Fréttablaðið - 01.02.2018, Page 20
Í sérstökum umræðum á Alþingi 25. janúar 2018 um staðsetningu nýja þjóðarsjúkrahússins lagði
málshefjandi, Anna Kolbrún Árna-
dóttir alþingismaður, til að gerð
yrði fagleg staðarvalsgreining fyrir
nýja þjóðarsjúkrahúsið og því fund-
inn besti mögulegi staður til fram-
tíðar litið. Þetta er góð tillaga sem
varðar líf og fjármuni almennings.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra svaraði því til að þetta væri
hættuleg hugmynd því það myndi
tefja afhendingu nýja sjúkrahússins
um 10-15 ár! En er það svo?
Þarf betri staðsetning
að tefja um 10-15 ár?
Ef nýtt sjúkrahús er byggt á auðu
aðgengilegu svæði taka sjálfar bygg-
ingarframkvæmdirnar væntanlega
um 5 ár eða svipað og bygging nýs
meðferðarkjarna í gamla sjúkra-
húsþorpinu við Hringbraut. En við
Hringbraut telst nýtt sjúkrahús ekki
fullbyggt fyrr en búið er að endur-
byggja gömlu húsin sem áætlað er
að muni taka 6 ár til viðbótar. Sam-
tals eru þetta 11 ár en yrðu trúlega
mun fleiri.
Ef byggður er nýr spítali á nýjum
stað þarf vissulega fyrst að finna
staðinn með faglegri staðarvals-
greiningu. Síðan þarf að aðlaga
hönnun og skipulag sem vinna má
að hluta samhliða og má vel gera á 5
árum. Samtals mætti því koma upp
nýjum spítala á betri stað á 10 árum,
styttri tíma en byggingar og endur-
byggingar munu taka á Hringbraut.
Ef byggt er við á Hringbraut
skerðist starfsemin þar á byggingar-
tímanum af ýmsum ástæðum. Mat
Hagfræðistofnunar HÍ er að kostn-
aður við tilflutning starfsemi á bygg-
ingartímanum verði 5 milljarðar kr.
Engin slík skerðing verður ef byggt
er á nýjum stað, heldur verður flutt í
tilbúið húsnæði þegar það er tilbúið.
Með nýju og betra sjúkrahúsi á
betri stað styttast ferðir að og frá
staðnum en áætlað er að þær verði
um 18.000 á sólarhring. Það minnk-
ar áhættu vegna ferða, en í dag verða
flest slys á flöskuhálsinum Miklu-
braut af öllum vegum landsins.
Hættur varðandi
staðsetningu spítala
Þegar spítala er valinn staður þarf
meðal annars að horfa á eftirfar-
andi.
1. Hvaða staðsetning tryggir sem
flestum stutta, greiða leið á spítal-
ann?
Svarið er auðvitað staðsetning
sem næst þungamiðju byggðar með
sem bestum samgöngutengingum.
Þetta skiptir miklu máli því að á
sólarhring munu að jafnaði um 100
sjúkrabílar koma að spítalanum og
um 9.000 aðrar ferðir að og sami
fjöldi frá enda starfsmenn um 5.000,
nemar um 1.500 auk sjúklinga og
aðstandenda. Það getur skipt sköp-
um að komast fljótt „undir læknis-
hendur“. Vel staðsettur spítali styttir
ferðatíma flestra.
Ef spítalinn verður á Hringbraut
þarf tímafrekar og kostnaðarsamar
úrbætur á samgöngumannvirkjum.
Setja þarf Miklubraut í stokk frá
Kringlunni að Hringbraut, Öskju-
hlíðargöng, veg yfir Skerjafjörð og
Borgarlínu. Allt þetta kostar yfir
hundrað milljarða króna úr ríkis-
sjóði, sem ekki er aflögufær vegna
annarra brýnna verkefna. Því mun
þetta taka áratugi. Sumt af þessu
þarf vissulega að koma þó spítalinn
flytjist á betri stað, en það er ekki
eins mikið lífsspursmál og má gerast
á lengri tíma.
