. Aukið lýðræði snýst um að brjótast undan ofurvaldi fárra á stjórnmálavettvangi, undan einræði eða fáræði. Með líku lagi snýst aukin fjölhæfni í efna- hagslífinu um að brjótast undan ofurvaldi fárra á vettvangi efna- hagsmálanna. Máritíus, eyríkið í Indlandshafi sem er nú ríkasta land Afríku, er dæmi um þetta. Þar til fyrir einum mannsaldri réðu sykurplantekrueigendur lögum og lofum í landinu í skjóli eignarhalds á náttúruauðlindinni sem var helzta gjaldeyristekju- lind landsmanna. Þegar Máritíus breyttist í ferðamannaparadís varð ferðaútvegurinn mikil- vægasta gjaldeyrisuppsprettan og plantekrueigendurnir misstu takið sem þeir höfðu áður haft á landinu. Ferðaútvegurinn er dreifður á Máritíus eins og víðast hvar, hann stunda mörg frekar lítil fyrirtæki sem seilast yfirleitt ekki til mikilla áhrifa í stjórnmálum. Upprisa ferðaþjónustunnar sem höfuðatvinnuvegs á Máritíus reyndist því lyftistöng undir lýð- ræði. Grugg eða gegnsæi? Gegnsæi er sótthreinsunarlyf, sagði Louis Brandeis. Gegnsæi dregur úr spillingu því hún þrífst helzt í skjóli leyndar. Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna álykt- aði nýlega (2016) að rétt almenn- ings til upplýsinga á netinu beri að skoða sem mannréttindi með þeim rökum að frjáls aðgangur að upplýsingum efli virðingu fyrir mannréttindum og lýðræði og dragi úr misrétti og ranglæti. Ein- mitt þetta er hugsunin á bak við upplýsingafrelsisákvæðin í nýju stjórnarskránni frá 2011 sem enn er geymd í frystigámi Alþingis. Gegnsæi er áfátt á Íslandi. Upp- lýsingum sem eiga brýnt erindi við almenning er leynt í stórum stíl. Nýtt dæmi er lögbannið sem lagt var á Stundina fyrir kosningar í haust og nú er tekizt á um fyrir dómstólum. Lögbannið er sömu ættar og bannið sem Nixon forseti lét leggja á birtingu leyniskjala (Pentagon Papers) um stríðið í Víetnam. Nixon og menn hans hótuðu að leggja bæði New York Times og Washington Post í rúst. Þeim tókst það ekki þar eð Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi bannið úr gildi. Lögbannið er sömu ættar og bannið sem Nixon forseti lét leggja á birtingu leyniskjala (Pentagon Papers) um stríðið í Víetnam. Nixon og menn hans hótuðu að leggja bæði New York Times og Wash- ington Post í rúst. Þeim tókst það ekki þar eð Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi bannið úr gildi. Deilurnar sem upp hafa komið um Borgarlínuna undan-farnar vikur eru merkilegar. Auðvitað er ekki við öðru að búast en að skoðanir séu skiptar um svo mikla framkvæmd. Í hugann koma miklar deilur í Reykjavík vegna vatnsveitunnar fyrir um 110 árum. Um þær má lesa í Reykjavíkursögu Guðjóns Friðrikssonar, „Bærinn vaknar“. Áður fengu bæjarbúar vatn úr brunnunum. Fátækt fólk, svokall- aðir vatnsberar, bar vatn heim til þeirra sem vildu og borguðu fyrir þjónustuna. Þetta var í raun fyrir- komulag frumstæðs einkarekstrar. Gallinn var sá að brunnarnir voru stundum mengaðir. Veturinn 1906 til 1907 kom upp taugaveiki- faraldur af þessum sökum. Þegar Guðmundur Björnsson læknir og bæjarfulltrúi sýndi fram á að hver heimborinn vatnslítri var tiltölu- lega dýr og veruleg hætta á mengun miðað við vatnið úr fyrirhugaðri vatnsveitu fóru viðhorfin að breyt- ast. Bæjarstjórn fékk einkaleyfi á vatnsveitu í Reykjavík, tekið var hátt lán í Íslandsbanka og lagður vatnsskattur á húseigendur. Auð- vitað varð allt vitlaust – 2. október 1909 fór vatnið að streyma um bæinn ofan úr Gvendarbrunnum. Kostnaður við vatnsveituna fór tals- vert fram úr áætlun en vatnsveitan breytti öllu. Hún létti líf bæjarbúa, ekki síst húsmæðranna, gerði vatnið heilnæmara og átti sinn þátt í efl- ingu iðnfyrirtækja og fiskvinnslu í bænum. Samanburður á vatnsveitu og borgarlínu virkar eflaust langsóttur á einhverja en hann hjálpar samt til að bregða ljósi á hlutina. Gatna- kerfi borgarinnar er farveitukerfi. Tilgangur þess er að flytja fólk og vörur á sem greiðastan hátt milli staða, en ekki endilega sem flest farartæki. Gatnakerfið er í raun tak- mörkuð auðlind. Það er ekki hægt að þenja það endalaust út. Þess vegna er mikilvægt að Borgarlínan verði til – fái bæði pláss og fjármagn. Hún verður gríðarlega öflug farveita sem nýtir mjög vel verðmætt borg- arland og takmarkaða innviði. Hún léttir á umferðinni og minnkar svif- ryksmengun. Hún verður öllum til hagsbóta. Áður en vatnsveita kom í Reykjavík fengu reykvísk heimili um 20 lítra af vatni á dag. Eftir að hún kom fékk hvert heimili um 240 lítra á dag. Vatnsveitan og Borgarlínan Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Gatnakerfið er í raun tak- mörkuð auðlind. Það er ekki hægt að þenja það endalaust út. Þess vegna er mikilvægt að Borgarlínan verði til. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Þitt uppáhaldsefni í Vodafone PLAY appinu Fyrir fólk sem elskar sjónvarp. Horfðu á þitt uppáhaldsefni þegar þér hentar. Vodafone PLAY appið er með þér í snjalltækinu hvert sem þú ferð. S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17F i M M T u d a g u R 1 . F e B R ú a R 2 0 1 8 0 1 -0 2 -2 0 1 8 0 5 :0 0 F B 0 8 8 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 0 -6 9 7 4 1 E E 0 -6 8 3 8 1 E E 0 -6 6 F C 1 E E 0 -6 5 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 3 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.