Samkvæmt þessu er það eiginlega
hættulegri hugmynd að vilja byggja
spítalann við Hringbraut í stað þess
að byggja á betri stað ef gengið er út
frá því að vilji sé fyrir hendi til að
byggja nýtt sjúkrahús og um það
þarf ekki að efast.
2. Hvernig bygging stuðlar að best-
um árangri sjúkrahússins?
Vel hannað sjúkrahús með nægu
rými fyrir sjúklinga og stuttum vega-
lengdum innanhúss milli deilda nær
betri árangri en sjúkrahús í misgöml-
um byggingum, sumum sýktum af
húsamyglu, sem tengdar eru saman
með löngum göngum.
Gott sjúkrahús heldur betur í
starfsfólk og árangurinn batnar enn.
Það er því hættuminna að byggja
nýjan spítala á betri stað en bæta við
spítalaþorpið við Hringbraut.
Framhaldið
Betri spítali á betri stað mun bjarga
mörgum mannslífum og bæta
önnur og það myndi spítali við
Hringbraut einnig gera, en bara ekki
eins mörgum.
Svo kostar í raun minna að byggja
nýjan spítala á góðu opnu, aðgengi-
legu svæði þannig að það ætti ekk-
ert að vera því að vanbúnaði.
Til að finna bestu staðina þarf
faglega staðarvalsgreiningu unna
af óvilhöllum fagaðilum, erlendum
og innlendum í bland. Fela mætti
sérfræðingunum að raða bestu val-
kostunum upp eftir matsþáttum
svo sem samgöngum, gæðum,
umhverfisáhrifum og kostnaði.
Síðan má fela þjóðinni að velja
milli bestu staðanna. Þá verður
þetta mikilvæga mál afgreitt af fag-
mennsku og með lýðræðislegum
hætti.
Á meðan unnið er að undir-
búningi nýs spítala á betri stað
má leggja hluta af því fé sem búið
er að taka frá til byggingar sjúkra-
húss í undirbúning og í að bæta
núverandi heilbrigðiskerfi sem
er undirfjármagnað. Með þessari
aðferð drögum við úr áhættu allra
viðkomandi og bætum heilbrigðis-
kerfið til muna.
Hættuleg hugmynd
Sérstakt tæknieftirlit á að
vera regla við byggingu sér-
hæfðra verksmiðja.
Samkvæmt þessu er það
eiginlega hættulegri hug-
mynd að vilja byggja spítal-
ann við Hringbraut í stað
þess að byggja á betri stað ef
gengið er út frá því að vilji sé
fyrir hendi til að byggja nýtt
sjúkrahús og um það þarf
ekki að efast.
Ásgeir Snær Vilhjálmsson
læknir
Ása St. Atladóttir
hjúkrunarfræðingur
Ebba Margrét Magnúsdóttir
læknir, sérfræðingur á kvennadeild
Gestur Ólafsson
arkitekt og skipulagsfræðingur
Guðjón Sigurbjartsson
viðskiptafræðingur
Sigurgeir Kjartansson
læknir
Vilhjálmur Ari Arason
heimilislæknir, starfar á Slysa- og
bráðamóttöku LSH
Viðbrögð Katrínar Jakobsdótt-ur vegna dóms Hæstaréttar yfir embættisfærslu Sigríðar
Á. Andersen eru býsna afhjúpandi
fyrir siðferðisskilning forsætisráð-
herrans. Katrín telur ekki ástæðu til
að dómsmálaráðherra, sem braut
stjórnsýslulög við skipun dómara í
Landsrétt þrátt fyrir ítrekaðar við-
varanir, axli ábyrgð með því að segja
af sér. Af orðum hennar má ráða að
hún aðhyllist siðferðilega afstæðis-
hyggju – að sinn er siður í hverju
landi – og þá tegund „pólitískrar
hentistefnu“ sem hefur löngum
verið aðalsmerki Framsóknar-
flokksins.
Meginréttlæting Katrínar fyrir
stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðis-
flokkinn – sem hún og aðrir full-
trúar VG höfðu þráfaldlega sagt að
væri óstjórntækur vegna spillingar
og valdníðslu – er að völdin skapi
forsendur eða tækifæri til að hrinda
hugsjónum eða stefnumiðum
flokksins í framkvæmd. Samkvæmt
þessu, að hennar mati, felst pólitísk
ábyrgð í því að lúta niðurstöðum
kosninga og nýta tækifærin sem
bjóðast til að byggja betra samfélag.
Ríkisstjórnarþátttaka VG á þannig
að skapa mótvægi við hægri stefnu
Sjálfstæðisflokksins og sveigja
landsstjórnina í áttina að félags-
hyggju og náttúruvernd. Hér helgar
tilgangurinn meðalið.
Auk þess að flagga pólitískri
hentistefnu lítur Katrín Jakobs-
dóttir svo á að pólitísk ábyrgð sé „að
mörgu leyti menningarbundin“ og
að á Íslandi sé ekki hefð fyrir því að
„láta ráðherra segja af sér“. Siðferði
sem byggist á hefðum og venjum
en ekki almennum reglum eða lög-
málum er afstætt. Á hinn bóginn
segir Katrín að hlutverk hennar,
sem forsætisráðherra, sé að „stuðla
að því að við tölum um þessi mál
með nýrri eða öðruvísi hætti en gert
hefur verið“. Þetta er mikilvægt svo
langt sem það nær. Við sköpum og
endursköpum siðferðið með því að
ræða saman um það, en vandséð er
að hún muni sjálf leggja eitthvað
nýtt til málanna í slíkum samræð-
um.
Fyrir síðustu Alþingiskosningar
var það yfirlýst keppikefli formanns
VG að bola Sjálfstæðisflokknum frá
völdum. Eftir kosningar var komið
nýtt hljóð í strokkinn og ekki lengur
neitt því til fyrirstöðu að flokkarnir
störfuðu saman. Vinstri græn sögðu
eitt en gerðu annað. Katrín bendir
þó réttilega á að hún hafi ekki kallað
eftir afsögn dómsmálaráðherra síð-
astliðið vor og geri það ekki núna:
„[Ég] hef ekki almennt lagt það í
vana minn hvorki í stjórnarand-
stöðu né ríkistjórn að horfa á það
að ráðherra beri að segja af sér þegar
svona kemur upp.“ Þessi afstaða
ræðst ekki af almennri reglu heldur
því sem Katrín leggur eða leggur
ekki „í vana sinn“. Þannig sýnir
hún vissa samkvæmni. En eins og
bandaríski hugsuðurinn og ljóð-
skáldið Ralph Waldo Emerson segir:
Heimskuleg samkvæmni er húsálfur
þeirra sem hugsa smátt.
Loks klykkir forsætisráðherr-
ann út með því að öllu máli skipti
hvernig „við lærum af þessum dómi“
Hæstaréttar. Í stað þess að Sigríður
Á. Andersen sæti ábyrgð eigum „við“
að draga lærdóm af því sem gerðist.
„Við eigum að horfa á það hvernig
við getum látið þetta kerfi virka
þannig að það sé hafið yfir vafa.“
Ábyrgð og traust eru tvær hliðar á
sama peningi og eina leiðin til að
skapa traust á einstaklingum og
kerfinu er að persónur og leikendur
innan þess axli ábyrgð sína. Traust
á kerfinu verður aldrei meira en
traustið á þeim sem þar starfa eða
eru í fyrirsvari.
Sannur leiðtogi er fremstur meðal
jafningja. Hann tekur af skarið, veit-
ir ákveðna leiðsögn, er fyrirmynd
og sýnir gott fordæmi. Hér er sterk
dómgreind lykilatriði; hún byggist
á greiningarhæfni, prinsippfestu og
innsæi í mannlegt eðli og aðstæður.
Martin Luther King og Nelson Man-
dela eru skýr dæmi um svona leið-
toga. Forsætisráðherra sem hagar
seglum eftir vindi, daðrar við sið-
ferðilega afstæðishyggju, segir eitt í
dag og annað á morgun, þverbrýtur
margyfirlýst prinsipp og varpar
ábyrgðinni á gerðum dómsmálaráð-
herra yfir á okkur og kerfið, er ekki
leiðtogi í þessum skilningi. Slíkur
forystumaður er í rauninni siðferði-
lega gjaldþrota.
Pólitísk hentistefna
og siðferðilegt gjaldþrot
United Silicon, að baki hrá-kísilverinu í Helguvík, er gjaldþrota með tilheyrandi
fjárhagslegu tjóni fyrir banka, líf-
eyrissjóð og Reykjanesbæ. Upp-
sagnir starfsfólks teljast líka tjón.
Samtímis er ljóst að reyk-, ryk- og
gasmengun mun ekki hrjá íbúa
sveitarfélagsins eftir töluvert hlé
– hve lengi er ekki vitað. Arion
banki stefnir að því að láta ljúka
viðgerðum á þessari ósamstæðu,
gölluðu og hæpnu verksmiðju og
hefja aftur starfsemi, væntanlega
með nýjum eigendum. Kannski
tekst það, kannski ekki, en telja má
augljóst að frekari starfsemi með
mengun yfir ströngustu mörkum er
í óþökk mjög margra íbúa Reykja-
nesbæjar. Skal engan undra eftir
það sem á undan er gengið.
Kærumál samfara gjaldþrotinu
varða litlu sem engu um framtíð
versins.
Fleira en mjög svo íþyngjandi
mengun kemur til. Verksmiðjan er
of há miðað við eðlilegar skipulags-
forsendur og ljóst að nánd íbúða-
svæðis við verksmiðjusvæðið í
Helguvík er of mikil. Það kann að
stafa af röngum upplýsingum um
dreifingu mengunar í gögnum
sem notuð voru við matsgerð á
umhverfisáhrifum hrákísilversins.
Þessu til viðbótar vekur athygli
að óháðir eftirlits- og skoðunar-
menn tæknibúnaðar komu ekki
að byggingu versins – væntanlega
aðeins hefðbundnir sérfræðingar
byggingareftirlits eins og tíðkast
um stórar byggingar, svo sem varð-
andi burðarþol. Sérstakt tækni-
eftirlit á að vera regla við bygg-
ingu sérhæfðra verksmiðja. Í þessu
tilviki sýnist sem starfseiningar
versins hafi því miður ekki unnið
rétt saman og tölvustýringar ekki
heldur, rétt eins og menn reyndu að
smíða gangfæran bíl úr íhlutum úr
ýmsum áttum en úr verður óhönd-
ug legur, reykspúandi skrjóður.
Fari svo að lögð verði fram ósk
um að gangsetja verið ber að
tryggja að allar úrbætur á verk-
smiðjunni verði teknar út og metn-
ar af óháðum sérfræðingum, að mat
á umhverfisáhrifum framkvæmdar
verði endurskoðað, og endurunnið,
ásamt endurgerðu starfsleyfi og að
allar áætlanir um orkufrekan iðnað
í Helguvík verði endurskoðaðar
frá grunni. Vel má vera að starf-
semi í matvælaiðaði, gagnaver og
ýmis umhverfisvænn iðnaður geti
stutt við rekstur Helguvíkurhafnar
og fjölbreytt atvinnulíf á Suður-
nesjum. Uppbygging hafnarinnar
hefur að hluta verið háð uppbygg-
ingu orkufreks iðnaðar. Nú þarf
næsta örugglega að skjóta styrkari
stoðum undir stækkun og rekstur
hennar.
Hrakfarir kalla á
ný vinnubrögð
Ábyrgð og traust eru tvær
hliðar á sama peningi og eina
leiðin til að skapa traust á
einstaklingum og kerfinu
er að persónur og leikendur
innan þess axli ábyrgð sína.
Stefán
Erlendsson
stjórnmála-
fræðingur
Ari Trausti Guð-
mundsson
þingmaður VG í
Suðurkjördæmi
1 . f e b r ú a r 2 0 1 8 f I M M T U D a G U r20 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð I ð
0
1
-0
2
-2
0
1
8
0
5
:0
0
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
0
-8
2
2
4
1
E
E
0
-8
0
E
8
1
E
E
0
-7
F
A
C
1
E
E
0
-7
E
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
8
8
s
_
3
1
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K